Til hamingju með konudaginn, Mamma!

Fyrsta orðið sem þú lærðir að segja var sennilega mamma. Mörg okkar eiga mömmu og flest okkar hafa á einhverjum tímapunkti átt mömmu. Mömmur eru gúdshit.
Um daginn var konudagurinn og ég skeit þar eins og margir aðrir og vil því nýta tækifærið hér í að vera með Late dedication to konudagurinn, tileinkað mömmu.
Ég fattaði það fyrir nokkrum árum að ég þekki ævisögu mömmu kannski ekki jafnvel og ég ætti að gera. Mamma hefur í gegnum tíðina sagt mér hetjusögur úr fortíðinni sem ég mun núna draga saman í stutta ævisögu þessa mikla kvennskörungs (ég held að það sé orð). Ég tek það fram að sums staðar lenti ég á vegg við upprifjunina og þurfti að fylla inn í eyður.

Við skulum rifja upp ævi mömmu minnar og skoða þennan mikla kvennkost í þaula.

Mamma heitir Íris Jónsdóttir og er fædd í Vík í Mýrdal. Hún er ein af 7 systkinum (held ég, nenni ekki að googla) og hún er sirkaabát í miðjunni hvað aldur varðar, ekki ólíkt mér. Sem barn var Íris mjög óþekk og kveikti marga sinuelda í nágrenni við heimili sitt og byrjaði einnig ung að vasast í alls kyns verkefnum sem börnum er ekki ætlað. Hún var einungis 9 ára þegar hún var orðin keðjureykingamaður og þrem árum seinna hóf hún sitt fyrsta ástarsamband. Við Bakkus. Hún átti og á enn systur sem var og er árinu eldri en Íris og sem hét og heitir enn Rut. Þrátt fyrir að vera samtals (sirka) 7 systkinin, þá mynduðu þær tvær eldfimt teymi og eru í dag með tattoo af hvor annarri yfir allt bakið. Þær talast enn mikið við í dag en þó nánast eingöngu símleiðis og aldrei nema undir áhrifum áfengis.
Mamma vann á daginn sem mjólkurpóstur í þorpinu og dróg þannig björg í bú og hjálpaði við heimilisstörfin milli þess sem hún stalst út í sígó og skrópaði í skólann.

Fljótlega eftir kynþroskaaldurinn (20 ára) flutti hún í borgina og enn þann dag í dag er óljóst hvað hún gerði á þeim tíma. Þá flutti hún fljótt til Svíþjóðar og Rut fylgdi með. Þar störfuðu þær stöllur sem gengilbeinur á vinsælasta kaffihúsinu í Gautaborg. Þær fengu illa borgað og eyddu mestum peningunum í áfengi og spaghetti. Eftir ár í Svíþjóð kom mamma heim og hóf störf hjá TVG Zimsen sem ritari og þar notaðist hún mikið við sendiboðstæki sem á þeim tíma var mikil bylting í samskiptum viðskiptamanna og kallaðist fax. Ef ég ætti krónu fyrir hverja fax-söguna sem mamma hefur sagt mér að þá væri ég líklega ekki að hita hafragrautinn minn í kaffivél í dag, það get ég nú sagt ykkur.
Á sama tíma byrjaði hún að umgangast drykkfeldan eldri mann sem hún síðan eignaðist sitt fyrsta barn með. Sambandið var stormasamt og endaði eftir 2-4 ár samkvæmt mínum heimildum. Þegar maðurinn kom einn daginn til að ná í föggur sínar úr íbúð móður minnar, til að endanlega ljúka sambandinu, þá endaði það ekki betur en svo að þau tóku eitt fullorðins faðmlag og 9 mánuðum síðar var yours truly til.

Mamma hefur allt sagt mér að maður læri af mistökunum sínum og ég sé það þannig að hún eigi við að hún læri mikið af mér og því tek ég ávallt sem miklu hrósi.

Ég er að fatta það núna að ég er að fara frekar hægt yfir ævina og ætla því að spóla áfram um 8 ár. Í millitíðinni hóf hún þó ástasamband með öðrum manni og flutti vestur í heim með honum en kom þó til baka nokkrum árum seinna, með tvær töskur í handfarangri og eitt barn í viðbót.

Eftir stutt stopp á suðurnesjum, eftir Ameríkudrauminn fluttist mamma aftur í borgina keypti sér íbúð í rónastrætum 105 Reykjavíkur.
Mamma byrjaði fljótt að vinna í stýrimannaskólanum til að framfleyta þremur börnum sínum. Þar kynntist hún ungum graðfola að norðan sem hét sjaldgæfu og fornu íslensku nafni sem varla bregður fyrir enn þann dag í dag nema fólk reki upp undur og stórmerki, Guðmundur. Fyrir unga sveitastúlku sem hana þá var erfitt að standast harðmæltan talsmáta drengsins og hann átti einnig sinn eigin bíl. Mamma spurði drenginn fljótt hvers kyns áhugamál honum væru efst í huga og hann stóð ekki lengi á svörum.
“Snjósleði og bílar”
-” Ó vá”, svaraði mamma full af losta.
Fljótlega var mamma rekin úr starfi sínu í Stýrimannaskólanum þar sem ekki var leyfilegt að eiga í sambandi við nemendur skólans. Hún sér ekki eftir að hafa veðjað á þennan unga fola því enn í dag eru þau saman og hafa verið gift í 8-15 ár. (Ég verð að byrja að hlusta meira þegar mamma talar við mig).

Einn daginn þegar ég var að vakna og gera mig kláran í að klára þriðju og síðustu önn 2.bekkjar braust mamma inn í sameiginlegt herbergi míns og Rannveigar eldri systur og sagðist vera með miklar gleðifréttir.
“Við ætlum að flytja á Patreksfjörð!”
Því stundum eru góðu hugmyndirnar bara beint fyrir framan nefið á manni.
Eigandi 11 ár í að verða sjálfráða hafði ég lítið um málið að segja og byrjaði að pakka niður í tösku.
Um sumarið fluttum við á Vestfjarðarkjálkann og hófum nýtt líf í sveitinni. Mamma fékk draumastarfið sitt í skipaafgreiðslunni þar sem hún gat unnið fyrir salti í grautinn handa matvönum börnum sínum sem gerðu sífellt meiri kröfur um betri lífsskilyrði.
Það tók mömmu um 350 daga að átti sig á því að Patreksfjörður var aldrei svarið við hennar spurningum og fljótlega sparkaði hún upp hurðinni á sér-herberginu mínu þar sem ég safnaði Pringles-baukum af miklum eldmóði.
“Pack your shit son, we go again!” æpti hún yfir 3. bekkingin sem stóð með puttann á lofti og taldi Pringlesbaukana sem staflað hafði verið í píramída á gólfinu og taldi 27 samtals.
“Gleymdu hugmyndinni taka þessa snakk bauka með þér til Húsavíkur, ég er nefnilega komin með vinnu í sjoppu þar í bæ!”

Húsavík reyndist lengri stoppustöð en við börnin höfðum átt að venjast og endaði í 8 árum. Ég man lítið eftir Kristínu litlu systur fram að þessu enda er ég nokkuð viss um að hún hafi verið í dái þessi ár. Ég og Rannveig systir slógumst mikið á meðan mamma var í vinnu og Gummi var sjómaður, skiljanlega var því fjarvera forráðamanna mikil og myndi flokkast í dag sem vanræksla. Ofan á það eignuðust mamma og Gummi einn son í viðbót, Kára, sem er einmitt bróðir minn, gaman að segja frá því.

Mamma býr í dag í Vestmannaeyjum með manni sínum Guðmundi og yngsta barni ásamt 5 köttum. Hún er formaður slysavarnarfélags Eykindils og á orðið eitt barnabarn og 2 barnakisur (sem ég færði henni).
Hún ætti að reykja fyrir um 15 árum en flaskan á ennþá langt í land með að snerta hilluna. Hún er vinamörg og alltaf glaðlynd og alveg sama hvað þá bjátar að þá er glasið alltaf hálf fullt, bæði sem orðatiltæki og í orðsins fyllstu merkingu.

Við skulum skoða nokkrar myndir úr fortíðinni. Reyndar eru allar myndir úr fortíðinni

12874243_10153490216638683_1244792130_o
Hér er ég að gera fíflalæti og er íklæddur stuttermabol með áfastri hettu sem mamma keypti handa mér í Hagkaup 499 kr. Í bakgrunni er mamma með tvöfaldan vodka í Sprite.
2176_1055012346486_5270_n
Hér er mamma stödd í Viðey ásam Kristínu systur sem var nývöknuð úr áralöngu dái og því er hárið hennar enn úfið. Agnar sonur Rutar er þarna á myndinni en mamma hugsaði um hann á meðan Rut var í áfengismeðferð á Vogi. Bolinn, sem mamma klæðist þarna, hannaði ég í myndment í 1.bekk.
12722363_10153490198783683_1965678071_o.jpg
Hér erum við öll fjölskyldan á fermingardegi Rannveigar. Við erum öll í fötum keyptum í Hagkaup nema Gummi, hann er í alvöru fötum.

 

21662_10151566496003683_114320592_n
Hér eru Rut, mamma og Gummi samankomin á Þjóðhátíð blindfull og alsæl. Þess má geta að Rut notar Brazilian Tan og mamma klippti sig sjálf.
10696454_10204428523427250_1315931915382610164_n
Í gegnum tíðina hafa komið tímar þar sem erfitt hefur reynst að láta enda ná saman en aldrei hefur mamma brugðist okkur og ávallt er hún tilbúin til að gera það sem gera þarf.

Takk fyrir allt mamma og sorry að ég þorði ekki að kaupa áfengistollinn í fríhöfninni þegar ég var 17.ára. Ég lofa að kaupa hann handa þér næst þegar ég kem í heimsókn.
Þú ert besta mamma í heimi.

1964854_10202626924748409_1193276504_n

Til hamingju með konudaginn.

Kv. Your best mistake

Leave a Reply