Námið er gamaldags, börnin eru feit og foreldrar eru aumingjar.

fat.jpegNú þegar Þjóðhátíð er búin að þá kemur vetur. Og þegar vetur kemur þá byrjar skólinn. Það kemur alltaf nettur spenningur í mann þegar skólinn byrjar aftur. Aðallega af því að maður er hálfviti sem er nýbúinn að gleyma hvað skóli er mikið vesen og það er stanslaust verið að láta mann læra ómerkilega hluti.

Ég hef byrjað sirkabát 200 annir síðan ég hóf nám í 1.bekk og alltaf fell ég í sömu gildruna. Haldandi að þetta ár verði ég mjög skipulagður og metnaðarfullur og muni glósa frá mér það litla vit sem ég hef.
En síðan bankar raunveruleikinn uppá og minnir mig á það að skólinn er oftast mjög leiðinlegur og stútfullur af óþarfa námsefni.

Óþarfa námsefnið minnkar með aldrinum og sömuleiðis með hækkandi menntastigi. Nú geri ég mér enga grein fyrir því hvort “menntastig” sé orð en ég stend og fell með því af hafa notað það.
Sem dæmi þá er grunnskóli fullur af allskonar drullu sem engin þarf né vill kunna en þegar komið er í háskólann er námið orðið sérhæfara og meikar meiri sens, ef svo má að orði komast.

En á sama tíma og grunnskóli er fullur af allskonar drasli að þá er helling sem hann skortir. Hér eru nokkrir hlutir sem ég hefði viljað læra í grunnskóla.

Inn með Skyndihjálp 

Hvernig má það vera að börnum sé ekki kennd skyndihjálp?
Vonandi þarf maður aldrei að nota hana en ef að einn gæji sem maður þekkir ekki mjög mikið fær hjartaáfall úti á götu þá væri nú betra að maður geti hnoðað líf í kallinn frekar en að standa við hliðina á honum eins og kartöflupoki og þylja upp helstu höfuðborgir Evrópu sem maður var nýbúinn að lesa í landafræði fyrir hádegi.

Ég viðurkenni samt að ég er í Team landafræði. Það er mjög gúdshit að vita allskonar höfuðborgir og stöðuvötn, maður virkar oft heavy klár og sem dæmi þá spilar fjölskyldan mín ekki lengur Trivial Persuit með mér sökum þess hve klár ég er.

Inn með Fjármálalæsi 

Hinn venjulegi útskrifaði 10.bekkingur veit ekki horseshit um peninga. Hann veit að Oreo kexpakki kostar 599 krónur og að 1000kr inneign klárast mjög fljótt. That’s it.

Þegar hann er búinn að klára ónýtta persónuafsláttinn sinn eftir fyrsta sumarið sem hann þurfti að vinna eitthvað, að þá flækjast hlutirnir. Þá byrjar ríkið að taka sitt og lífið verður ósanngjarnt. Verandi sá aumingi sem hann er, þá byrjar hann að grenja og kvarta yfir því sem hann ekki skilur og hann kemur út í samfélagið til okkar sem eldri eru og verður okkur ekkert annað en byrði og sóun á súrefni.

Honum er ekki kennt að gera skattaframtalið sitt þó svo að hann þurfi að skila því á hverju einasta ári. Hann kann ekki heldur að stofna fyrirtæki né hefur hann skoðun á séreignalífeyrissjóð enda hefur hann aldrei heyrt orð sem eru 7 atkvæði eða meira að lengd.

En sem betur fer getur hann reiknað út flatarmál þríhyrninga með Pýþagoras reglunni en núna þegar ég er orðinn 27 ára hef ég bara fundið eitt scenario þar sem þetta gæti nýst honum og það er að ef hann er fasteignasali og er að skrifa auglýsingu um íbúð sem er að fara í sölu en eitt herbergið er í laginu eins og fullkominn þríhyrningur og þá er gott að vita að hann fær út flatarmálið á því herbergi með því að reikna lengd x breidd deilt með tveimur.

Út með Kristinfræði

Nú heyri ég blóðið sjóða í fólki yfir fertugt sem elskar að halda í gamlar hefðir. Ég ætla að biðja þau vinsamlegast um að steinhalda.

Mér er akkúrat drullusama um hvað kristinfræði hefur verið kennd lengi, hún meikar alltaf jafn lítinn sens. Eins og öll trúarbragðafræði.

Það var fyrir einhverjum árum að skólar í landinu fóru einmitt að kenna trúarbragðafræði í stað kristinfræði og helmingur foreldra var lagður inná geðdeild i det samme þegar þau gjörsamlega fóru yfir um af bræði og fáfræði (ég var ekki einu sinni að reyna að ríma).

Þau minntu á að Ísland væri kristið land og hér ætti eingöngu að kenna slíka fræði, það væri hefð og það ætti engu að breyta.

Að mega ekki breyta einhverju sökum þess að það er hefð er líklega það heimskulegasta sem ég hef heyrt og þá er nú mikið sagt því ég er með Ungfrú Ísland á Snapchat.

Sem dæmi að þegar ég var lítill, mjög lítill, þá kúkaði ég í buxurnar. Ég gerði það daglega. Og það mætti í raun segja að það hafi verið ákveðin hefð. Eftir að ég borðaði að þá drullaði ég á mig. Ef ég hefði ekki vanið mig af þessari hefð og væri í dag 27 ára maður sem drullaði á sig daginn inn og jafnvel daginn út líka, þá væri ég í versta falli vistaður inni á stofnun en í besta falli útskúfaður úr samfélaginu og litinn hornauga hvert sem ég færi.

Trúarbrögð eru versta uppfinning sem maðurinn hefur fundið upp og það að kenna þau enn þann dag í dag er stærsti glæpur mannkynsins. Heimur án trúarbragða væri frábær heimur og myndi færa okkur töluvert nær draumi steplnanna í Ungfrú Ísland, hinum eina sanna heimsfriði.

Ég viðurkenni samt að ef ég er mjög tæpur að lenda í bílsslysi að þá trúi ég á Guð í smá stund en það er bara af því að ég er hræsnari ekki af því að hann er til.

Íþróttir oftar í viku

Förum fínt í þetta.
Öll börn í dag eru offitusjúklingar.

Þegar ég var í grunnskóla, þá voru 2-3 offitusjúklingar í árgangnum mínum. Í dag eru 2-3 í kjörþyngd.
Íþróttir eru 1.-2. sinnum í viku og þá í 40 mínútur í senn. Hvernig stendur á því að þegar það er mælt með að maður hreyfi sig í klukkutíma á dag þá eru krakkar á aldrinum 6-16 ára skylduð til að hreyfa sig í 80 mínútur á viku?
Tala nú ekki um þegar þau eru öll vaxin eins og sundbolti og eru ofan á það aumingjar.

Shit’s about to get real right here so stay with me.

Af hverju eru feitu krakkarnir ekki látnir fara oftar í íþróttir heldur en þau sem eru í kjörþyngd?

Feitu börnin þurfa augljóslega á hjálp að halda og þau eru ekki að fá hana. Þau sem eru í kjörþyngd eru sennilega flest að stunda íþróttir utan skóla og fá næga útrás þar. Því væri kannski óþarfi að skylda alla krakkana í íþróttir 5x í viku.

Sem dæmi, ef ég væri alkahólisti þá þarf ég að fara í meðferð. Það væri töluvert overkill að skylda allan vinahópinn minn í meðferð útaf því að ég einn væri með drykkjuvandamál.

“Þetta er frábær hugmynd hjá þér Einar, en hvers vegna er þetta ekki gert?” segja allir nema þeir sem eiga feit börn. Og ég er með svarið.

Þeir sem eiga feit börn, sjá ekki vandamálið því það er of nærri þeim. Okei, það er ekki alveg rétt. Reyndar sjá þau ekkert nema vandamálið, því vandamálið er feita barnið þeirra og það auðvitað sjá það allir því það er svo feitt.
En þau neita að horfast í augu við það.

Flest feit börn, halda að vandamálið sé bara þeirra, að það sé þeim að kenna að þau séu feit. En oftast er það foreldrunum að kenna því þau eru heimsk og axla ekki ábyrgð. Þegar ég segi heimsk þá meina ég það í orðsins fyllstu og á við að þau eru fáfróð og einmitt taka ekki ábyrgð á barninu sínu og velferð þess.

Flestir foreldrar vita ekki neitt um næringarfræði því hún er ekki kennd í grunnskóla. Bætum því á listann. Næringarfræði inn.

Ofan á þetta eru börnin ofvernduð í dag. Öll feit börn í dag eru samkvæmt foreldrum með kvíðaraskanir, óvirkan skjaldkirtil, athyglisbrest, innilokunarkennd, félagsfælni, mígreni, lágt sjálfsmat, ofnæmi fyrir hollum mat og mjólkuróþol.

En í raunveruleikanum eru þau sennilega ekki með neitt af þessu. Ef þau eru í raun að díla við eitt eða allt af þessu þá er kannski spurning um að komast að rót vandans í stað þess að koma með afsakanir eða skrifa uppá lyf til að reyna að “lækna” eitt af þessu vandamálum í ákveðin tíma.
Það er mjög eðlilegt að þegar þú ert í slæmu líkamlegu formi að því fylgi fleiri gallar en kostir.

Líklegast eru þau veikburða eins og mamma sín og pabbi. En mamma og pabbi taka ekki ábyrgð heldur kenna samfélaginu um. Börnin eru ekki vandamálið hér. Þau gera eins og þeim er kennt og fylgja þeim sem þau líta upp til. Ofan á þetta allt geta börn og unglingar í dag varla haldið uppi samræðum við fullorðið fólk í meira en 10 sekúndur og þá benda foreldrarnir á símana, tölvurnar og ipadana.

Það eru börn þarna úti sem eru til fyrirmyndar og skara fram úr í íþróttum, tónlistarnámi eða námi almennt, eru kurteis og geta spjallað og spurt spurninga um lífið og tilveruna og oftar en ekki eiga þau foreldra sem eru frábærar fyrirmyndir.

Ég var um daginn að keyra heim og stoppaði fyrir lítilli stelpu sem var að leiða hjólið sitt yfir gangbraut. Hún rétti upp hendina og þakkaði fyrir sig. Ég var orðlaus.

Til hamingju Ísland, árið 2016 var ein smástelpa kurteis og hún telst skara framúr. Framtíðin er björt.

Foreldrar þarna úti, ef þið ætlið ekki að axla þa ábyrgð sem fylgir að ala upp börnin ykkar, í guðana bænum notið þá smokkinn.

Leave a Reply