11: Fermingagjöfin góða og niðurbrotinn 14 ára strákur :(

Nei blessuð veriði!

Orðið á götunni er að ég er að skíta í mig og það er satt. Eftir að hafa fengið mikið af áminningum í spjallinu á FB um að ég sé ekki að standa mig, flest mjög svo orðljót frá vinum mínum, en önnur aðeins meira falleg, þá verð ég að stíga upp og blogga.
Ég veit að þetta er engin afsökun fyrir ykkur en ég er búinn að vera mjög svo upptekinn, það er einfaldlega nóg að gera hjá your’s truly. Menn eru útum allt og það hvorki rekur né eitthvaðorðsemégmanekkiáaðverahér.

En það tóku yfirleitt flestir vel í þegar ég sagði gamlar sögur af mér og mínum ævintýrum. Og ég ætla núna að segja ykkur frá fermingagjöfinni minni frá konunni sem fæddi mig.

Mamma er snillingur. Ég vil að þið vitið það frá byrjun. En hún hefur ekkert alltaf pælt of mikið í gjöfum til barnana sinna.

Rannveig systir er 2 árum eldri en ég og fermdist því væntanlega 2 árum á undan mér. Hennar fermingarveisla var mjög góð og gekk vel. Annað en mín. En þá sögu segi ég seinna. Rannveig fékk 68.000 kr í fermingargjöf sem þótti í lakarari kantinum þá en engu að síður ásættanlegt.
Tveim árum seinna þegar ég fermdist fékk ég 82.000 og var sáttur við það. Einnig fékk ég 21″ túbusjónvarp sem kostaði 27.000 og græjur sem kostuðu held ég 7.500. Menn voru drullusáttir við það þar sem ég gat núna spilað tölvuspil inn í herbergi og hlustað um leið á eina geisladiskinn minn, sem var einmitt diskur með Brain Police. Ég fílaði eitt lag á honum sem var að sjálfsögðu Jacuzi Suzy sem er auðvitað topplag og það var því á repeat í 3 ár. Loftnetið ágræjunum virkaði aldrei svo það kom aldrei til greina að hlusta á útvarpið.
Síðar fékk ég tvo nýja diska í safnið. Annar var safndiskur með Írafár og hinn var Iron Maiden diskur. Þess má geta að ég hlustaði ekkert á þungarokk eins og Brain Police og Iron Maiden en eins og þið vitið þá kennir neyðin nöktu fólki að spinna svo ég bara lærði að fíla þetta.
Þegar ég spurði mömmu á fermingardaginn hvað ég fengi frá henni og Gumma þá sagði hún alltaf bara “Bíddu, er ég ekki að halda þessa veislu fyrir þig?” – “Jú en ég meina vinir mínir vá veislu og gjöf en okei allt í lagi”
Þess má geta að veislan var haldin í Lionshúsinu á Húsavík. Kannski betur þekkt sem minnsta hús á Norðurlandi. En þar sem allir ættingjar bjuggu í Rvk og þar í kring þá komu ekkert allir norður í veisluna, reyndar komu nokkuð margir, enda margir mjög ánægðir með strákinn að vera að trúa á Guð og hans menn. Það er ekki á hverjum degi sem mönnum býðst að kíkja í veislu hjá karlinum. Btw næsta veisla er 16.febrúar hér í Stavanger. Flest ykkar eru velkomin og þið RSVP-ið hjá karlinum.
Ég ætla ekki að fara út í öll leiðindin sem komu fyrir í veislunni hérna því núna í dag, 10 árum eftir þessa veislu eru ennþá deilur í fjölskyldunni útaf smáatriðum þar sem sumir létu skapið fara með sig. En þess má geta að ég stóð mig eins og hetja og var öllum til sóma. Nema ömmu. Ég gretti mig á öllum 25 myndunum sem hún tók á myndavélina sína (hún átti auðvitað ekki digital og ég eyðilagði því alla filmuna.)
Hún var mjög ósátt en ég gaf henni seinna mynd af mér frá þessum degi, tekna af ljósmyndara og þar er ég heví krútt.

En alla vena. Haustið eftir ferminguna mína þá er mamma loksins í skapi til að gefa mér einhverja gjöf aðra en veislu. Og þá var ákveðið að við myndum fara á Liverpool leik það haust. Ég sparaði alla peningana mína og var mjög spenntur, enda gamall draumur að rætast. Við ætluðum að fara saman ég, mamma og Gummi. Ég man ekki hvar hin börnin voru á meðan, en öllum var drullusama því þau voru ekki að fermast fyrir 6 mánuðum. Þá voru þau 5, 10 og 16 ára  og því eflaust getað séð um sig sjálf.

Þegar nær dregur ferðinni kemur upp sú staða að Rut frænka ætlar að koma með. Ekkert vandamál fyrir mér, enda Rut fagmaður út í gegn. Síðan hefur eflaust verið einhver viðbjóðslegur saumaklúbbur þar sem kjellingarnar hafa boðið fleiri konum með. Endanlegt ferðateymi í fermingargjafarferð Einars var:

Einar, mamma, Gummi, Rut frænka, Linda frænka og systir hennar Ása og svo Inga, æskuvinkona mömmu og Rutar.

Ég var hreint að deyja úr spenningi.

Þess má geta að á þessum tíma hafði ég hitt Lindu frænku einu sinni og Ásu frænku aldrei! Ingu hafði ég hitt oft þegar ég var á aldrinum 0-3 ára og mundi því ekkert eftir henni.
To sum up: Ég, mamma mín, maðurinn hennar og Rut frænka og 3 strangers!

Ég lét þessa óþægilegu stöðu ekki pirra mig of mikið. Ég var að fara á Liverpool leik í fyrsta skipti og ég lét það ofar öllu. Jájá þessar kellingar geta komið með svo lengi sem ég fæ að sjá Liverpool.

Við flugum til London og ætluðum að vera þar allan tímann nema á leikdag ætluðum við í lest til Liverpool og sjá leikinn og svo til baka til London. Leikdagur var tveim dögum eftir að við komum út. Fyrstu dagarnir fóru því í langa göngutúra á Oxford street þar sem ég gekk á milli íþróttabúða og var nokkuð sáttur. En þar sem ég var bara 14 ára þá þurfti ég alltaf að vera með kellingunum því ef ég væri einn þá væri mér auðvitað hópnauðgað af ölllum hinum því það er jú það sem skeður ALLTAF í útlöndum ef þú spyrð alla foreldra alltaf. Þegar við vorum búin að vera íþróttabúð í 30 mínútur þá fórum við í 7 hæða Debenhamsbúð sem var verstu 8 klukkutímar af lífinu mínu. Ég týndist 19 sinnum og það var ekki hægt að kaupa mat þar. Þegar ég kom út hafði ég misst 4 og hálft kíló. Svo spurði ég mömmu hvort ég mætti fara á Pizza Hut sem var hinumegin við götuna og þá sagði hún að ég mætti það. Á leiðinni út sögðu allar frænkurnar “Íris! en honum verður hópnaugað ef hann er einn!” – “Já okei þá máttu ekki fara, Einar. Svekkjandi”
Í staðinn hélt ég bara áfram að deyja rólega á meðan þær mátuðu föt en keyptu síðan engin því þær voru að spara. Ekkert bólaði á Gumma, enda hefur hann eflaust verið týndur á einhverri annarri hæð.

Síðar það kvöld ætluðum við að fara á japanskan veitingstað sem mamma hafði heyrt um þar sem kokkarnir græja allt fyrir framan þig og gera allskonar listir með matinn. Það er heví kúl og allir til í það. Þegar við komum á staðinn þá kom í ljós að þetta var ekki þannig staður heldur bara venjulegur japanskur staður. Við vorum öll að deyja úr hori eftir Debenhams-ævintýrið fyrr um daginn svo ákváðum að borða þarna anyways. Ég tók eftir því strax að þetta var mjög fancy veitingastaður enda var engin happy meal í boði. Allir borðuðu mikið og drukku sig haugadrukkna, nema auðvitað fermingabarnið sem mátti ekki drekka, þannig að þið getið ímyndað ykkur alla þá gleði sem umlék mig þarna… Í fullorðins partýji þar sem allir voru á skallanum og ég hafði engan jafnaldra til að leika við eða að minnsta kosti bara til að spjalla við.
Svo einhverjum 4 tímum seinna þeagr allir voru saddir og þreyttir þá ákváðum við að borga og drífa okkur á hótelið. Þá auðvitað ætlaði mamma að blæða á alla en var ekki með veskið sitt og mamma bað mig um að borga. Ég var jafn hissa og þið en mamma róaði mig strax niður því hún myndi bara borga mér á morgun. That happen’t. Naat.
Þannig að eftir versta dag lífs míns þá endaði ég kvöldið á að splæsa á 6 manns í mat og drykk á dýrasta japanska stað í London. Eftir að ég leiddi fólkið allt á hótelið eftir taxaferð sem auðvitað ég borgaði. Þá fór ég að sofa enda spenntur fyrir morgundeginum. GAME DAY!

Ég svaf lítið alla nóttina enda að deyja úr spenningi. Þegar mamma og Gummi vöknuðu um 10 leytið, þunnari en niðurgangur, þá spurði ég mömmu hvar miðarnir á leikinn væru og við þyrftum að drífa okkur í lest því leikurinn átti að byrja um 17 leytið og lestin tæki 3-4 tíma. “Miðarnir?? Ég er ekkert búin að kaupa þá.. Gerum við það ekki bara á leiknum?”
“Uuu sem sagt nei, mamma!”
Eftir að hún náði að róa mig niður eftir vonbrigði ársins þá gerði hún heiðarlega tilraun til að redda miðum. Hún hringdi EITT símtal og spurði hvort viðkomandi ætti miða á leikinn og skellti svo á því mamma skildi ekki hvað konan sagði. “Við gerum bara eitthvað skemmtilegt í staðinn, er það ekki?”
Ég held ég hafi ekki farið að grenja en ég útiloka það ekki enda vonbrigðin ein þau mestu á minni ævi.
LOKSINS sættist ég á að kíkja á Chelsea leik sem var auðvitað í London þennan sama dag. Þeir áttu að spila við Charlton og mér leist allt í lagi á það þar sem Eiður var í Chelsea og Hemmi Hreiðars lék með Charlton þannig að þetta var ekki versti kostur í heimi þó mig auðvitað langaði muun meira til Liverpool!

Mamma hringdi eitt símtal í viðbót og nei nei það virkaði ekkert frekar og við fengum engan miða.
Vonbrigðin eftir að þeim leik lauk voru mikil Því hann fór 4-1 fyrir Chelsea og Eiður skoraði 2! Þegar það kom í ljós að við vorum ekki á leið á fótboltaleik eftir allt saman og þá staðreynd að það var upphaflegi tilgangur ferðarinnar þá heyrðist í hinum fjóru konunum þar sem þær hrópuðu í kór “DEBENHAMS DEBENHAMS DEBENHAMS DEBENHAMS” með hnefana á lofti um leið og þær hentu húsgögnum út um allt hótelherbergið.
Helvíti á jörðu endurtók sig þann dag og sálin mín byrjaði að deyja.
Þessi ferð var ekkert nema kvöl og pína en það var allt í lagi því mamma keypti handa mér enska landsliðsbolinn, af hverju var ég fúll þegar við komum heim? Ég er bara svo vanþakklátur!

Sjáumst samt

3 comments

  1. váá…ég væri ennþá að erfa þetta við mömmu mína… mér finnst að þú eigir inni eitt stykki fótboltaleik…

  2. Liverpool hjartað mitt er í þúsund molum. Þetta jaðrar við að vera efni í ættleiðingu, bara ef einhver ættleiðir þig sem fer með þig á Liverpool leik.

Leave a Reply