Hvernig á að vera töff í sumar?

poli.jpegEftir síðasta pistil hef ég tekið eftir því að fólk í kringum mig er byrjað að drullast í stand. I like that.
En að vera í góðu formi er ekki nóg. Menn þurfa að vera með töluvert mikið á hreinu til að líta ekki út eins og a total shitbag.
Ég hef lengi vel verið þekktur sem svokallaður reynslu – bloggari, þar sem ég fjalla um daginn og veginn og aumingja í fréttunum. Núna er ég kominn í lífsstílsbloggið og tískubloggið því það er gjörsamlega ekki neitt sem ég get ekki gert. Ég tek það þó fram að þessi ráð eru fyrir karlmenn eingöngu (nema ráð 3 og 7).

Þessir hlutir varða útlit og hegðun þeirra sem vilja skara fram úr.

  1. Pólubolirnir eru mættir aftur

Já þið heyrðuð rétt. Þeir voru að lenda með comeback og þú ert ekki að fara að gera neitt í því annað en að drulla þér út í búð og kaupa þér nokkur stykki. Það eru tveir dagar síðan ég byrjaði að láta vini og vandamenn vita svo þeir gætu verið á undan sótsvörtum almúganum. Margir hafa reynt að hata pólóbolinn og kallað hann asnalegan og jafnvel ljótan. Here’s a newsflash gang, hann er the real MVP of bolir. Ef þér finnst pólóbolur ljótur þá ertu pottþétt yfir 20% fita og þá fer hann þér ekki jafn vel og hettupeysa, viðurkenni það. En það þarf líka að hafa í huga að ef þú ert með upphandleggi sem eru grennri en limurinn á þér þá ertu líklega ekki að fara að standa þig eins og hetja í Póló-inum.
En ef þú ert með fína handleggi en ert samt offitusjúklingur þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, þú færð þér bara pólóbol í regular fit. Reyndar mæli ég með að allir yfir 16% fita fari ekki í slim fit. Ég svindlaði þó á þessu, ég keypti mér 3 pólóboli (3 fyrir 2 í Dressman (Dressmann, þið heyrið bara í mér fyrir þetta plögg)) og ég fékk mér 2 venjulega og einn slim. Ég nenni ekki að halda bumbunni inni 3 daga í viku.
Nú þegar það er farið að vera ólýsanlega heitt úti, þá er ekki í boði að vera í síðerma skyrtum og svitna eins shitbag. Og hvað á maður þá að gera? Fara í venjulegan bol eins og fermingarbarn? Held ekki, drullaðu þér í Pólóbol!
Það er það sem ég kalla “Summer casual-business-style”

Hver hefur ekki lent í því að lenda í Bandaríkjunum og fá spurninguna “Business or Pleasure?” Þá þarftu alltaf að velja annað hvort.
Ef þú sparkar upp tollhliðinu íklæddur pólóbol þá segir tollarinn við þig “You are clearly here for BOTH Business AND Pleasure You Handosome Son of Bitch”

Ps.
I can’t stress this enough. Ef þú ert ekki að fara að pólóbola þig í gang, þá áttu ekki séns. Það er fátt hallærislegra en að koma inn í seinni bylgjunni í tískusenunni og þykjast hafa verið með frá byrjun.

  1. Segðu “shitbag”

Ef ég heyri einhvern gæja kalla annan mann “gamla” eða “gjemla” aftur, þá nenni ég ekki að anda lengur.
Þeir sem eru the real deal í dag segja bara “shitbag”. Ekki samt kalla konur shitbags, þær eru ekki tilbúnar, ég prófaði það í gær.

  1. Djammaðu með sólgleraugu

Nú er mitt sumar og það er sól allan daginn. Þegar maður stígur út úr The Club um helgar er ennþá bjart úti um miðja nótt og þá er ömurlegt að fá ofbirtu í augun og deyja. Vertu með sólgleraugu og þá virkaru a bad böy. Ef ALLIR fylgja þessu ráði, þá er bara eins og það sé dimmt úti og þá myndast mikill stemmari.

  1. Skegg ernúna aftur bara handa hóbós

Skegg hafa lengi þótt mjög kúl og mjög manly. Og vissulega eru þau manly. En síðan ég rakaði mitt þá hef ég séð það að ég er drullusætur og ég er að fíla það. Eins og Frikki Dór. Hann var reyndar glaðasti hundur í heimi og var að fíla það en eg var að raka skeggið mitt og var að fíla það. Talandi um Frikka Dór, hann var í hádegispartýji um daginn og hann var bara ógeðslega hress? Hann var sennilega að gera það fyrir hana.
En já skegg er ekki lengur mjög kúl og ég mæli með að menn fái sé venjuleg andlit ef menn ætla að vera MVP í sumar.

     5.Man-bun er MJÖG out

The man-bun (hér eftir kallað MB) er the tramp stamp for guys. Þeir sem eru ennþá með MB eru skólp sem rennur um götur samfélagsins sem við lifum í og erfitt er að bera virðingu fyrir slíkum mönnum. Hingað til eru það menn undir þrítugsaldri sem mest standa í þessu en ef menn eru komnir röngu megin við þrítugt og eru enn að rokka MB þá bið ég Guð að vera með þeim.
Ég ætlaði einu sinni að safna í MB og  gaf því 4 mánuði en þá mundi ég að ég er 117kg og er ekki aumingi sem er að deyja úr næringarskorti og elskar að fá sér í vörina.

  1. Fuccbois er búnir

Ef þú ert á milli 55-79 kg og átt peysu sem nær niður fyrir rass eða notar vape þá ertu fuccboi. Ég tek það á mig fyrir restina af þjóðfélaginu og tilkynni hér með að við erum búin að fá nóg af ykkur. Þið áttuð gott run og ég meira að segja keypti mér eina síða peysu til að styðja ykkur. En nú eruð þið að fara að stimpla ykkur út og DRULLAST í pólóbolinn og farið að axla ábyrgð á lífinu ykkar. Mamma ykkar hatar ykkur því þið eruð alltaf í Fifa og að taka í vörina og svo eruð þið alltaf að vape-a inni í húsinu. Hún talar illa um ykkur við vinkonur sínar og þið eruð fyrir kvennmenn það sem stelpur í snípsíðu pilsi eru fyrir karlmenn… Helvítis ósómi og öllum finnst þið viðbjóður nema á milli 4 og 5 á föstudags og laugardaskvöldum en þann tíma kalla ég “lost and found” og það er þá sem ónytjungar eins og þið, parið ykkur saman við eina í snípsíðu-pilsi eins og lífið sé eitthvað helvítis samstæðuspil.
Ég ætla samt að nota síðu peysuna mína aðeins lengur því ég er bara með 3 peysur á landinu. Ég er undantekning, þið hinir hafið ekki fengið nein leyfi.

  1. Gin og Tonic er núna bara fyrir gamalt fólk

Gamalt fólk tók af okkur G&T eins og Rússland tók Krímskagann frá Úkraínu… Hrifsuðu það frá okkur og sögðu okkur að halda kjafti. Gamalt fólk er fyrrverandi ungt fólk sem þráir ekkert meira en að vera hluti af okkur. Þau eru byrjuð að mæta á skemmtistaði sem voru smíðaðir handa ungu fólki og byrjuð að panta drykki sem við elskum.
Við ætlum ekki að láta þessa hauga af hrukkum hafa betur og við ætlum að taka það sem þau elska. Já krakkar, Baileys var að detta inn!
Baileys hefur lengi vel engöngu verið fáanlegt á elliheimilum og líkhúsum en er núna komið í sölu fyrir ungt og töff fólk. Ég mæli með að fólk sé að sulla í sig gamla góð Baileys við öll tækifæri og við leyfum ellilífeyrisþegum að eiga ginið. Gangi þeim vel að kaupa flöskuna á 8000 kall með ellilífeyrinum segi ég nú bara.

  1. Möllet er á leiðinni

Ég ætlaði í alvörunni ekki að droppa þessu strax en ég elska my fans og get ekki haldið þessu frá ykkur. Menn hafa mikið verið að spurja mig hvort við megum eiga von á mölletinu eitthvað á næstunni og jebb, það fer að koma. Ég læt ykkur vita með nákvæma dagsetningu síðar en ég mæli með fyrir þá sem ætla að vera með frá byrjun að byrja að safna núna og svo læt ég vita þegar við styttum að framan og höldum partýinu gangandi að aftan. Endilega like-ið síðuna mína á FB því þar droppa ég dagsetningunni þegar við erum…

GOING BACK IN TIME!

 

Leave a Reply