14: 3 Hlutir sem ég hef lært en lærði ekki í skóla.

Já góða kvöldið hér nú.

Menn eru að henda í spariblogg svona útaf því að það er þriðjudagur. Auðvitað langt síðan síðast en ég afsala mér allri ábyrgð þar á bæ.
En umræðuefnið í dag er ekki af verri endanum. Það er mín leið til að kenna ykkur litla fólkinu hluti sem ég hef lært á minni stormasömu ævi. Það er mikið brýnt fyrir okkur sem börnum hvað skóli er mikilvægur og menntun enn mikilvægari (reyndar átti þetta ekki við á mínu heimili þar sem mamma ýtti aldrei á mig að fara út í skóla, hún var meira svona “fásérsígó kind of mom”)
En alla vena. Ég hef náð það langt að eiga hvíta húfu og er núna á mínu fyrsta ári í Háskóla. Það er meira en sumir og minna en margir. “En þetta er ekki keppni, heldur lífið.”, – Einar Thor Ísfjörð 17.sept 2013

En skólinn getur bara kennt manni x marga hluti. Nýjustu rannsóknir sýna að nákvæm tala er 12. Skóli getur kennt fólki 12 hluti. Restina þarftu að læra á götunni. Ég hef verið víða og hef séð ýmislegt, i tell you.

1. Aldrei gera grín af fullri konu sem er nýbúin að rífast við kærastan sinn.

Ég lenti í því eina goslokahátíðina að ég var í heví góðum gír, per usual, og labba fram hjá miðaldra tröllvaxinni konu sem kærastinn hennar er nýbúinn að rjúka í burtu frá um leið og hann hrópaði “OG FINNST ÞÉR ÞAÐ BARA Í LAGI!?”
Það sem ég hefði átt að gera var… Ekkert.

Það sem ég gerði hinsvegar var að setja hendurnar á borðið sem hún sat við, nánar tiltekið með olnbogana á borðið og hendurnar á hökuna, horfi í augun á henni og segi: “Hvað varstu núú að gera, haa?” Hún hélt á Tuborg plastglasi sem var sirka about hálf fullt með tópas í. Ég veit ekki hvað hún var að gera með þetta óhemju magn af sterku áfengi í einu glasi en hún skvetti því öllu í andlitið á mér. Þetta var eitt af þeim skiptum sem ég hugsa ekki áður en ég tala en þetta kom mér gífurlega lítð á óvart um leið og þetta gerðist. En menn láta svona óhapp ekki slá sig út af laginu og ég var ekki að baki dottinn og þarna hitti skrattinn ömmu sína  og ég skaust bara heim í nýja skyrtu en lét það vera að þrífa andlitið því á þeim tíma fannst mér það waste of time og ég vaknaði daginn eftir límdur við kodann minn.

2. Aldrei treysta ófaglærðri mömmu þinni í að lita á þér hárið.

Þegar ég var í 8.bekk þráði ég lítið annað en að vera með vel strípað hár. Þetta er árið 2003 og það því vel við hæfi. En það var alltaf mest lítil heimild á XY-kortinu mínu sem ég fékk frá Íslandsbanka ári áður og ekki tímdi mamma að henda í 3500 kr strípur á lítinn dreng. (á þessum tíma er 3500 kr í kringum 9000 kr miðað við verðbólgu í dag) En mamma var að vinna í Kaskó og það vildi svo heppilega til að einn kassi af kvennmannsháralit hafði beyglast í sendingu og mamma gat keypt hann á góðum starfsmannaafslætti eða á um rúmar 500 kr.
Seinna sama kvöld, eftir að ég hafði suðað í 7 korter um að hún myndi henda þessu í hárið á mér loksins gaf hún eftir. Hún hafði setið um kvöldið að drykkju með Leu vinkonu sinni í tilefni miðvikudags. Og þegar hún byrjaði að setja gumsið í hárið á mér sátu þær enn að svamli. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að eitthvað var ekki með felldu. Til dæmis var mamma ekkert búin að plokka út nokkur hár til að lita og þannig mynda strípurnar. Heldur var hún að baða hárið á mér í litnum, ekki ósvipað og maður gerir með sjampó. Ég auðvitað í fyrsta skipti að láta gera svona lagað við mig en spyr þó efins “mamma áttu að vera að setja þetta útum allt hárið á mér?” – “Jájá hafðu ekki áhyggjur, maður.”

2 tímum seinna var liturinn klár og mamma skolaði á mér hárið, leit ég út eins og gamli Eminem. Sem sagð með pissugult hár. Ég brotnaði umsvifalaust niður og hágrét. Á meðan mamma öskraði úr hlátri og hrópaði á Leu vinkonu sína, “HAHA Lea komdu og sjáðu þetta!! HAHAHAHA”
Ég setti strax á mig húfu og fór inn í herbergi að grenja, sofnaði með húfuna og vaknaði með hana. Fór með hana í skólann og þurfti akkúrat þann dag að mæta “á sal” (samkoma í skólanum) með öllum af unglingastiginu. Þar var King Halldór skólastjóri með ræðu. Halldór var ekki mikill húfumaður og byrjaði ræðuna sína á því að biðja alla að taka niður húfur. Allir hlýddu… nema ég. Ég gat það ekki. Halldór segir þá “Líka þú Einar!” Ég leit í augun á Hirti, besta vini mínum sem ég hafði 15 mínútum fyrr sýnt Eminem hárið mitt. Hann leit á mig til baka og sagði “Og hvað ætlaru að gera!?”

Með alla á unglingastiginu glápandi á mig, þóttist ég fá þvílíka skyndi-magakveisu og henti mér í gólfið, fékk að fara veikur heim og kom við í Kaskó og sagði við mömmu að hún skyldi laga þetta í kvöld og ekki mínútu seinna en það. Hún keypti Ken-brúnan hárlit og hennti honum í með sömu aðferð og daginn áður. Og ég endaði frekar mikið rauðhærður en það var samt skárra en Eminem fíaskóið sem ég hafði nýverið lent í.

3. Sumt er mikilvægara en Pizza

Kári litli bróðir er fæddur tíu árum á eftir mér. Nánar tiltekið 1999. Við bjuggum þá á Húsavík þannig að mamma og Gummi þurftu að fara á Akureyri til að eignast hann. Því af óútskýranlegum ástæðum er ekki hægt alltaf að fæða börn á sumum sjúkrahúsum. Þau eru bara fyrir fólk til að deyja á.
En jæja þau fara á Akureyri og eignast eitt barn og koma svo við í Bónus á leiðinni heim því jú ekki nálægt því allar matvörur sem hjartað þyrsti fást á Húsavík. Þegar þau eru komin heim og mæta inn með Kára og allar töskurnar og poka, byrja ég að leita í þeim öllum.
Mamma spyr mig hvort ég vilji ekki skoða bróðir minn á meðan þau ganga frá öllu. Ég í örvæntingu hendi frá mér síðasta bónuspokanum og hrópa “OG KEYPTUÐU ENGA HELVÍTIS CHICAGO TOWN EÐA??!”

Sjáumst samt.

Leave a Reply