Hættum að vera feit

Ég setti mynd á netið núna fyrir helgi, eins konar fyrir og eftir mynd af líkamlegum árangri mínum. Hvað varðar bætingar á andlegri heilsu er allt annar handleggur og er efni í lokaverfni sálfræðinema. Myndin vakti mikla athygli og hef ég fengið mikið af fyrirspurnum um hvernig best sé að koma sér af stað, ráðleggingar varðandi mataræði og einnig hef ég skráð mikið af fólki í þjálfun hjá mér uppá síðkastið.

En mig langar að renna aðeins í gegnum þetta með ykkur.

16508430_10211591269528258_6978521489450048248_n

Á fyrri myndinni má sjá ógeðslegan og feitan mann, hálf þunglyndur að sjá og almennt illa til hafður. Þar er ég 127 kg og líklegast í kringum 22% feitur, eins og góður heimilisostur.

Á nýrri myndinni má sjá gæja sem er í top physical shape og líður mjög vel með sjálfan sig. Sá gæji er 109 kg 7.8% eins og góður Indian Pale Ale. Reyndar er ekki til góður IPA en það er önnur saga.

Þegar maður er feitur þá hefur það oft mikil áhrif á svo margt annað en bara hvernig þú lítur út. Það getur haft áhrif á andlega heilsu, sjálfsöryggi, sjálfsmynd sem og auðvitað alla líkamlegu kvillana sem þetta ber í för með sér. Enn og aftur nenni ég ekki að lista þetta allt fyrir ykkur því það er engin að lesa þetta núna og hugsa með sér að hér séu á ferðinni glænýjar upplýsingar. Ekkert newsflash hér.

En við lifum í samfélagi þar sem það má ekki segja neitt um feitt fólk því það gæti særst. Það er allskonar “gott fólk” þarna úti sem er af öllum vilja gert til þess að móðgast fyrir hönd annarra ef það á ekki sjálft í hlut. Ég særist lítið þegar fólk kallar mig feitan enda er það staðreynd að ég var frekar feitur þarna á fyrr myndinni og ég hefði haft gott af sparki í rassinn.

Ég er ekki með fitufordóma enda eru fordómar byggðir á fáfræði, það er að segja neikvæðan dóm á mönnum eða málefnum sem byggir á takmarkaðri þekkingu eða reynslu á því sem dæmt er um og er þar af leiðandi ónákvæmur eða rangur.

En áhrif offitu á heilsu manna er mjög vel rannsökuð og niðurstöðurnar liggja fyrir.

Og því ætla ég að fat shame-a sjálfan mig alveg hressilega. Ég var feitur og ég vil ekki vera feitur og því mun ég núna skamma sjálfan mig.

Ég var alveg ómögulegur svona feitur og þar sem þið  gátuð ekki sagt mér það á sínum tíma þá segi ég það núna við sjálfan mig. Munurinn á myndunum er 18 kíló en þau segja ekki alla söguna. Fyrri myndin er tekin eftir að ég var rúmliggjandi vikum saman eftir vinnuslys sem endaði með hryggbroti.
Á meðan ég var rúmliggjandi hefði ég vel getað verið skynsamur, breytt kaloríuinntöku minni í 1600 kcals á dag og haldið mér í sómasamlegu standi, en í staðinn var ég aumingi og át hamborgara og nammi í öll mál á meðan ég spilaði playstation á meðan ég brenndi svipað mikilli orku og einstaklingur í dái. Ég í rauninni stimplaði mig vel inn í líf offitusjúklingsins og leit á aðstæður mínar sem afsökun.

“Ég má alveg borða svona mikið nammi og drasl því ég er bakbrotinn og get bara hangið uppí rúmi. Svo bara ríf ég mig í gang þegar ég er orðinn góður.” Sem betur fer reif ég mig í gang á endanum en það eru svo margir sem eru ennþá eins og Feiti-Einar og eru ennþá bara að tala um að breyta til. Því miður.

Á sama tíma sannfærir þetta fólk sig oftar en ekki um það að þeim líði vel í eigin skinni og þurfi ekki að breyta til.

Ekki misskilja mig, vissulega getur feitu fólki liðið vel með sjálfan sig þó það sé feitt, en málið er að þeim myndi alltaf líða betur ef þau væru í toppstandi! Prófaðu að spyrja einhvern sem hefur verið prófað bæði.

Ef þú ætlar að vera feit/ur þá vona ég innilega að það sé það sem þig virkilega langar og að þú vitir af þeim hættum sem því fylgir. Ef þú hinsvegar hefur eingöngu sætt þig við það að þú komist aldrei í gott form þá skaltu núna byrja á því að drullast til að hafa trú á þér og verða besta mögulega útgáfan af sjálfum þér.

Þú getur þakkað mér seinna. Ef þú vilt mína aðstoð við það þá hefuru samband við mig á einarthor89@gmail.com eða á Facebook og við komum þér í gírinn.

Ég vil endilega að sem flestum líði vel með sjálfan sig og hvet alla til að deila þessum pistli (muna að hafa það public svo ég sjái það nú)  og like-a síðuna mína á Facebook. Á föstudaginn dreg ég síðan út tvo heppna sem fá tveggja mánaða fjarþjálfunarpakka í boði mín!

 Einar Thor Ísfjörð ÍAK einkaþjálfari 

Leave a Reply