Mannanafnanefnd og Íslenskir læknar. Am I Right?

Stundum þegar ég er í skólanum, aðallega þegar ég er í stærðfræði þá byrjar hugurinn að reika. Ég byrja að spyrja mig spurninga um framtíðina eins og “Hvað myndi ég gera í lífinu ef ég væri ekki í skóla?” Mig langar að svara einhverju geggjuðu og nettu en í rauninni væri svarið sennilega bara eitthvað lélegt og aumt. Eitthvað óspennandi. Ég er þó ekki að segja að ég sé óspennandi sjálfur, enda maður með góða skeggrót sem bekkjar 150kg og get dansað alla undir borðið. En sennilega yrði starfið eitthvað óspennandi á þessum tíma alla vena (Btw i 6 ár hef ég núna spáð í því hvort maður skrifi “alla vena” eða hvort maður skrifar það öðruvísi og hingað til hefur engin hefur leiðrétt mig). Ég veit það að síðar meir verð ég frægur og næ langt í lífinu en núna stefni ég á menntun í viðskiptum sem ég get síðar nýtt mér í BISSNESS heiminum eins og við segjum í bransanum. Þá get ég til dæmis millifært á útlenska reikninga með IBAN númerin á hreinu og allt þannig.

Þá tek ég líka símafundi við Japan á nóttunni þar sem við tölum um BISSNESS og konan mín segir mér að koma í háttinn en ég segi “nei” því ég er að gera BISSNESS samninga og svo flosnar upp úr hjónabandinu því ég er ekki nógu kærleiksríkur og börnin eru hætt að elska mig því ég kemst aldrei á skólaleikritin og fótboltaleikina, fljótlega fer konan frá mér og ég er ennþá á kafi í BISSNESS dílum hér og þar. Ef ég bý á Íslandi í framtíðinni þá verð ég keyrandi mjög hratt niður Ártúnsbrekkuna á Benz sem er allur útí BISSNESS skjölum og ég er að tala í símann (sennilega Blackberry-síma, því let’s face þeir eru að koma aftur) og svo stoppar löggan mig og segir “Hey, mátt ekki keyra svona mjög hratt! Skuldar 25 þúsund!” Og ég reyni að fá vorkun því konan mín var að fara frá mér en löggunni er sama, þá reyni ég að múta henni því ég er búinn að horfa alltof mikið á Narcos en það virkar ekki og fer ég í fangaklefa og sit þar, búinn að losa bindið svona smá þannig að það looki “casual” og svo beilar vinur minn mig út, með því að taka smálán og ég þarf að borga vextina. Loksins kem ég heim í tóma húsið mitt og fer að hágráta.

Ég veit að þetta heillar ekki alla en hey ég er BISSNESS kall.

En já mannanafnanefnd.

Einu fréttirnar sem við heyrum af þeim er að þeir neita sótsvörtum almenningnum að heita einhverjum venjulegum nöfnum en leyfa svo í staðinn einhver fáránleg nöfn eins og Nikita eða núna Brandís.
Nefndin bannaði einmitt í vikunni mönnum að bera nafnið “Thor” sem millinafn. Það er ákveðinn skellur fyrir mig. Ég heiti í þjóðskrá Einar Þór Ísfjörð en skrifa það Thor, því að eins og allir vita er ég mjög international og ég get ekki látið kollega mína út í heimi kalla mig nafni með staf sem það skilur ekki. BISSNESS heimurinn virkar ekki þannig.

En ég fór nú einu sinni í Þjóðskrá og spurði hvort ég mætti ekki breyta þessu og hún sagði við mig “Jú það er ekkert mál, þú leggur bara inná mig 6000 kr og ég breyti þessu í kerfinu.” Okei soldið shady en samt fínn díll. Síðan þurfti ég eitthvað að fara á Saffran eða í keilu eða eitthvað og gleymdi því alltaf. Enda upptekinn maður.

En alla vena, apaheilarnir í Mannanafnanefnd höfnuðu Thor sem millinafni og ástæðan var: “Því til stuðnings bendir mannanafnanefnd á að „Thor“ hafi aðeins unnið sér hefð sem eiginnafn og því var ekki fallist á það sem millinafn.”
Er mannanafnanefnd rekin af Davíði Oddsyni og fleiri hægrimönnum? Getur verið að þetta fólk sé með kúk í hausnum?
Mig langar að benda á árunum 1602-1752 var það hefð að drekkja konum á Þingvöllum, eins var það líka hefð svart fólk mátti bara sitja aftast í strætó í Bandaríkjunum og menn skoruðu hvorn annan á hólm (kaldhæðnislega bannaði mannanafnanefn líka nafnið Hólm sem millinafn) uppá heiður sinn.
Að taka allar ákvarðanir eftir gömlum hefðum er barnaskapur og heigulsleg afsökun á annars ömurlegum vinnubröðgum. Hvernig geta þau leyft nöfn eins og Kleppjárn og Hróðgeir, en ég má ekki heita Þór með “Th” í staðinn fyrir?
Ég mæli með að allir sem lesa þetta og eru á Íslandi fari niður í Mannanafnanefnd og prumpi á skrifstofuna þeirra og verði með mikil dólgslæti. Ekki myndi skemma fyrir ef fólk á heykvísla og kyndla til að skapa góða stemmningu.
Ef menn vilja ganga alla leið þá væri flott ef þið mynduð nenna að krossfesta alla nefndina úti á bílaplani svona af því að það var einu sinni hefð.

En annars er allt fínt að frétta af mér. Ég bekkjaði 150kg á mánudaginn í fyrsta skipti. Sem er auðvtiað góður árangur fyrir stráka eins og mig sem var fæddur í litlu fiskiþorpi þar sem fólk sagði mér að ég yrði aldrei neitt nema maður götunnar. Fólk hrækti á mig og hrinti og kallaði mig illum nöfnum á meðan það prumpaði á mig og reyndi að kveikja í mér.

Síðan fann ég einn According To Jim þátt í 2.seríu sem ég hafði aldrei séð. Ég was like “Whaaat?” enda mikill According To Jim maður og hef lengi verið.

Svo er ég að fara til læknis í næstu viku. Sem ég er bilaðslega spenntur fyrir. Því hérna í Danmörku þá geta læknarnir í alvörunni læknað mann! Í fyrsta lagi þá koma þeir við þig til að gá hvort “þetta sé vont?” og svo spyrja þeir þig spurninga um líðan þína og senda þig í röntgen og segulómar því hér eru ekki allir í verkfalli. Ég er búinn að spurja mjög marga vini mína hérna hvort þeir eigi Parkodin Forte en það veit engin hér hvað það er því læknarnir eru búnir að lækna öll meiðslin þeirra og þau þurfa ekkert verkjatöflur.

Fyrir þá sem ekki vita þá lenti ég í slysi í sumar og braut á mér bakið í tætlur og þrátt fyrir gífurlegan vöðvamassa hefur mér ekki tekist að “Lift the pain away” eins og við segjum í bransanum.
Ég fór og hitti lækna á Íslandi og þeir skrifuðu alltaf bara niður það sem ég sagði, svo það væri til á sjúkraskrá, og svo sýndu þeir mér mynd af spjaldhrygg á Google og þökkuðu þeir mér fyrir komuna. Og það kostaði alveg 1200kr.
Hérna þá get ég farið í segulómun sem fæst á 18.990 á Íslandi og 3 mánaða biðlisti og þú þarft helst að þekkja Sölku Sól eða einhvern álíka frægan en hérna er ALLT ókeypis!

Ég ætla að fara í segulómun í næstu viku og alla vena þrjár röntgen, ég ætla að fá uppáskrifað til að ég geti farið til sjúkraþjálfara OG kírópraktor. Ég er líka að pæla í að fara í einhverjar blóðprufur til að tjekka hvort ég er með einhverja sjúkdóma. (Endilega sendið á mig sjúkdóma-hugmyndir.) Ég held ég muni festa niður tíma hjá lækninum mínum bara annanhvern þriðjudag svo að ég geti haldið mér heilbrigðum á meðan ég bý hérna.

Og ég þarf ekki að borga neitt!

Sjáumst

Ps. Ekki gleyma að vera vond við fólkið í mannanafnanefnd

Leave a Reply