Í versta falli

Hafið þið tekið eftir því þegar fólk er að tala saman, þá endar það oft umræðuna á “í versta falli…” og svo kemur eitthvað, yfirleitt örlítíð slæm endalok á tiltekinni hugmynd. Sem dæmi “Hey ef þú vilt flytja til Frakklands þá bara geriru það, ef það gengur ekki þá bara í versta falli kemur þú heim.” Ég er mikill bjartsýnismaður en á sama tíma er ég líka raunsær. Ég er líka ímyndurnarveikur en það er önnur saga.

En ef Taken hefur kennt mér eitthvað að þá er það “að koma heim” eftir að hafa flutt til Frakklands, ekki það versta sem gæti gerst.

Það er nánast alveg sama hvað þú segir eftir að þú segir “í versta falli”, þú hefur í 99.9999 % tilvika rangt fyrir þér. Og þið getið treyst mér með þessa tölur, ég er að læra tölfræði í skólanum.

Ég ákvað að leggjast í rannsóknarvinnu og skoða nokkur atvik þar sem fólk notar þennan frasa og viti menn hefur rangt fyrir sér.

Frétt um Björgvin Hólmgeirs

“Í versta falli langt sumarfrí”
Maðurinn er á leið til Dubai að spila handbolti og “í versta falli “ fer hann í langt sumarfrí. Þarna á hann við að ef handboltahliðin gengur ekki upp hjá honum þarna að þá er hann bara í sumarfríi. Svo sannarlega ekki.

Bara til að nefna eitt dæmi, þá er þetta verri endir.
Hvað ef þegar hann lendir í Dubai, þá tekur á móti honum maður á limmósíu og keyrir hann ekki á æfingu heldur fer með hann í tómt vöruhús þar sem hann er laminn sundur og saman af fjórum gæjum og þeir klippa hárið hans með ryðguðum garðklippum þannig að það verði allt ójafnt. Stela svo af honum vegabréfinu og setja á hann tattoo á bringuna, af gullfiskum sem honum langaði ekkert í og gæjarnir eru alltaf að prumpa á hann á meðan. Á meðan gæjarnir eru að þessu þá er ein kona út í horni að gera símaat í alla sem hann þykir vænt um og gerir þau öll mjög reið. Svo byrjar einn gæjinn að kalla hann homma alveg á fullu, sem honum finnst ekkert að því hann hatar ekkert homma eða neitt þannig, en hann er bara ekki hommi og vill því bara láta kalla sig Björgvin. Svo gefa þeir honum eiturpillu sem lætur hann fá niðurgang í sjö mánuði og taka smálán með símanum hans sem þeir borga ekki til baka og hann þarf að borga fullt af vöxtum.
Langt sumarfrí er ekki einu sinni slæmt, hvað þá það versta sem gæti gerst.

Tökum annað dæmi:

“Í versta falli engin lax”

Ég var enda við að lesa topp 5 ömurlegustu grein sem ég hef lesið á ævinni um eldislax. Þar sagði einn gæji sem öllum er sama hvað heitir “Með því að sturta inn eldisfiski í miklum mæli, miðað við stærð stofnanna sem yfirleitt eru litlir, gætu hreyfingar breyst og í versta falli myndum við missa laxinn úr viðkomandi ám en í besta falli ef við erum mjög bjartsýn sæjum við lítinn mun.

Það ætti að taka munninn af þessum gæja því hann veit enga hluti og má ekki tala lengur.
Það er kannski ákveðinn skellur ef að laxinn fer úr þeim ám sem menn vildu hafa hann í en það gæti verið mun verra. Skoðum málið.
Hvað ef þegar einn fiskeldisstarfsmaðurinn hóstaði einu sinni á fiskana í eldinu til að gera lítið úr þeim af því að þeir voru bara fiskar en hann vissi ekki að hann var með glænýjan sjúkdóm sem sprengir hausinn á öllum sem hafa hann. Nema fiskum. Og svo sleppur fiskurinn úr “viðkomandi ám” og fer út í sjó og eignast 90.000.000 fiskabarna (sem að laxar gera, ég veit það) og svo byrjar fólk að veiða fiskana sem eru með sjúkdóminn og hausarnir á fólki útum allan heim byrja bara að springa en stundum springur bara löppin af fyrst og svo nokkrum dögum seinna springur hausinn af þannig að þessu fylgir mikill sársauki og ríkistjórnin veit ekki hvað á að gera, því let’s face it Sigmundur Davíð er enginn leiðtogi. Lyfjafyrirtækin fara öll á hausinn við að reyna að finna lækningu við honum en það gengur ekkert því viti menn það er engin lækning.
Þannig að Vei frábært Sigurður Guðjónsson forstöðumaður Veiðimálastofnunar, þú drapst allan heiminn með glænýjum sjúkdómi.

Einn gaur á Akureyri óttast eyðileggingu sumars 

Það kannst allir við Steingrím Birgison, framkvæmdarstjóra hjá Höldi, einu af stærri fyrirtækjum landsins sem gerir meðal annars út á umfangsmikinn bílaleigurekstur til ferðamanna. Hann hafði miklar áhyggjur af verkfalli og öðru eins veseni sem varðar ferðamannabransann á Akureyri. Hann segir “ í versta falli erum við að tala um ónýtt sumar.” Þá á hann við að ef allsherjarverkfall skylli á þá myndu fyrirtæki ekki ná að þéna mikið á ferðamönnum. Og treystið mér, ég veit hvað hann meinar því ég átti einu sinni heima á Húsavík sem er frekar nálægt Akureyri og ég hef stundum farið þangað.

Segjum að allsherjarverkfall sé veruleikinn á Akureyri eitt sumarið. Þá gæti fólk ekki verslað matinn í búðunum svo þau myndu brjótast inn í verslanir og stela matnum og öðrum aukahlutum eins og BBQ sósu og fleiru, og fyrst þau eru byrjuð að stela matvælum, af hverju að stoppa þar?
Næst byrja þau að ræna raftækjum og bensíni. Þegar svona “riot” verða (uppþot heitir það á ensku, fyrir aldraða lesendur mína) þá byrjar fólk alltaf að slást innbyrðis, sem ég hef reyndar aldrei skilið, sem leiðir til ótímabærra dauðsfalla í kassavís. Börnin eru ekki lengur að fara í leikskólann sinn, þau eru að búa til heimatilbúið napalm og smjörsýru til að verjast fólki næst þegar þau fara í Glerártorg. Áður en við vitum af hefur Akureyringum fækkað um helming sem reyndar hljómar ekki svo illa en á sama tíma eru engir ferðamenn að kíkja í hvalaskoðun og kaupa gúdshit lopapeysur eða taka selfís með tröllunum á göngugötunni og þjóðarbúið fær engar tekjur. En það koma samt sumir ferðamenn ennþá á Akureyri því þeir vissu ekki af aðstæðunum og svo sjá þeir að fólk er bara byrjað að prumpa útum allt og niðurganga úti því þau eru búin að stela og nota allan klósettpappírinn úr búðunum. Þessir ferðamenn segja síðan erlendum fjölmiðlum hvað var í gangi á fokking Akureyri og þau skrifa ljótar fréttir um Ísland og engin kemur lengur hingað þannig að árið 2016 fáum við 0 ferðamenn og mörg fyrirtæki fara á hausinn og eigendur þeirra fremja ótímabær sjálfsmorð, en ekki nóg með það að ferðamennskan sé dauð heldur vill engin lengur kaupa fiskinn okkar því við erum allta úti að prumpa útum allt og engin er að leigja bíleleigubíl hjá Höldi.

“Við skulum passa okkur hvað við segjum því fólk hefur svo oft rangt fyrir sér þegar það talar.”, – Einar Thor Ísfjörð, 30.september 2015

Leave a Reply