13: Ævisagan mín í 250 orðum

Smá intro: Sorry hvað er langt síðan síðast. Ég var á fundi og núna get ég bloggað aftur.
Ég ætla ekki að lofa að þetta verði daglegt eins og síðast. Það er heví erfitt. En erfitt is my middle name.

Jæja ævisagan mín.
Ég er fæddur  í RVK 16.februar 1989. Það var -19°, Rannveig systir sagði við mömmu “Ohh þurftiru að koma með hann heim”
Við bjuggum með ömmu. Svo fluttum við til Ameríku, þá var Sæmi maðurinn hennar mömmu. Í Ameríku var gaman. Einu sinni komu þrumur og eldingar þegar við vorum í sundi þar. Svo fæddist Kristín. Hún er yngri en við hin. Þá flutum við til Keflavíkur í nokkra mánuði. Þar henti Rannveig garðstól í augað á mér. Svo fluttum við aftur í Reykjavík, þar fór ég í skóla. 1. og 2. bekk, ég lærði að lesa og var alltaf snoðaður. Við áttum kisu sem hét Branda. Svo byrjuðu mamma og Gummi að deita og fengu geðveika hugmynd. Að flytja á Patreksfjörð. Þar búa fáir. Þar var ég í 3.bekk og það var engin ofn í herberginu hennar Kristínar og á veturna var alltaf frost þar inni. Ég safnaði Pringles baukum, var kominn upp í 27 en þá fluttum við á Húsavík og ég mátti ekki taka þá með. The dream was dead. 

 

Á Húsavík eignaðist ég góða vini. Ég byrjaði að æfa fótbolta því vinir mínir æfðu fótbolta. Ég kunni ekki fótbolta. Ég æfði þess vegna mark. Ég var seinna aðeins betri en lélegur. Kári fæddist á Húsavík. Ég kláraði 10.bekk á Húsavík. Ég bjó þar í 7 ár. Ég hef aldrei áður stoppað svo lengi á einum stað. Time to go. Flutti á Selfoss. Einn. Til að læra húsasmíði. Bjó hjá Einsa frænda og Svövu. Ég lærði smá húsasmíði en hætti svo að læra húsasmíði. Þá fluttu mamma og fjölskyldan til Eyja. Ég ákvað að fara líka þangað. Þar var ekki mjög gaman. Ég fór á Selfoss hverja helgi. Svo flutti ég aftur á Selfoss. Kláraði Fjölbraut þar. Varð stúdent af félagsfræðibraut. Kynntist enn fleiri vinum þar. Margra sem ég sakna. No homo. Amma flutti á Selfoss þegar ég kom þangað aftur. Ég bjó hjá ömmu í 4fm þvottahúsinu hennar. Rúmið mitt var 80 cm á breidd. Einu sinni hálsbrotnaði ég þegar ég datt úr því á þvottakörfuna. Amma þvoði bara þvott þegar ég var í skólanum. Það er virðingarvert.
Svo bjó ég á vistinni með Bjarna. Við vorum mjög oft fullir. Einu sinni læstumst við úti.
Eftir stúdent flutti ég aftur til eyja. (minnir mig) Svo fór ég til USA í 3 mánuði og smíðaði til að gleyma. Ég smíðaði með mexíkóum (mexikönum?) Svo fór ég þaðan til Reykjavíkur og bjó með Hjölla og Sigga. Það var mjög gaman. Ein myndin á veggnum okkar var alltaf skökk og eldhúsið var skrítið í laginu.

Svo fluttum við aftur til eyja. Svo fór ég í ÍAK á Keili. Ég flutti á Keili til að fara í fjarnám á Keili. Mamma átti hugmyndina. Hún var léleg. Ég bjó þar í 3 mánuði. Flutti aftur til eyja.
Í eyjum kláraði ég ÍAK og var orðinn einkaþjálfari. Best að flytja til Noregs. Ég flutti til Noregs og Sara kom með mér. Ég vann sem einkaþjálfari þar. Norðmenn eru latir en það var samt gaman. Þar eignaðist ég enn fleiri vini. Þar var ég handtekinn fyrir að vera að djamma. Löggan sleit úrið mitt og kleip mig. Ég er fórnarlambið. Svo flutti ég heim. Hef verið í eyjum síðan. Í haust er ég að fara í HR að læra íþróttafræði. Ég held að ég dúxi þar.

… 249, 250.

L8er á ykkur. Og takk fyrir mig.

Leave a Reply