8 hlutir sem ég mæli ekki með

red.jpegÞegar við pælum í því, þá langar mig alltaf í eitthvað af hlutum. Suma hluti langar mig mjög mikið í og suma langar mig ekki neitt í. Ég gerði í gamla daga blogg um slíka hluti en ég ætla að gera það aftur núna, aðalega af því að mér er drullusama um reglur.
En fyrst langar mig að tala um hluti/atvik sem mig langar lítið eða ekkert í.

8 hlutir sem ég vil ekkert

Misstíga mig á leiðinni niður fjall

Það hafa allir lent í því að misstíga sig. Ef þú hefur ekki misstigið þig þá ertu annað hvort ekki með fætur eða þá að þú ert alveg rosalega varkár. Allir vita að það er ein versta tilfinning í heimi að misstíga sig. Hún er svo vond að umsvifalaust hugsar maður um sjálfsmorð. Það er sannað með vísindum í einum bækling sem ég las einu sinni. En ef þú misstígur þig á leið niður fjall þá byrjaru að rúlla heavy mikið niður brekku og munt á endanum deyja harkalegum dauðdaga. Einnig ef þú ert staddur með vinum og vandamönnum munu þau hlægja að þér á meðan þú “going thru hell and back”, eins og þeir segja.

Að borða óvart baneitraðan eiturlyfja hund

Stundum fer maður í matarboð eða veislur hjá fólki sem býður manni í matarboð eða veislur. Þá er yfirleitt allskonar í boði. Tala nú ekki um ef það er t.d. í skírnarveislu eða brúðkaupi þá setur maður eiginlega allt á diskinn af því að maður er offitusjúklingur og maturinn er ókeypis. Hver þekkir ekki að smakka eitthvað nýtt og segjja “Mmmm, vá hvað þetta er gott, hvað er þetta?” eða “Sweet Baby Jesus hvað þetta er viðbjóður, hvað er þetta?” Þá væri nú ekki gott ef Solla frænka myndi labba upp að þér og segja “Já þetta er baneitraður dáinn eiturlyfjahundur í karrí og sódavatn, ég var að prófa nýja uppskrift”.

Að fá niðurgang í fallhífarstökki

Flesta dreymir um að fara í fallhífarstökk og flestir fá niðurgang. Sem þýðir að það séu 85% líkur á því þegar ég fer í fallhífarstökk að þá fái ég niðurgang á sama tíma. Þegar maður fer í sitt fyrsta fallhífarstökk þá fær maður svona kennara sem maður límir á bakið á sér því að ef eitthvað fer úrskeiðis þá er gott að það deyja tveir í staðinn fyrir einn. Þannig að það yrði auðvitað ömurleg aðstaða að niðurganga á kennarann en ekki nóg með það, þegar við lendum þá kemur allur niðurgangurinn aðeins seinna og lendir ofan á mér og kennaranum. Og lengi getur vont versnað, því ef fallhífinn opnast ekki og ég og kennarinn hröpum til dauða þá lendir einmitt niðurgangurinn á líkunum okkar og svo segir löggan við mömmu:
“Er þetta sonur þinn?”
Mamma: “Þessi sem er allur útí niðurgangnum? Jebb það er hann”
Og það er bara ekki þannig sem ég hafði hugsað mér að yfirgefa þennan heim.

Eignast barn sem verður hryðjuverkamaður

Mjög mikið að fólki eignast börn og allir elska börnin sín. Nema stundum samt. Og svo eru til mjög mikið að hryðjuverkamönnum, reyndar er hryðjuverkamaður að verða eitt vinsælasta starfið í Evrópu í dag.
En það hata samt allir hryðjuverkamenn og því er ömurleg tilfinning þegar barnið manns verður hryðjuverkamaður. Sérstaklega ef maður býr í litlum bæ. Þá er alltaf svo vandræðarlegt að fara á kaffihús og svona ef barnið manns er nýbúið að sprengja sig í loft upp í Bónus vikunni áður. Fólk byrjar að hvísla og benda og kennir manni um að það dóu fullt af fólki og maður verður hálf leiður. Þess vegna ítreka ég alltaf vel fyrir vinum mínum sem eru í barneignabransanum að þau verða að passa sig á uppeldinu. Því barnauppeldi er nefnilega tvíeggja sverð. Annað hvort getur maður alið upp venjulegan krakka sem fer að vinna í sundlaug eða verslun, eða hann verður hryðjuverkamaður. Ég biðst afsökunnar á aða hafa sagt “hann” því auðvitað geta stelpur líka verið hryðjuverkamenn.

Að mega bara vera í fermingarkufli á æfingu

Fermingarkufl er ljótasta flík sem hefur verið búin til að mönnum. Allir hafa farið í þannig nema eini gaurinn í bekknum sem fattaði það ungur að guð er ekki til. Það var frekar kaldhæðnislegt að daginn sem drengur verður fullorðinn er hann klæddur í kjól. Eina ástæðan fyrir að ég fyrirfór mér ekki þegar ég var í slíkum kufli var að allir í kringum mig voru einnig í honum. En segjum til dæmis að ég þyrfti alltaf að vera í svona kufli þegar ég æfi í Sporthúsinu. Strákurinn kannski að henda í gott dedd session en er í hvítum kjól. Þá yrði fólki heldur betur brugðið. Ég veit um einn gæja sem mætti svona á æfingu og vinur hans rauk í rogastans. Svo dó hann líka.

Þegar maður fer á Júdó námskeið í fyrsta skipti og maður hálsbrotnar strax og deyr.

Það ganga allir í gegnum tímabil í lífinu þar sem fólk er að reyna að finna sjálfan sig og oftar en ekki skráir fólk sig á júdónámskeið. Maður mætir með góðar væntingar og sér fram á góða og nytsamlega skemmtun í faðmi júdófólks. Þá er mjög óþæginlegt ef manni er hent í eitt gott kastbragð og maður lendir á hálsinum og hann brotnar og maður þarf að vera dauður um leið. Því þá er maður nýkominn með væntingar um að vilja vera góður í júdó en maður getur það ekki því maður er svo dauður að það er ekki fyndið.

 

Að vera í flugvél og fá niðurgang um leið og hún byrjar að hrapa

Það hafa allir lent í því að martraða sig vel í gang og dreyma eitt badshit flugslys. Til dæmis um daginn einmitt var skotin niður flugvél í Úkraínu þar sem allir farþegarnir létust.
Það sem verra væri, er að ef þú lendir í flugslysi en byrjar að niðurganga á þig um leið og þú heyrir að þið eruð a hrapa því að svo þegar flugslysaleitarmenn finna líkið þitt þá er það allt út í niðurgangi og fjölskyldan þín mun sjá þig þannig og muna bara eftir þér sem niðurgangsmanninum og um leið gleyma hvað þú heitir og hvað þú gerðir gott í lífinu. Þú gætir reyndar toppað leiðindin ef þú fengir símtal frá Arion banka á meðan þú ert að hrapa og niðurganga og þau að segja þér að fjölskyldan þín þurfi að borga 27 ára gamalt lán frá LÍN sem þú skuldar enn.

Þegar maður er á leiðinni á djammið en einhver hendir örbylgjuofn út af 7.hæð og hann lendir á bakinu á manni.

Allir elska að kíkja á gott skrall. Maður er búinn að vera að vinna í BYKO alla vikuna og svo ætlar maður að kíkja út á föstudagskvöldi með félögunum og maður er búinn að setja Fudge í hárið kominn í glænýja slim fit skyrtu og á leiðinni út í bíl með the squad. Þá er hundleiðinlegt ef það er kærustupar í blokkinni að rífast á 7.hæð og konan hendir örbylgjuofninum útum gluggann af því að hann var gjöf frá tengdó og hann lendir inn í spjaldhryggnum á manni og maður kemst ekki lengur á djammið. Yfirleitt getur vont versnað og það var alveg mjög heit mexíkósúpa inn í ofninum sem brennir mann alveg heavy mikið á bakinu því það er líka svo mikill rifinn ostur í mexíkósúpu og maður þarf seinna að fara í tattú yfir allt bakið til að vera ekki með ör og tattú er mjög dýrt og maður getur ekki fengið námslán fyrir tattúum.

Í guðana bænum farið varlega þarna úti krakkar.

red.jpeg

Leave a Reply