12: Venjulegur dagur í lífi mínu.

Þetta blog challenge er að taka aðeins meira en 30 daga en það þýðir bara að gleðin stendur yfir í lengri tíma. Þrátt fyrir að ég líti á þetta sem jákvæðan hlut þá halda morðhótanirnar áfram að koma í pósthólfið mitt frá skemmdum lesendum sem þrá ekkert meira en nýtt brakandi blogg.
Ég blogga fyrir þá. Ég blogga til að gleyma.

Mig langar aðeins að bregða útaf vananum og segja ykkur smá frá hvernig síðustu dagar hjá mér hafa verið.
Það hefur verið mikið að gera í vinnunni þar sem það er nú janúar og þá finnst fitubollum best að reyna að bæta líf sitt. Þar kem ég inn. Gallinn er vissulega sá að fitubollur gefast oftar en ekki upp eftir nokkra vikna “átak” og því má búast við því að þetta góðæri endist ekki eins lengi og menn vilja vona. En inn á milli finnast menn og konur sem eru tilbúin að leggja sitt á vogaskálarnar og rífa upp um sig buxurnar sem hafa sýnt vígalegan plömmer síðustu ár eða áratugi og koma sér loks á leiðarenda og detta í form! En hér í Noregi finnst mér það ekki vera margir! Norðmenn eru aumingjar. Um leið og allir geta sætt sig við þá staðreynd, þá verður þetta líf mun auðveldara. Vanþekkingin er ótrúleg og dugnaðurinn er lítill sem enginn. Það getur verið þreytandi til lengdar að vinna með fólki sem ætlast til alls en er ekki tilbúið að gera neitt til að það verði að veuleika.
Jæja nú tölum við um eitthvað skemmtilegt.

Fyrir einhverjum 2 vikum var frétt á Pressunni um skemmtilegasta starf í heimi, að vera “vatnsrennibrauta-tester” þið lásuð örugglega öll þessa frétt og vitið nákvæmlega hvað ég er að tala um. Eins og þið flest hafið giskað á, þá auðvitað sótti ég um þetta starf. Ég var mjög bjartsýnn í rauninni því ég sá nokkrar umsóknir annarra og ég var mun flottari og betri en þau öll. Og svo var engin af þeim með sixpakk.
Í boði voru ferðalög útum allan heim og 700.000 ísl í mánaðarlaun. Og auðvitað starfið sjálft sem er bara að leika sér. Draumur ekki satt?
Þar sem ég á það oft til að fara svolítið á undan mér í hausnum á mér þá var ég búinn að skipuleggja næsta ár í þessum nýja bransa og ég sá fram á góða tíma.
En fyrir nokkrum dögum sendu viðbjóðarnir sem stjórna þessari ráðningu mér email um að umsókninni væri hafnað. Ástæðan… var fimmföld.

“After reviewing the application received, yours was not selected for further consideration.”

– Not being a resident of the UK or Ireland.

– Not being aged 18 or above at the time of applying. (wtf?)

– The application not being serious e.g. completely off-topic.

– Part of the application’s content being inappropriate e.g. swearing, inappropriate language.

– The application including photographs and/or videos containing nudity or content that could be deemed offensive etc.

Það er aldeilis að fólk er viðkvæmt í þessum rennibrautabransa.

Jæja þá geta þau bara hoppað upp í rassgatið á sér.

En ég átti að fjalla um venjulegan dag í lífinu mínu. Eins og staðan er núna, eru þeir flestir einhvern veginn svona:

Ég vakna milli 6 og 9, allt eftir því hvenær ég á að byrja að vinna. Það fyrsta sem ég geri er að bölva sjálfum mér fyrir að hafa sofnað seint og svo reikna ég út hvað er langt þar til ég fæ næst að sofa. Síðan ríf ég minn líkama af Guði á fætur og kíki í sturtu. Reyndar hendi ég 400 gr af laxi inn í ofn áður og broccolli á pönnuna. Skelli timer-inn á 16:40 mín og svo fer ég í sturtuna. Þar þvæ ég líkamann minn með sápu og geri hann þannig hreinan. Síðan tannbursta ég mig og klæði mig í föt svo ég sé ekki lengur nakinn. Nenniði samt að hætta að hugsa um mig nakinn.

Þegar ég er kominn í föt þá hendi ég íþróttafötum í tösku og um það leyti er maturinn að verða tilbúinn. Síðan set ég matinn í tvö box, eitt fyrir hádegismat og eitt fyrir kvöldmat, og kippi með mér skyri í millimál og áður en ég fer út hendi ég í eina ommelettu sem ég hamra í mig áður en ég fer út.

Þegar ég er mættur í vinnuna þá fæ ég oft 2-3 sms frá kúnnum sem eru með harðsperrur og geta því ekki æft næstu 4-6 vikurnar. Þeir fáu kúnnar sem hafa sig í að mæta á æfingar fá oftast blóðsykurfall á fyrstu 15 mínútunum því þeir voru að djamma daginn áður og/eða þeir eru með flensu. Ég er með einn kúnna sem hefur fengið 13 flensur síðan 1.janúar.
Flesta daga er ég með 2-3 session á morgnana, síðan hendi ég í mig hádegismat og kíkji heim. En af því að ég er svo þreyttur eftir að hafa sofnað seint daginn áður, þá verð ég að taka hádegislúrinn góða. Hann á oftast að vera hálftími en verður oftar en ekki 2-3 tímar. Þá er klukkan oft orðin 15:30 og þá þurfa menn að fara aftur í vinnu til að sinna þeim sem vilja æfa eftir vinnu. Oftast endist það til 20 eða jafnvel 22. En síðustu daga hef ég alltaf verið að æfa sjálfur seint á kvöldin og vinn því til 20:00 og æfi eftir það. Eftir hrikalega æfingu fer ég heim og hendi í mig kvöldmat og fer í sturtu. Eða núna, eftir að ég fattaði að ljósalampinn upp í vinnu er bilaður, á þann hátt að timer-inn virkar ekki, sem þýðir að ég set 5 kall í og get tanað eins lengi og ég vil, að þá hef ég stundað bekkinn grimmt.
Suma daga myndast óþarfa eyður á milli session-a og þá fáum við Guðjón okkur kaffi og ræðum um hluti eins og umræður og vesen.

En af því að ég kem heim seint, eða yfirleitt um 22.30, þá borða ég seint og kíkji í Fifa eða á skype við fólk sem er líka á skype og fer þar af leiðandi seint að sofa og vítahringurinn heldur áfram daginn eftir.

Svona eru flestir virkir dagar hjá mér. Helgarnar eru jafn mismunandi og þær eru margar. Þær eru semsagt 52 mismunandi. En meira um þær seinna. Samt sennilega ekki.

Sjáumst samt

Leave a Reply