Nýtt ár og raunhæf markmið

2018.jpegJá já það er komið nýtt ár og það eru nýjir tímar og allir eru að vinna í nýjum sjálfum sér. Að minnsta kosti út þessa viku og svo fara allir í sama gamla formið aftur. Fólk sem byrjaði að hreyfa sig 2.janúar hættir í lok vikunnar því þau eru ennþá mjög feit, þeir sem ætluðu að byrja að læra á hljóðfæri verða ekki ennþá búin að bóka sig á námskeið og gefast upp, þeir sem ætluðu að vinna minna til að sinna (wó þrefalt rím) sínum nánustu meira, uppgötva að það er ekkert cash í því að vera góður við sitt fólk og halda áfram að taka yfirvinnu eins og þeir gerðu í fyrra og hittífyrra.

Því að jú það þarf að borga jólareikninginn frá Netgíró sem kemur einmitt í byrjun febrúar.

Málið er að það breytist alltaf voðalega lítið eftir áramót. Þar með talið vinsældir Íslands sem áfangastaður ferðamanna.
En það stefnir í annað frábært ár fyrir þjóðarbúið þökk sé ferðamannaiðnaðinum, sem er kannski eins gott því sjómenn eru ennþá í verkfalli. Þá verða aðrir að stíga upp til að draga björg í bú, bókstaflega.

Ef ég ætti konu sem héti Björg þá myndi ég oft reyna að fá hana með mér í búðina og svo ef að vinur minn hringir í mig á meðan ég reyni að sannfæra konuna um að koma með mér og hann myndi spyrja mig hvað ég væri að gera, þá myndi ég segja “Ég er að reyna að draga Björg í búð”.

En já ferðamenn elska Ísland. Við Íslendingar skiljum oft ekki hvers vegna. Því flest okkar hafa aldrei skoðað helstu kennileiti landsins og margir borgarbúar hafa aldrei farið austar út á land heldur en Korputorg. Og svo erum við líka öll bara mjög heimsk.

Fyrir þá sem ekki vita að þá er fullt af gúdshit stöðum eins og; Gullfoss og Geysir og svo man ég ekki fleiri.

Það er samt fullt meira til, googlaðu það bara.

Sem er eiginlega eins gott, því að við verðum að hafa þessa flottu firði og fjöll og fossa og fiðrildi (ég var að reyna að nota bara orð sem byrja á “F” en ég veit að fiðrildi passa ekki vel þarna inn því íslensk fiðrildi eru þau ljótustu í heiminum, þau eru bara grá og lítil en eru aldrei með sexý vængi eins og til dæmis spænsku fiðrildin).

Þessir hlutir eru eina ástæðan fyrir að útlendingar vilja koma til Íslands. Það er ekki útaf því að við erum meistarar eða skemmtileg. Við erum öll viðbjóður.

Við erum í top 2 sem feitasta þjóð í heimi, við erum eiginlega öll með klamydíu og svo erum við öll mjög klámsjúk. Svo erum við geðveikt léleg að lesa líka en ég fann enga grein um það.

Þannig að við erum öll viðbjóðar.

Ég segi eins og vinkonur mínar í TLC; Don’t go chasing waterfalls og gerið ykkur raunhæf markmið.

Eða á okkar ylhýra, hættið að eltast við stóru draumana ykkar sem þið kallið áramótaheit og vinnið í ykkar vandamálum.

Drullist í ræktina og hættið að vera svona feit, pantið tíma uppá Húð & Kyn og reynið að ríða með smokkinn, komið fram við klám eins og sælgæti og nálgist það bara einu sinni í viku og síðast en ekki síst, grípið í bók af og til, það ætti að skapast nægur tími til þess að lesa þegar þið eruð hætt að horfa á klám í símanum ykkar.

Eigið samt æðislega viku.

Vonandi verður þetta allt betra þegar Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra.

KEI BÆ.

 

Leave a Reply