Aumingjavaktin

Það eru allir svo miklir aumingjar í dag. Reyndar hafa aumingjar tilheyrt mannkyninu frá landnámi samkvæmt síðustu rannsóknum sem ég gerði. Nema í þá daga voru aumingjarnir undantekning frá reglunni. Flestir menn voru alvöru karlmenni sem smíðuðu báta og byggðu hús. Þeir skoruðu hvern annan á hólm, börðust til dauða og veiddu sér og fjölskyldu sinni til matar. Konurnar létu sitt ekki eftir liggja og sinntu allra erfiðasta starfinu, þær voru heima og pössuðu börnin.
(Sem var drullu erfitt því þá áttu allir að lágmarki 7 börn. Þaðan er það komið að “vera móðir sé erfiðasta starf í heimi”, ekki eins og í dag þegar konur eignast í mesta lagi 4 börn á 12 ára tímabili. Það er ÓGEÐSLEGA létt að vera heimavinnandi móðir í dag. Sennilega er það léttasta starf í heiminum í dag.)

En ég ætlaði ekki að tala um það í allan dag…

Inn á milli leyndust aumingjar. Bæði í hópi karla og kvenna. Hjá körlunum hét auminginn oft nöfnum eins og Lárus, Hákon eða Húðgrímur. Þeir voru ræflar sem ekki nenntu að sinna sínum verkum og lágu í hengirúminu allan daginn, oftar en ekki með strá í munnvikinu. Ég veit ekkert hvernig aumingjarnir á meðal kvennþjóðarinnar drulluðu á sig enda er ég ekki búinn að gera neina rannsókn á því.

En síðan fann Mark Zuckerberg upp Facebook og þá gátu allir commentað á fréttir vikunnar með sveittum Doritos fingrunum sínum og viðrað skoðarnir sínar sem engin bað um að heyra. Það skiptir engu máli hvort um er að ræða jákvæða eða neikvæða frétt, alltaf toppar einhver auminginn sig og grenjar frá sér lyklaborðið.
Réttast væri að draga þessar grenjuskjóður útá plan og skjóta þær í hnakkann en við lifum víst í nútímasamfélagi að þá er það litið hornauga að drepa aumingja.

Ég valdi frétt vikunnar og hún er hér.

Í fyrradag, 8.febrúar þurftu flestir Íslendingar yfir fimmtugt að taka sér frí úr vinnu eftir hádegi þegar í ljós kom að Gunnar Bragi utanríkisráðherra hafði ráðið sér 22 ára gamlan aðstoðarmann sem heitir Gauti Geirsson. Það kraumaði svo mikið í þeim að fara heim á internetið til þess að grenja yfir þessum fréttum (fólk yfir fimmtugt segir ennþá “internetið” því þau kunna ekki að segja bara “netið”). Fólk yfir fimmtugt er ekki með 4G í símanum sínum því þau tilheyri annarri kynslóð en við hin sem erum ung og kúl.
Við skulum skoða hvað okkar helstu grenjuskjóður höfðu að segja. Ég er ekkert að blörra nöfnin á þessum gosum þar sem þeir skrifa jú undir eigin nafni og síðan hef ég líka nóg annað að gera.

Valur Þórðar segir:
Screen Shot 2016-02-10 at 14.37.54
Valur er einn af fáum úr hópi grenjuskjóðanna sem er yngri en sjónvarpsútsendingar en lætur það ekki stöðva sig í að vera vel bitur.

Screen Shot 2016-02-10 at 14.37.14
Screen Shot 2016-02-10 at 15.17.56
Árni Valur hefur farið til útlanda og virðist nokkuð pirraður yfir því að hafa ekki sjálfur verið ráðinn sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni er jafngamall og sólin en honum þykir engu að síður ósanngjarnt að hafa ekki að minnsta kosti verið orðaður við starfið. Sérstaklega í ljósi þess að hann hefur ómetanlega reynslu af allskyns sjáverútvegsstörfum.

Því miður fyrir Árna að þá er hann orðinn alltof gamall til að mega fara í flugvél og gæti því lítið sinnt utanríkismálum fyrir hönd þjóðarinnar. Líklegast er Árni látinn úr hárri elli þegar þetta er skrifað.

Screen Shot 2016-02-10 at 14.42.33

Ægir Óskar vill klína þessu á klíkuskap en ég þarf lítið að segja honum til enda var Steingrímur Rúnar mættur til þess að STEINROTA hann nokkrum klukkutímum eftir að Ægir byrjaði að gráta. By the way þá er Steingrímur grjóthart nafn ef út í það er farið.

Screen Shot 2016-02-10 at 15.50.26

Gunnar S spyr hvort ekki hafi verið auglýst í starfið og ekki er það furða enda virðist sem Gunnar sé atvinnulaus því hann titlar sig:
Screen Shot 2016-02-10 at 15.52.02.png
Hafandi verið atvinnulaus í átta ár hefði Gunnar vel getað séð sjálfan sig sækja um starfið ef það hefði bara verið auglýst. Erla Sóley gefur honum gott karatespark í andlitið þegar hún tilkynnir honum það sem allir vissu, að það þurfi ekki að auglýsa í starf aðstoðarmanns.
En talandi um andlit Gunnars að þá er það eitt það stærsta sem sést hefur og kemst ekki fyrir á einni mynd:
Screen Shot 2016-02-10 at 15.55.12.png

Screen Shot 2016-02-10 at 14.47.15
Jóhann spáir einnig hverra manna Gauti er, því Jóhann er jú yfir fimmtugt og að spyrja fólk hverra manna það er, er einmitt uppáhalds spurningin þeirra öldruðu. Síðan spyr hann hvort Gauta vanti vasapening með skólanum. Gauti er í námi við HR sem er hreint ekki á neinu special price for you my friend og því koma launin hans sem nema 764.614 krónum í mánaðarlaun sig afar vel fyrir Gauta. Mig grunar að Jóhann grenjuskjóða hafi sjálfur ekki svo góð laun og sé því helvíti afbrýðisamur. Ég tek það fram að ég hef ekki hugmynd um hvað Jóhann fær í mánaðarlaun. Okkur er kennt að dæma ekki bókina eftir kápunni og því gerði ég mér educated guess varðandi tekjur Jóhanns út frá profilemyndinni hans á Facebook.

Screen Shot 2016-02-10 at 14.56.08.png

Ef við skoðum myndina vel þá er hann líklegast að taka myndina með áfastri webcam ekki ósvipaðri þeirri sem við unga fólkið áttum í kringum 2001. Síðan má sjá að Jóhann er með sólbrúnku á við innikött og svo er hann í skyrtu sem er ekki slimfit. Slimfit skyrtur eru yfirleitt ögn dýrari en venjulegar pokaskyrtur og ljóst er að Jóhann var ekki tilbúinn að henda neinum auka þúsundköllum í dressið, að minnsta kosti ekki að þessu sinni. Ef glöggt er að gáð sést glitta í hvítan gamlan innanundir bol sem virðist þó bara vera með einni ermi. Reyndar sést ekki í upphandlegginn á vinstri handlegg sökum þess að Jóhann er að vinna með RÁNDÝRT fermingarpós. Reyndar gæti verið að þetta sé ekki hvítur bolur heldur sárabindi sem gefur til kynna að Jóhann hafi slasað sig nokkru áður en myndin er tekin en sökum erfiðs fjárhags mátti hann ekki við því að missa neina daga úr vinnu og mætti því stórslasaður á skrifstofuna þann daginn. Að lokum er Jóhann ekki með neitt hárgel.
Útreiknuð mánaðarlaun Jóhanns samkvæmt profilemynd eru því: 347.598 kr.

Ef þessir menn, Valur, Árni, Ægir, Gunnar og Jóhann hefðu verið uppi á landnámsöld, þá væru þeir gæjarnir sem hefðu verið að leggja sig í hengirúminu eftir hádeginu á meðan við hinir hefðum verið að móta fyrir þvílíkum Trapezius á bakinu við að róa bátunum með stóru árunum.
Síðan hefðu þeir allir verið skotnir fyrir kvöldmat.

Þessir herramenn eru aumingjar vikunnar.

Aumingjar vikunnar verða vikulegur dagskráliður hér á síðunni, nema ég sé heavy upptekinn og/eða að leggja mig.

Síðan er ég drulllu fyndinn á Snapchat. Þar heiti ég einarthor89 og þar fer ég alltaf yfir mjög mikilvæg málefni líkt og þessi hér:

Leave a Reply