Danmörk Part 2: Fyrstu dagarnir í skólanum

Fyrir mér hefur skóli alltaf verið hluti sem er sjálfsagður og ég sjaldan spáð mikið í honum. Ég kláraði grunnskóla án mikillar fyrirhafnar. Ekki að það sé neitt afrek. Maður sér ekki beint 7.bekkinga í svitabaði og hremmingum að skila eins og hálfs blaðsíðna ritgerð um Mýrina, eftir Arnald Indriða. Talandi samt um ritgerð um Mýrina ég gerði eina slíka á sínum tínum tíma og fékk 10 í einkunn fyrir hana. Rúsínan í pulsuendanum er sú að Rannveig systir og mamma gerðu hana fyrir mig því ég var of upptekinn í Playstation.

En já, síðan tók framhaldsskólinn við og ég kláraði hann án mikilliar fyrirhafnar.
En núna erum við að tala um háskóla. Háskólar geta verið misjafnir. Ég fór til dæmis í Háskólann í Reykjavík og prufaði að læra íþróttafræði þar. Það nám var algjör brandari og hreint út sagt lygilegt hvað það var illa sett upp.
Þannig að auðvitað fékk ég leið af því og sagði bæ.
Núna er ég aftur kominn í háskóla og það er ekki það sama upp á teningnum. Hvort að það sé vegna þess að ég sé heimskur og lélegur námsmaður eða hvort þetta nám sé ívið erfiðara en það fyrra, er erfitt að segja. Eflaust blanda af báðu.
Tökum stærðfræðina sem dæmi. Fyrsti tíminn minn í stærðfræðinni í skólanum. Ég var mættur í kennslusalinn, sem var risastór, eins og bíósalur, sem var fullur af áhugasömum nemum eins og sjálfum mér. Tilbúinn með tölvuna, meira að segja búinn að opna Evernote og tilbúinn að glósa næstu þrjá tímana. Búinn að loka Facebook og ekkert gat truflað mig. Þá kemur kennarinn inn og biður fólk að hafa hljótt og segir “Hi, nice to see you all again, did all of you read the first two chapters this week? Good. Let’s begin”
Ég leit í kringum mig en engin var rauður í framan og byrjaður að æla eins og ég.

Spólum aðeins til baka.

Ég flutti út til Danmerkur 31.ágúst og skólinn byrjaði á þriðjudeginum 1.september. Því að jú ég átti ekki heimili. Þegar ég labbaði inn í fyrsta tímann (einum tíma á undan stærðfræðitímanum) tók ég eftir því að krakkarnir voru margir hverjir búnir að mynda hópa og voru að spjalla um vandamál og málefni. Allir horfðu á mig líkt og ég væri í rangri stofu, í köflóttri skyrtu og með skegg niður á bringu, í timberland skóm í 17 gráðu hita, lítandi út fyrir að vera 12 árum eldri en þau.

Ég settist niður hjá gæja sem var í hné-síðum stuttbuxum og virkaði vel s-mæltur. Ég spurði hann hvað væri að frétta og hann sagði mér, að vikuna áður hefðu verið svokallaðir kynningardagar þar sem allir voru saman að kynnast og fara í ratleiki og vera ölvuð saman. Sem er auðvitað bestu aðstæður til að eignast nýja vini. Ég hafði ekki vitað af þessum kynningardögum enda var ég upptekinn í eyjum við löndun eins og alvöru menn eiga til að gera. Fyrstu dagana átti ég enga vini hérna. Ég spjallaði aðeins við 2 stráka, en samt aðallega einn þeirra því hinn var s-mæltur og talaði ensku með dönskum hreim og… oh well lífið er of stutt fyrir það.

Reyndar í einum frímínútum, by the way segir maður frímínútur þegar maður er í háskóla? Það eru engir gangaverðir í háskóla og það er ekki skylda að fara út að leika sér og maður má vera með bolta inni, þannig að það hlýtur að vera kallað eitthvað annað. Hvar var ég? Finnst ykkur ekki fyndið að skrifa “Hvar var ég?” vegna þess að ég hefði alveg getað bara litið til baka yfir textann og séð hvar ég var en samt skrifaði ég það. Djöfull er ég belaður. Mér finnst betra að segja “belaður” heldur en “bilaður” því mér finnst það gangsta. Hey ég kynntist um daginn einum gæja frá Albaníu sem er einmitt gangsta.
En hvar var ég, já ég var að tala um í einum frímínútunum þá gekk til mín maður sem ég þekkti ekki. Hann kynnti sig og sagðist heita Muhammed og spurði hvað ég héti. Hann spurði mig hvaðan ég væri og ég spurði hann að því sama. Hann var frá Afghanistan. Skyndilega læddist kaldur hrollur niður bakið á mér. Ég leit laumulega á hann upp og niður og athugaði hvort hann væri með sjálfsmorðssprengju undir skyrtunni.Svo virtist ekki vera , svo að ég hélt spjallinu áfram. Næst spurði ég hann hvernig honum líkaði að búa í Danmörku. “I really enjoy how I feel safe here, away from the war and bombings. I can achieve my dreams and get my education and have a family in great peace. What about you?”, svaraði hann.
“Well… There beer here is pretty cheap” svaraði ég.
Þetta var okkar fyrsta og eina samtal.
Hvað á ég að segja við mann sem er á allt annarri bylgjulengd í lífinu og er þakklátur fyrir að lifa í landi með engu stríði og er hamingjusamur í skóla á meðan ég er búinn að vera með varaþurrk í 3 daga straight án þess að nota varasalva og ein tánöglin mín er byrjuð að vaxa örlítið til hliðar og mér líður eins og ég eigi von á símtali frá forsetanum, fyrir þær þjáningar sem ég hef gengið í gegnum. Oh well.

Hafið þið tekið eftir því hvað ég er farinn að tala mikla ensku? Það er af því að ég er í international school að læra international business, með my fellow international students. Ég get ekki endalaust bara talað íslensku og haldið að ég komist áfram í þessum heimi. Ég verð að þróast. (Nennir einhver að úskýra international fyrir ömmu, því ég veit hún er að lesa. Hæ amma, við þurfum að fara að taka Skype. Skype er í tölvunni. Þá getum við talað saman. Ég hringi pottþétt í þig fyrir afmælið þitt sem er eftir fimm daga, þannig að ekki loka tölvunni þinni því þá get ég ekki hringt á Skype (sem er í tölvunni).

Ps. Áður en ég slaufa þessu þá langar mig að þakka fyrir gjörsamlega sturlaðar móttökur á síðustu færslu sem er mín fyrsta í langan tíma. Sú færsla er nú þegar kominn með yfir 200 shares á Facebook og yfir 6000 hafa lesið hana. Sem er algjör bilun. En ég elska my fans og því fáið þið verðlaun.

Verðlaunin eru lífsráðleggingar frá mér af Snapchat. Þið getið addað mér á snap ef ykkur vantar af og til ráðlegginar og viljið sjá hvernig ég mæli með að lifa lífinu. Snap: einarthor89

Sjáumst samt

Leave a Reply