Breytingar framundan

Ég er 28 ára.

Þetta er eitthvað sem ég veit. Á hverjum degi. En samt hugsa ég aldrei útí það.

Þegar ég var unglingur þá fannst mér 28 ára fólk ógeðslega gamalt. Mér líður meira eins og ég sé 21 árs frekar en að ég sé þrítugur.
Þetta er aldur þar sem fólk er oft búið að koma sér vel fyrir í lífinu. Búið að eignast maka og margir hverjir eiga orðið börn. Nokkrir eru trúlofaðir og sumir giftir. Flestir búnir með sitt nám og byrjaðir að starfa við það sem þeir menntuðu sig í.

Systur mínar allar komnar með börn og flestar búnar að panta sér fleiri.

sonar.jpg
Sónarmynd af öllum börnum vina minna

Skoðum hvernig lífið mitt er. Ég er staddur á tímamótum.

Eftir tvö ár verð ég þrítugur. Ég á ekki konu og engin börn. Ég bý með samkynhneigðum vini mínum og við splittum matarinnkaupunum í Nettó þar sem við verslum þrisvar í viku. Allir í fjölskyldunni minni halda að einhverju leyti að ég sé hommi af því að ég bý með homma. En þau spyrja mig aldrei út í það heldur spyrja þau einhvern annan í fjölskyldunn sem síðan spyrja mig. Ég reyni að gefa eins loðin svör og ég mögulega get því að I worship chaos.
Síðan á ég tvo ketti sem ég hef ekki forræði yfir en þær (báðar læður) búa hjá mömmu minni í Vestmannaeyjum. Ég fæ að hitta þær þegar ég fer til eyja en þær mega ekki gista í herberginu mínu, því “herbergið mitt” í eyjum á að fara í AirBnB leigu og þá mega ekki vera kattarhár þar inni.
Núna um páskana eru tvö ár síðan þær, Bíbí og Keilumeistarinn, fluttu til eyja úr Breiðholtinu.

Bíbí er mjög sexý köttur sem fær alla stráka kettina í hverfinu til að góna á eftir sér. Hún er lauslát í takt við það. Ég er ekki maður sem myndi gera upp á milli barnana minna og í þessu tilviki kattanna minna en það þarf ekki að fletta neinum blöðum um það að Bíbí stendur systur sinni framar þegar kemur að fegurð.

17837689_10210965823735672_820323527_o
Bíbí í mjög eggjandi stellingu (Mynd úr safni)

Ég bý ekki í eyjum en ég hef séð 17 mismunandi ketti taka snúning á Bíbí minni. Ég get ekki ímyndað mér hversu há þessi tala væri ef ég væri þarna á hverjum degi.

Keilumeistarinn (kölluð Keli hér eftir) er frábær kisa líka en hún lítur út eins og hún gangi í gegnum jarðsprengjusvæði á hverjum morgni því hún er með háþróað sjálfsofnæmi sem lýsir sér þannig að andlitið á henni lítur út eins blæðandi gyllinæð.

Ég hef treyst bæði mömmu og litla bróðir mínum fyrir því að gefa þeim getnaðarvarnapilluna vikulega og hefur það gengið vel hingað til.
Það skal þó tekið fram að þegar ég tók þessa tvo ketti að mér átti Keli að vera karlkyns, ergo heitir hann Keilumeistarinn, en það var ekki fyrr en hann/hún var orðin eins árs að þetta kom í ljós. Þá þurfti ég að byrja að kaupa tvöfaldan skammt af getnaðarvarnarpillum and that shit ain’t free, am I right ladies?

Ég fór til eyja fyrir um tveimur vikum til að heilsa upp á mitt fólk og slaka á. Þegar ég átti síst von á, sagði mamma mér að hún væri með fréttir.

17837847_10210945806394364_329821741_o
Keli, skömmu eftir að henni var nauðgað. Stemmning í takt við aðstæður. (mynd úr safni)

Fjórum vikum áður hafði hún verið stödd í sveitinni undir eyjafjöllum þar sem hún vinnur við… Ég hef í rauninni enga hugmynd um hvað hún gerir þar en hún dregur að minnsta kosti björg í bú. Móðir hafði skilið Kára litla bróðir eftir einan heima. Kári er mjög unglingaveikur og situr inn í herbergi dag og nótt og horfir á DVD myndir og sendir Snapchat til vina sinna.
Í kæruleysi sínu hafði hann gleymt að gefa Kela pilluna sína og seinna í sömu viku höfðu högnanir í hverfinu raðnauðgað henni í bræði, þar sem þeir fundu ekki Bíbí.
Og samkvæmt sjónarvottum notaði ekki einn þeirra kattasmokkana frá Cool Cats.

“… þannig að þú átt von á kettlingum, kallinn minn”, sagði mamma og lyfti upp bjórglasi, gefandi til kynna að hér væri tilefni til að skála.

“Er það svona sem þú tilkynnir mér þetta, mamma?!”, gargaði ég framan í sjálfumglatt smettið á móður minni.
“Af því að Kári gat ekki andskotast til að muna eftir einni helvítis pillu þá þarf ég að bæta 6 öðrum köttum í mína forsjá, kaupa handa þeim mat, klappa þeim og elska þá?”

“Ég er nýbyrjaður að vinna hjá Sjóvá og er ekki kominn svo langt að sjúkratryggja kisurnar og nú þarf eg að borga úr eigin vasa fyrir fóstureyðingarnar, í fleirtölu.”

Fóstureyðingar á mannfólki eru greiddar af ríkinu á meðan við kattareigendur þurfum að taka á okkur yfirvinnu vikunum saman ef okkur langar að senda afkvæmin aftur til Guðs.

En nei, til að sulla bensíni á bálið, þá beið mamma í fjórar vikur til að segja mér þetta því að henni “fannst aldrei vera rétti tíminn” og núna er of seint að fara í fóstureyðingarnar.

Ég og Keli erum að fara í sónar núna á föstudaginn. Mamma ætlar að senda hana með flugi til mín því það er enginn dýralæknir í eyjum.

Þannig að deginum áður en ég fer í skírnarveislu hjá dóttur vinar míns þá er ég að fara með holdsveika köttinn minn í sónar til að gá hvort það sér ekki örugglega í lagi með kettlinga sem þessi heimur átti aldrei að sjá.

Ég get engan veginn annast alla þessa kettlinga og óska eftir góðum eigendum.
Einhverjum sem geta munað eftir að gefa þeim FOKKINGS pilluna.

Stöðvum kisunauðganir og gleðilega páska.

Leave a Reply