Danmörk part 1: Íbúðarmálin og ríkistjórnin

Góðan daginn hér.

Núna eru 3 vikur síðan ég flutti til Danmerkur og ég lofaði nokkrum að ég myndi byrja að blogga frá Danmörku og ég ætla að standa við það. Að minnsta kosti einu sinni.

En ég fékk óvænt mjög mikla athygli á myndband sem ég gerði í síðustu viku þar sem ég rakaði mitt heittelskaða skegg og sat uppi með andlit sem mér hvorki líkaði við né þekkti. Video má sjá hér. Þá kom upp sú hugmynd að ég myndi bara videoblogga í framtíðinni enda ætti það að taka aðeins minni tíma. Ég ætla að geyma þá hugmynd aðeins og halda mig við old fashion stílinn hérna.

En það sem allir eru að spá er hvað er að frétta af mér?
Ég sem sagt flutti til Danmerkur um mánaðarmótin síðustu og planið var að mennta mig í vísindum viðskiptaheimsins. Eins og mér einum er lagið gekk það engan veginn átakalaust fyrir sig. Eins og kom fram á Facebookinu mínu fyrir rúmum mánuði síðan, að þá frétti ég mjög seint að ég væri að flytja tll Herning en ekki Aarhus. Það var vissulega ákveðinn skellur í byrjun og við skulum sjá hvort það hafi skánað.

Ég byrjaði auðvitað á því að mæta hingað húsnæðislaus. Þá á ég við að ég var ekki kominn með leiguhúsnæði hér í bæ, ekki að ég hafi mætt til Danmerku með ekkert húsnæði í farteskinu. Allir aðrir í skólanum voru að sjálfsögðu komnir með sín íbúðarmál á hreint. Ég bókaði mér viku gistingu á AirBnb áður en ég steig upp í vélina til Danmerkur því hey, “Lífið er of stutt til að vera stressaður, þegar þú flytur til Danmerkur” Sigurður Már Sigurðsson, 4.júlí 2009.

Mín beið svo bílaleigubíll á flugvellinum því ég nennti lítið að taka 60kg farangurinn minn í bóndagöngu í rútu og enda pottþétt í röngum bæ og þurfa síðan að fremja sjálfsmorð þar því vandræðin væru nú þegar orðin of mikil til að nenna að lagfæra þau. Bílaleigubíllinn endaði síðan á að kosta mig 20þ meira en samið var um í byrjun og alveg sama þó ég hafi hótað mönnum öllu illu þá létu þeir ekki segjast og innheimtu peninginn minn með bros á vör. Minnið mig á að nota ekki Eurocar aftur og nenna allir að skyrpa á bílana frá þeim þegar þeir keyra framhjá ykkur. Djöfull væri það fyndið. Eitthvað:

“Af hverju ertu að hrækja á bílaleigubílinn sem ég er með?”

-“Æji einn gæji sem ég þekki notaði einu sinni bíl frá þeim og var eikka pirraður yfir að hann kostaði aðeins meira en hann hélt svo núna hrækjum við vinirnir hans alltaf á Eurocar bílana. BÆÆÆÆ!”

En já svo fann ég húsið sem ég átti að gista í. Þar bjó 3ja manna fjölskylda, og býr líklegast enn, nema eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir á þessum tveim vikum síðan ég fór. Konan, Maja var mjög næs og var hress. Ljót en hress. Kallinn hennar sem var iðnaðarmaður/diskóljósagæji sem leigir út diskóljós í partý sem ætla að vera með diskóþema, sagði lítið og var yfirleitt að vinna enda maður í tveimur störfum. Svo áttu/eiga þau eitt barn sem hét/heitir Thor og 2 hunda. Hundarnir voru yngri en Thor sem ég skil vel í ljósi þess hve leiðinlegur drengurinn var þá hafa þau hjónin ákveðið að fá sér hunda til að lífga upp á lífið eftir vonbrigðin sem barnið þeirra olli þeim með ömurlegu röddinni sinni og persónuleika á við krabbamein. Hann gargaði í 7 dagana sem ég var þar og var alltaf að stela derhúfunni minni. Þar til ég reif hana einu sinni af hausnum á honum, aðeins fastar en ég kannski átti að gera í ljósi þess að hann var 5 ára, en ég þurfti að nýta tækifærið á meðan Maja var ekki að horfa. Ég komst ekki á þann stað í lífinu sem ég er á í dag með því að láta börn stela af mér. En já svo flutti ég frá þeim og þau fóru vonandi í long overdue fóstureyðingu með Thor litla.

Ég fékk loksins tilboð í eina af íbúðunum uppá “campus” eða skólasvæðinu (fyrir fólk eldra en 45 sem kann ekki ensku). Ég stökk á hana og það voru mistök. Campus-ið skiptist í 3 svæði sem nemendurnir kalla The Beverly Hills, Hollywood og The Ghetto. Giskið einu sinni hvar mín var?

Jebb, í Ghettoinu.
Íbúðin var samt rándýr og stútfull af skordýrum. Það er samt betra en að ef hún hefði verið skordýr og full af rándýrum. Þannig að ég fór á skrifstofuna í skólanum og bauð miðaldra konunni þar með appelsínugula hárið sem augljóslega var í tilvistarkreppu að troða þessari íbúð og gefa mér peninga til baka. Hún þáði það tilboð og ég var aftur heimilislaus.
En þá sá ég auglýsingu sem sagði:

“Ókeypis litlir apar handa fólki!”

Nei hún sagði bara íbúð til leigu, en hefði hitt ekki verið nett?
En ég fékk sem sagt gúdshit íbúð mitt á milli Hollywood og Beverly Hills og ég bý þar núna með líkamann minn. Ég er eina mínútu að labba í skólann (2 og hálfa þegar ég fer á inniskónum) og ég er 15 sek að labba í ræktina.

Þessa íbúð hef ég reyndar bara til áramóta vegna þess að tæknilega séð má ég ekki búa í henni. Það er sem sé einn gæji sem “á hana” eða leigir hana af skólanum og hann eignaði sér kærustu í næsta húsi svo hann “leigir” mér hana Sómalíu svart í vasann. Svo um áramótin þegar hann hættir með kærustunni þá kemur hann aftur hingað. Þá er kominn tími á mig að flytja aftur. Ef það skapast eitthvað millibilsástand þar aftur þá hringi ég bara í Maju og kallinn hennar og athuga hvort herbergið hans Thors sé ekki laust fyrir mig núna.

En núna eru íbúðarmálin í góðum málum og verða það þar til ég kem heim í jólafríinu. Það er að segja ef ég man eftir að fá nýtt vegabréf því gettu hvað – mitt er útrunnið. Hvernig stendur á því að vegabréfin mín eru alltaf útrunninn annan hvern mánuð, af hverju hef ég átt 20 vegabréf síðan ég var 23. ára?
Alveg er ég kominn með nóg af þessari ríkistjórn.
Og plís ekki einhver að reyna að vera hetja og segja mér að ég geti framlengt mínu um eitt ár eða bara notað ökuskírteinið mitt í millilandaflug því A) Ég er búinn að framlengja því einu sinni og B) nafnið mitt er Einar Haraldsson á ökuskírteininu. Hvenær ætlið þið að skilja að lífið mitt er ekki jafn einfalt og ykkar?

En Sara mín kemur til mín í október og þá ætlum við að fara til Köben og fá nýtt vegabréf handa mér. Og kannski má ég fara í Tivoli ef ég verð búinn að taka til í herberginu mínu 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂

Okei bæ segi meira seinna.

One comment

  1. Haha en æðislega gaman að þú sért kominn með nýtt blogg! Ég er aðdáandi.. gott blogg og ánægjulegt með íbúðina 🙂

Leave a Reply