Skyndileg Danmerkurferð

denmarkÞessi pistill er í lengri kantinum svo að ef þú ert með dyslexíu eða ert almennt aumingi þá skaltu fara að leggja þig.

Ég fékk email á fimmtudaginn í síðustu viku þar sem ég var vinsamlegast beðinn um að hringja í ákveðið erlent númer. Með von um að hér væri Nígeríumaður í vanda staddur við að leysa út milljónirnar sínar ákvað ég að hringja samstundis. Í ljós kom að ég var að hringja til Danmerkur og ræddi þar við konu að nafni Betina en hún vinnur hjá leigufyrirtækinu sem ég leigi íbúðina mína af.
Rennum örstutt í gegnum það samtal hér (ath að ég þýði það á íslensku fyrir ykkur því einhverra hluta vegna eru lesendur mínir flestir komnir yfir 35 árin og kunna því enga ensku)

Ég: Hello, what is this?

Betina: Hi, as you know there is a new tenant coming into the apartment on the 1st og July so you need to empty your apartment before the weekend.

Ég: Hold the phone, I’m paying rent until the end of July! You told me in April I had to pay 3 more months, May, June and July?

Betina: Well, we found a new tenant so you need to go. If you don’t empty it before the weekend we will throw your shit out on the streets and charge you for the work. K bye!

Eftir 30 mínútna spjall bauð hún mér loksins frest þar til miðvikudaginn 22.júni. Ég gjöruði svo vel bókaði flug og drullaði mér út á mánudagsmorguninn síðastliðinn to pack my shit í Danmörku. Þetta var skrautleg ferð og ekki hver sem er hefði komist lifandi úr henni.
Skoðum það helsta sem gerðist markvert.

Til að byrja með að þá þurfti ég að leggja af stað 3 um nóttina til að mæta í flugið sem var klukkan 6. Það var auðvitað frábært svona í tilefni þess að ég var enn ósofinn eftir Solstice. Um LEIÐ og ég var búinn að tjekka mig inn kom í ljós að það var þriggja tíma seinkun vegna þess að “flugumferðarstjórar” nenna ekki að vinna yfirvinnu! Halló Hafnafjörður!
Í fyrsta lagi að þá eru þetta allt sófakartöflur sem sitja fyrir framan tölvuskjá og segja einhver númer í talstöð á meðan þeir hesthúsa í sig heilu pokunum af Doritos.

Í öðru lagi að þá ættu þeir ekki að heita “flugumferðarstjórar”, heldur talstöðvapjakkar. Þetta er eins og í kringum 2002 þegar skúringakonur byrjuðu að kalla sig Ræstitækna. “Já ég er nú ræstitæknir hjá Domus Medica”… ÞEGIÐU þú ert skúringakona, líka ef þú ert kall að þá ertu skúringakona.

Í þriðja lagi, að þá nenna þessar hlandfötur ekki að vinna yfirvinnu. Ímyndið ykkur nú ef iðnaðarmenn, salt þessarar þjóðar, myndu aldrei vinna yfirvinnu. Ef Gauji Pípari myndi bara alltaf stimpla sig út klukkan 16:00 eins og einhver helvítis aumingi. Klósett bila oft eftir office hours og fólk þarf oft að fara í flug fyrir eða eftir klukkan 8-16. Þess vegna vinnur fólk yfirvinnu.

Ég flaug út með WOW og ég hreinlega skil ekki hvers vegna SkúliMog mætti ekki bara með veskið sitt á staðinn og brogaði þessum talstöðvapjökkum 2500 á tímann fyrir yfirvinnu og leysti þannig vandamálið. Það ætti að duga fyrir um 10 Mountain Dew og er meira en nóg fyrir þessar rækjusamlokur.

En jæja 3ja tíma seinkun og ég ákvað að leggja mig. Þar sem allir flugvallahönnuðir eru nasistar að þá var í boði að sofa standandi eða á járnbekk. Af tvennum hræðilegum kostum valdi ég járnbekkinn. Ég fékk 4 martraðir á þeim 9 mínútum sem ég var meðvitundarlaus fyrir utan Gate 21 þennan hræðilega mánudagsmorgun. Skrokkurinn minn sem fyrir var álíka illa farinn og skrokkur 112 ára konu sem varð undir jarðýtu, versnaði um góð 20% við þennan lúr.

Loksins mættu pjakkarnir í vinnu á slaginu 9 með fulla Bónuspokana af snakki og Mountain Dew. Okkur var þá hleypt út í vél en ekki í gegnum glergöng eins og við höfum mátt venjast á síðustu árum. Ó nei. Það kom strætó og náði í okkur og skutlaði okkur út í flugvél. Eins og gert er þegar menn fara í stríð.

Ég tylli mér í sætið mitt og reyni að sofna þrátt fyrir marbletti og bólgur við öll liðamót eftir járnbekkinn. Auðvitað þurftu latir foreldrar að senda 11 ára son sinn í fylgd í þetta tiltekna flug. Og auðvitað þurfti að bóka þessa strengjabrúðu Satans í sætið fyrir aftan mitt. Þessi drengur var mennskt magasár sem getur sagt 40 sögur á einni mínútu.

Loksins þagði hann þegar flugstjórinn byrjaði að tala í kallkerfið og ég þakkaði guði fyrir það. Eða svo hélt ég.

“Afsakið töfina en já við þurfum semsé að bíða eftir einum hóp af skólabörnum frá Bandaríkjunum sem villtust inni á flugvellinum.”

JÁ OKEI ER VÉLINNI STJÓRNAÐ AF FÆÐINGARHÁFVITA?

ALDREI Í LÍFINU hefðuð þið beðið eftir mér við sömu aðstæður!

Þannig að þetta var fjögurra tíma seinkun sem var auðvitað stórkostlegt fyrir mig svona ósofinn og lemstraðan eftir pyntingabekkinn í Leifstöð.

Þegar við lentum í Köben náði ég í bílaleigubílinn minn án nokkurra vandamála fyrir utan það að afgreiðslustrákurinn virtist vera að fá heilablóðfall, svo hægar voru handahreyfingar hans.
Útaf þessari seinkun sem ég hafði orðið fyrir lenti ég einmitt í mestu traffic jam sem sést hefur í Danmörku eftir hrun. Takk fyrir það talstöðvapjakkar.

En loksins komst ég heim eftir 3 tíma keyrslu til Herning þar sem ég þurfti grínlaust að öskra alla leiðina til að ég myndi ekki sofna við stýrið.

Daginn eftir tóku við flutningarnir sjálfir. Þeir gengu lygilega vel fyrir sig enda finnur þú ekki mikið sjóaðari mann en mig þegar kemur að flutningum. Íbúðin mín leit nokkuð vel út þrátt fyrir að ég hafi ekki verið þar í 9 vikur. Hún var nákvæmlega eins og ég skildi við hana og ekki full af ógæfumönnum eins og ég hafði reiknað með.

Dvölin í Herning gekk mjög vel á meðan þessum flutningum stóð en heimferðin bauð upp á sambærilega veislu og ferðin út.

Ég vaknaði í gærmorgun klukkan 6, tilbúinn að halda til Köben þar sem ég átti að mæta í flug klukkan 11. Til að byrja þennan frábæra dag þurfti auðvitað eitthvað skemmtilegt að gerast til að ég gæti haldið spenntur af stað í ferðalagið heim. Satan var ekki lengi að byrja daginn og minnti mig á það um leið og ég vaknaði að ég hafði sofnað með linsurnar ennþá í augunum á mér. Og nú var ég orðinn blindur.

Ég staulaðist fram á baðherbergi en datt um töskuna mína sem lá auðvitað úti á miðju gólfi. Eftir að hafa legið á sturtugólfinu í um 10 mínútur að smúla í mér augasteinana, byrjaði sjónin að skríða aftur til baka.

Þegar ég er að keyra útaf af bílastæðinu þá keyrði ég á dúfu. Leyfðu mér að orða þetta betur. Þegar ég keyrði útaf bílastæðinu þá keyrði ég YFIR dúfu.
Hún flaug ekki á bílinn eða neitt þannig, heldur var hún á götunni að eiga góðan fimmtudag og þá keyrði ég yfir líkamann á henni með bílnum mínum. Ég gjörsamlega smurði hana við götuna líkt og húsmóðir smyr smjöri á brauð.

Ég gerði það ekki viljandi þó ég vissulega hati fugla heldur reiknaði ég með að hún myndi færa sig, líkt og þær gera nú venjulega. Akkúrat þegar hægra framdekkið rúllaði yfir dúfnagreyjið var einmitt að skiptast um lag í Spotify í bílnum og því var dauðaþögn sem gerði mér kleift að heyra hvert einasta bein í líkamanum hennar brotna.
Ég stöðvaði nú bílinn líkt og herramaður gerir þegar hann keyrir YFIR dýr eða menn og ég sver það að ég hélt að ég væri að horfa á málverk í götunni frekar en að þessi fugl hafi verið í þrívídd nokkrum sekúndum áður.

Þar sem hjartahnoð hefði litlu bjargað að þá skellti ég mér beint aftur af stað.

Járnbekkurinn í Leifstöð var ekki hættur að láta finna fyrir sér og ég svaf óheyrilega illa allar næturnar þarna úti. Ég var því vel þreyttur á leiðinni til Köben en af nýlegri reynslu þá mundi ég að það er nú ekkert sem að þriggja tíma öskur getur ekki lagað. Ég hækkaði vel í Spotify og gargaði með.

Þegar ég var búinn að skila af mér bílaleigubílnum rölti ég inn í Terminal 3 á Kastrup flugvelli.
Ég get svo svarið það að hver einasti maður sem starfar þar inni er með hundakúk á milli eyrnanna og það býr við svo mikla fáfræði að það er hreinlega glæpur.
Ég byrjaði á því að líta á skjáinn sem segir manni frá flugum dagsins. Sem sagt hvaða flug eru á planinu fyrir daginn, ekki flugur dagsins. “Fluga dagsins í dag er HÚSAFLUGA! Verið velkomin í Terminal 3.” Það reyndar hefði alveg meikað sens miðað við liðið sem var að vinna þarna.
Jæja, ég lít á skjáinn og þar er listi með yfir 100 flugum. Aftur, 100 plönuðum flugferðum, ekki 100 flugutegundum. Ég get ekki ítrekað þetta nægilega oft.

Öll þessi flug eru með upplýsingar um hvaða Terminal og Gate farþegar skulu ganga til fyrir innritun. Nema flug WW 903 með WOW air til Reykjavíkur. Þetta er að sjálfsögðu allt skrifað í skýjin en jújú, það var mitt flug.

Eftir hálftíma bið við skjáinn, þar sem ég vonaði nú að upplýsingarnar hlytu að detta inn hvað á hverju, ákvað ég að spyrja dömuna sem stóð við hliðina á mér og beinti gestum hvert þeir skyldu fara. Ég spyr hana út í mitt tiltekna flug og minnist á að nú séu minna en tveir tímar í brottför, hvort ekki teldist eðlilegt að upplýsingar fyrir check-in færu að birtast.

Hún opnaði munninn og byrjaði að svara mér en það kom strax í ljós að hér var um heiladauða konu að ræða og hún sagðist ekki hafa neinar upplýsingar um þetta flug því það væri checkað inn í það í Terminal 2. Ég sagðist vita það og ítrekaði spurninguna mína. “Væri ekki eðlilegt að tveimur tímum fyrir brottför að það væru komnar upplýsingar um hvar check-in væri óháð því hvaða Terminali það ætti að eiga sér stað í?”
Hún minnti mig á það að hún starfaði í Terminal 3 en ekki 2.
Ég óskaði henni þá til hamingju með að vera búin að halda starfinu sínu í ákveðin tíma og tjáði henni að það hlyti að teljast kraftaverk hjá manneskju sem ekki væri með virka heilastarfsemi.

Ég rölti þá yfir í Terminal 3 og keyrði töskuvagninn minn á undan mér. Ég var ekki búinn að vera lengi á göngu þegar hópur af asíubúum sem hafði gengið á undan mér skyndilega ákvað að stöðva för sína til að bera saman bækur. Ég illa sofinn og almennt óánægður með daginn, áttaði mig ekki á þessu og stöðvaði því ekki vagninn minn og keyrði inn í hópinn af litlu asísku fjölskyldunni sem voru ekki nema tólf talsins.
Ég var í engu stuði fyrir það ástand sem nú hafði skapast og á meðan ég var ennþá með heyrnatólin í eyrunum hvæsti ég útundan mér “Eruði öll þroskaheft?” á okkar ylhýra og hélt áfram.

Loksins komst ég að Check-in borði WOW air sem á þessum tímapunkti var enn ekki búið að auglýsa á skjám flugvallarins. Enda almennt óþarfi að vera að láta fólk vita hvert það á að fara.
Konan sem afgreiddi mig var dönsk og vel komin á sextugsaldurinn. Hún var ferlega viðkunnaleg og afgreiddi mig með stæl. “Fyrsta manneskjan sem ég tala við í dag sem er ekki heiladauð” hugsaði ég og glotti út í annað. En Adam var ekki lengi í Paradís og fljótlega teygði hún sig í töskuna mína til að setja á hana merkimiða og þá kom í ljós þessi gasalega fína óléttubumba. Jú, vertu 55 ára og ólétt. Gjörsamlega heiladauð.

Ég gekk í burtu hristandi hausinn og stefndi beint í security check því það er jú skylda á flugvöllum. Hvergi í heiminum finnur maður fyrir jafn miklu vantrausti og á flugvöllum.
En jæja, þegar röðin fer að koma að mér þá fer ég að hugsa hvað ég sé með í handfarangurs-töskunni. Þá mundi ég það að ég hafði sett restina af öllu flutningsdótinu mínu í þá tösku en þar má nefna 4 metra langan kaðal og tvær límbandsrúllur og poka fullan af benslum.
Ég yppti öxlum og hugsaði að þetta myndi nú reddast.

Þegar taskan mín er búin að fara í gegnum röntgenvélina var hún að sjálfsögðu tekin til hliðar og ég beðin um að fylgja á eftir. Öryggisvörðurinn sem ungur karlmaður með engan sjáanlegan hárvöxt á bringunni í gegnum næfurþunna hvítaskyrtuna bað mig um leyfi til að opna töskuna og ég kinkaði kolli.
Hann tók upp tvær rúllur af rape-tape-i og fjögurra metra kaðalinn góða og síðast en ekki síst, pokann af benslunum.

bensli
Þetta eru bensli. Fólk sem er ekki iðnaðarmenn veit ekki hvað bensli er og þess vegna er hér mynd af benslum.

Hann spurði mig hver tilgangurinn með væri með því að hafa þessa hluti með mér í millilandaflugi. Ég tjáði honum það að ég hefði verið að tæma íbúðina mína og hefði nú bara hent restinni af draslinu mínu í þessa tösku. Sökum gífurlegrar þreytu að þá reis hvíldarpúlsinn minn ekki um tommu og ég var arfaslakur á meðan ég var yfirheyrður líkt og hryðjuverkamaður. Eftir að hann las mér pistilinn tók hann þessa hluti til hliðar og á meðan hann horfði á mig reyndi hann að ýta þeim ofan í fötu við endan á borðinu. Hann taldi það hafa heppnast og fór að sinna næsta farþega.
Þar sem ég borgaði um 2200 krónur fyrir þessa hluti í Bauhaus og í tilefni þess að ég rek enga góðgerðastarfsemi fyrir flugvallastarfsmenn þá teygði ég mig í dótið mitt og setti það aftur í töskuna.
Ég get ekki verið að gefa mönnum út í bæ allskonar hluti sem nýtast fyrir flutninga tja eða flugrán.

Þessu flugi seinkaði nú einungis um klukkutíma og ég skellti mér á Joe & the Juice og fékk mér Spicy Tuna og Power shake, líkt og alþjóðlegir viðskiptamenn gera af og til. Síðhærði tattúveraði unglingurinn rétti mér shake-inn minn og ég fékk mér sopa og rétti honum hann fljótt til baka, sagði honum það að þetta væri heitt og hann ætti að setja klaka í þetta. Ég var frekar pirraður við hann og jafnvel kannski nokkuð ósanngjarn því það eru jú seldar tvær vörur þarna hjá honum, samlokur OG djús, og það er auðvitað ekki nokkur leið fyrir hann að geta gert bæði rétt. Reyndar var síðan samlokan brennd en það er nú önnur saga.

Loksins fer ég út í vél og líkt og ófríski ellilífeyrisþeginn hafði tjáð mér, fékk ég sæti við neyðarútgang sökum hæðar minnar, en þessi sæti hafa einmitt auka fótapláss. Það sem hún gleymdi hins vegar að minnast á var að þessum sætum er ekki hægt að halla aftur líkt og öllum öðrum sætum vélarinnar.
Það vita það ekki margir en allar flugvélar eru framleiddar af kommúnistum og það má engum vera launað með bæði auka fótaplássi OG afturhallanlegu sæti sem hægt er að halla um 7 sentimetra en er þó STRANGLEGA BANNAÐ að halla í flugtaki og lendingu, svona svo fólk hafi það nú ekki of náðugt.

Þegar fólkið er að týnast inn í vélina þá stígur flugfreyjan úr gangveginum og inn í mína sætaröð til að farþegar komist framhjá henni. Eitthvað hafði stúlkan gleymt því að það væri farþegi fyrir aftan hana og ákvað hún að henda í eitt rosalegt þynnkuprump beint í andlitið á your’s truly.
Ég ræskti mig líkt og herramenn gera við þær aðstæður og leit hún þá við og byrjaði umsvifalaust að skammast sín.
Ekki nóg með það heldur gleymdi hún að biðja mig um að fara í belti og við skulum nú bara þakka fyrir það að við lentum ekki í flugslysi því þá hefði svo sannarlega geta farið illa fyrir mér.

En talandi um flugslys, hún kom þó til mín og sýndi mér hvernig opna skal neyðarútganginn en sagði mér það að ég yrði að fara aftur í skóna mína, sem ég hafði nú þegar sparkað af mér.
“Það er mjög mikilvægt að sá sem opnar neyðarútganginn sé í skóm.”
Ég spurði hana hvort að hún væri nokkuð hálfviti því það að ég væri í skóm á þessum tímapunkti væri álíka mikilvægt og að upphálds dýr flugstjórans væri ánamaðkur.

Loksins lendum við á Íslandi og þá tók ég flugrútuna heim. Flugrúta hljómar töluvert meira spennandi en hún er í raun og veru. Hún er bara mjög venjuleg rúta sem skutlar manni í og úr flugi en er full af asíbúum sem taka myndir af álverinu í Straumsvík með iPhone 4.
Við hliðiná mér settist 61 árs gamall fæðingarhálfviti sem vakti mig af langþráðum blundi til þess að ná í BELTIÐ hans sem ég sat ofaná. Hann fór í belti í rútu.
Reyndar skal taka það fram að rútubílstjórinn var kona og því líklega ekki svo heimskulegt að spenna sig.

Þegar við keyrðum í gegnum hringtorgið við Kaplakrika keyrði hún síðan uppá kant og var örfáum millimetrum frá því að velta rútunni og myrða um leið 60 manns.

Svo bara var ég kominn heim og eitthvað.

Leave a Reply