Og af hverju er ég svona feitur aumingi? PART 2

“Hvað var aftur það helsta sem fólk er að fá úr avókadó?”

“Fita”

“ERTU MEÐ FITUFORDÓMA!?”

Þetta er spurning sem ég fékk frá Sigga vini mínum í dag. Þetta dæmi tók hann til að lýsa því hvernig fólk brást við síðasta pistli og eins og svo oft áður að þá hitti hann naglann á höfuðið.

Í dag ætla ég að halda áfram með heilsu/fitu umræðuna frá því í síðustu viku.
Viðbrögðin við síðasta pistli voru frábær. Ég fékk yfir 30 pósta frá fólki sem ég þekki ekki sem hrósaði mér fyrir góða lesningu og voru mér sammála. Yfir 20 þeirra voru frá fyrrverandi feitabollum sem höfðu áttað sig á sínu vandamáli, axlað ábyrgð og tekið sig á og njóta afrakstursins í dag. Þeir sem voru mér ósammála skrifuðu það eingöngu í comment við pistlinum þar sem honum var póstað hverju sinni. Ég screenshottaði nokkur þeirra og ætla að búa mér til bók úr því, kannski ég deili þeim í pistli hér seinna.

En já það voru sem sé nokkrir sem voru mér ósammála, sem er eðlilegt. En í dag deildi Pressan.is pistlinum mínum (eðlilega, enda stórgóður pistilll) og fékk hann ágætis viðtökur. Mig langar að ræða commentin sem þar eru. Ég hef skriðtæklað fólk úr kommentakerfunum áður en þá  voru það einungis karlmenn sem ég tók fyrir. Þar sem nú verða það mestmegnis kvenmenn sem ég tek fyrir, þá finnst mér nauðsynlegt að tilkynna ykkur það hér fyrirfram svo að þið sem viljið hafa allt “pólitískt rétt”, getið hætt lestri hér strax svo þið rífið nú ekki af ykkur hvert einasta hár eftir lesturinn. Ég endurtek, ég er núna að gera það nákvæmlega sama og ég gerði við karlmenn fyrir nokkrum dögum og ENGIN minntist á það að ég tæki bara karla fyrir. Núna, ef að fólk virkilega vill jafnrétti, þá reikna ég með að ENGIN tali um eftirfarandi: Kvenfyrirlitningu, ójafnrétti, feðraveldið eða kvenhatur. Kapísh?

Screen Shot 2016-03-01 at 20.54.49

Fyrsta comment er frá Lenu Hákonar og henni finnst sorglegt að fermingarkjólar séu til í stórum númerum eða 14+. Tara Margrét (sem verður nánar tekin fyrir á eftir) er með pólitískt allt á hreinu og Guðrún Hulda tekur ekki í ósvipaðan streng.

Þær tvær síðarnefndu eru það helsta sem er að okkur sem tegund. Skoðum hvers vegna.
Við skulum byrja á því að skoða hvað Lena á við. Lenu finnst sorglegt að krakkar, í þessu tilfelli stelpur, séu orðnar það feitar við fermingu, að þær þurfi þetta stórar stærðir. Vandamálið fyrir henni er ekki að þær sem eru feitar finni sér kjól við hæfi, heldur það að þær eru ekki nema 14 ára gamlar en eru samt komnar í þetta stórar stærðir. En nöldrarar eins og Tara og Guðrún láta hana líta út eins og að hún vilji ekki að feitar fermingarstelpur finni sér kjól fyrir veisluna sína.
Allir sem eru með starfandi heila vissu hvað Lena meinti en nokkrir þvagheilar þarna úti eins og frænkurnar tvær misskilja hluti sem þessa viljandi og það er þeim í hag að ég sagði “viljandi” en ef þau neita að svo hafi verið og vilja meina að það hafi verið óviljandi þá verr og miður fyrir þær.
Höldum áfram.
Screen Shot 2016-03-01 at 21.05.55.png

Sindri Þór Skarphéðinsson callar bullshit á feit börn í leikskóla. Spyr hvort ekki ætti að henda þeim beint í Crossfit. Komment Sindra er nokkuð vægt og lítið við því að segja svo sem. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála þarna, því börn eru oft feit á þessum aldri í dag og það hefur oft fylgt þeim upp að kynþroska og lengur, stundum hafa þau orðið grönn síðar meir eins og okkar maður Sindri. Ég tek það þó fram að ég mæli ekki með Crossfit fyrir leikskólabörn.

Screen Shot 2016-03-01 at 21.13.02

Jæja. Nú erum við komin af TOPP 1 mesta misskilnings-comment sem ég hef séð.
Hvergi í mínum pistli tala ég um að mér þyki minna koma til feits fólks eða mér líki illa við þau eða sé með einhverskonar fitufordóma, heldur segi ég orðrétt “Mér er akkúrat alveg sama hvort þú sért með sixpack eða með bumbuna uppá borði. Þér ætti þó ekki að vera sama.”
Þegar manni er alveg sama um eitthvað, þá geturu ekki haft fordóma (fituhatur eins og hún segir) fyrir því.
Vissulega líki ég feitum börnum við hrúgu af dekkjum því feit börn minna yfirleitt á Michelin manninn og var það nokkuð augljóst grín að ég hélt, en það er auðvitað pólitískt rangt að gera grín af börnum (kem inn á það í lokin).
Tara minnist síðan á BMI stuðulinn, fyrst af öllum í umræðunni. Ég minntist aldrei á hann í pistlinum en fyrst við erum að ræða hann að þá er ég ekki hlynntur honum. Ég er samkvæmt honum Obese (“Of feitur”, fyrir ykkur sem eruð yfir fimmtugt og/eða kunnið ekki ensku) eins og sjá má hér að neðan.Screen Shot 2016-03-01 at 21.21.28.png

Ég notast aldrei við BMI stuðul enda mælir hann fólk út frá hæð og þyngd, engu öðru. Ég er töluvert vöðvaður og því er ég svona þungur. Þó ég mætti við því að rífa af mér kannski 10kg af hreinni fitu.
Jæja Tara, alveg BLÁKALT.
Þú ert mjög líklega obese eins og ég samkvæmt BMI stuðlinum en það af öðrum ástæðum. Þú ert feit. Ég veit það og þú veist það. Ég meina þetta ekki illa (EINS OG ÞÚ HELDUR), heldur er ég að segja þér hlutina eins og þeir eru. Hvers vegna segi ég það?

Screen Shot 2016-03-01 at 21.26.28
*Sumir myndu segja að það séu töflur eins og þessi að ofan sem séu vandamálið því þær setji fólk í ákveðna flokka eftir líkamsástandi. Málið er það að ef þessir flokkar væru ekki til þá gætum við ekki metið líkamsástand fólks, séð við hvaða heilsu það er og greint orsakavaldi helsu lífsstílssjúkdóma sem við glímum við, eins vel og við getum þegar við notumst við töflur séð þessar.

Af myndunum þínum af dæma á Facebook ert þú yfir 32% fita. Þetta er educated guess hjá mér og ef þú ert lægri í fituprósentu en það þá skal ég opinberlega biðja þig afsökunnar á að hafa kallað þig feita, eitthvað sem þú ert þá ekki. Tafla hér til hliðar styður mál mitt. *

Þú getur neitað þessu, kallað mig öllum illum nöfnum og kallað mig fordómafullan, en það leysir ekki þinn vanda. Þú þarft ekki frekar en aðrir feitir að vera grönn, og hvað þá fyrir mig. Eins og ég hef áður sagt, en þú kaust að misskilja, að þá er mér drullusama, en þér ætti ekki að vera það.
Hvers vegna?
Ég renndi í gegnum Facebook síðuna þína og þar sá ég töluvert af myndum, nánast of mikið, ég myndi stilla privacy settings betur, en ég komst þó ekki að því hvort þú ættir barn eða börn en að þú átt að minnsta kosti mann. Mögulega átt þú líka systkini eða maðurinn þinn á systkini, þið eigið bæði vonandi ennþá foreldra og fleiri skyldmenni. Vafalaust átt þú líka haug af vinum og vinkonum og samstarfsmönnum. Þetta er fólk sem líf þitt snertir.
Það að vera feit/ur gerir þig 67% líklegri fyrir langvarandi sjúkdómum eins og sykursýki 2, hár blóðþrýstingur, hjartasjúkdómum, hjartaáfalli, kransæðastíflu, krabbameini, beinþynningu, lifra- og nýrnasjúkdómum, ófrjósemi og fleirum ömurlegum sjúkdómum.

Sko.
Fólki finnst rosalega frábært að segjast vera stolt af því hvernig þau líta út og það er alveg frábært. Að fólk sé með góða sjálfsímynd og sé sátt við það hvernig það líti út og það ætti ekki að skammast sín á neinn hátt fyrir útlit sitt. Við erum vonandi flest sammála um það.
En! Hvað með allt þetta sem ég nefndi? Hvað ef þú, feitur einstaklingur færð einhvern af þessum sjúkdómum og deyrð fyrir aldur fram? Hvað um alla sem líf þitt snertir?

Tökum örlítið dæmi. Ef ég segist ætla að fremja sjálfsmorð. Þá er hægt að líta á það úr tveimur áttum. Þetta er mitt líf og ég ræð hvort ég endi það. Svo aftur á mót, ég er hluti af lífi svo marga í kringum mig, að ef ég fremdi sjálfsmorð, myndi það hafa mikil áhrif á fólkið í kringum mig sem mér þykir vænt um, alveg út ævina hjá þeim.
Það að deyja úr offitu hefur sömu áhrif.
Offita, og sjúkdómar henni tengdir, eru helsti dauðvaldur á vesturlöndum!
Og það er alveg sama hvort okkur finnist flott eða ljótt að vera feit, hvort þú sért sátt/ur við að vera feit/ur, hvort okkur finnist það vandamál eða ekki. Það ER heilsufarslegt vandamál.
Og ef að þú Tara, eða einhver annar, þjáist af líkamlegum kvilla sem veldur offitu þá er það þeim mun mikilvægara að þú fáir lausn í þín mál og horfist í augu við vandamálið.

Og síðast en ekki síst, ef að einhver þarna úti er ennþá ósammála mér með þetta allt saman tökum þá lítið dæmi hér í lokin.
Segjum að þú sért 35% fita og ert mjög sátt/ur við þitt útlit og jafnvel stolt/ur af því. Gefum okkur það síðan að ég sé blái andinn úr Aladdin og ég býð þér, no strings attached, að þú komist í kjörþyngd einungis með því að smella fingri, hvað gerirðu?
Það myndu allir segja já. Það er málið. Ef þú ert feit/ur og sátt/ur við það, þá er það einungis vegna þess að þú sættir þig við það en ekki af því að þig langaði að vera það.

Í einni setningu: Það að vera feit/ur hefur fyrir mér ekkert að gera með útlit. Heldur er það hættulegt og gæti dregið þig til dauða.

Sumar manneskjur er rasistar (kynþáttahatarar) og finnst það neikvætt þegar talað er um manneskjur með brúnan húðlit og það er þeirra túlkun en fyrir mér er það ekkert óeðlilegra en þegar ég tala um sjálfan mig sem hvítan. Þeir sem túlka það á neikvæðan hátt – þeir eru haldnir fordómum. Það er þeirra vandamál en ekki mitt. Og þegar ég tala um að einhver manneskja sé feit þá túlka ég það ekki á neikvæðan hátt heldur túlka ég það sem núverandi líkamlegt ástand viðkomandi og þá hvorki á neikvæðan né jákvæðan hátt.
En læknavísindin túlka of mikla fitu, neikvæðan orsakavald einstaklings sem hana hefur, alveg sama hvað mér eða þér finnst um málið.
Og ef þú vilt túlka þetta á neikvæðan hátt, þá eru það þínir fordómar.

PS.
Ég talaði um hér að ofan að það væri pólitískt rangt að gera grín af börnum. Yfirleitt er maður litinn hornauga ef maður gerir grín af konum, börnum, feitum, samkynhneigðum,fötluðum, svörtum, asísku fólki, dvergum eða einhverjum minnihlutahóp en það sem fólk áttar sig ekki á að það að banna grín gegn ákveðnum hópum er það sem raunverulega eru fordómar. – Þetta innskot kemur greininni sjálfri ekki við.

PS2.
Hlutir sem fólk mun reyna að nota gegn mér eftir lestur þessa pistils:

  • Ég renndi í gegnum Facebook myndir Töru og það er mögulegt invasion of privacy myndu sumir segja – Boom, þetta er opið öllum og því lítið hægt að skella skuldinni á mig. Þú skammar ekki býflugu fyrir að fljúga inn um opinn glugga.
  • Þegar ég tala um að Tara sé feit því hún sé yfir 32% fita þá er ég er að benda á hlutina EINS OG ÞEIR ERU, sannleikurinn er helvítis tík og það höndla hana ekki allir. Þetta eru ekki mínar skoðanir heldur staðreyndir (sú staða mála sem sönn staðhæfing eða fullyrðing).
  • Ég kalla fólk sem er feitt by choice aumingja vegna þess að þau eru það. Alveg eins og náungi sem mætir alltaf seint í vinnuna, hugsar ekki um börnin sín eða lemur annað fólk er aumingi.
  • Offita getur verið sjúkdómur eða afleiðing annars sjúkdóms og málið er ekki svona einfalt. – Það kemur fram hér að ofan og í síðasta pistli að ef þú ert feit/ur vegna heilsufarskvilla eða sjúkdóms að þá ættir þú að leita þér hjálpar. Ég geri mér fulla grein fyrir því að offita getur verið afleiðing meiðsla, líkamlegra- eða andlegra veikinda eða áfalls en um leið geri ég mér líka grein fyrir því að ofangreindar ástæður eru undantekningar frekar en reglan og þær eru EKKI ástæða þess að við erum feitasta þjóð í heiminum í dag.

PS3. Ég minni á að nú er komin Like-síða á Facebook þar sem ég mun hér eftir birta bloggin mín og ég hvet ykkur til að henda einu Like á hana. Hér er linkur.

Og hér er tilvalið tækifæri fyrir mig að minna á það að ég er einkaþjálfari og er einmitt að taka inn nýja kúnna í dag í fjarþjálfun 😉

Takk fyrir lesturinn.

Heimildir:
http://www.rand.org/pubs/research_briefs/RB4549.html
http://www.niddk.nih.gov/health-information/health-topics/weight-control/health_risks_being_overweight/Pages/health-risks-being-overweight.aspx

 

 

Leave a Reply