10: Körfubolti, Gummi og niðurgangur í bíó.

Sögur úr skóla..

Körfubolti 102

Þegar ég var í FSu á síðasta ári, þá gat lífið varla verið betra. Eitt það skemmtilegasta við þetta skólaár var klárlega íþróttaáfanginn sem ég var í. Það var körfubolta-áfanginn mikli. Flestir sem eru með heila fóru í þennan körfubolta áfanga mjög snemma á skólagöngunni sinni en ekki ég, Siggi og Bjarni. Ó nei við mættum á síðustu önninni með öllum busunum. Eins og landsmenn vita að þá getum við Siggi ekki blautan í körfu en Bjarni kann drullu takta. Ég veit það er ótrúlegt.
Ég æfði reyndar körfubolta í 3.bekk á Patró en svo slasaðist þjálfarinn minn sem var þá 17 ára og hnéskelin hans færðist alveg niður í sköflung. Þá lagði ég Air Jordan á hilluna. Ég ætlaði ekki að taka þátt í svona háskaleik

En hvar var ég…
Þannig að liðin voru oftast: ég í einu og Bjarni í hinu, því hann nennti aldrei að vera með mér í liði því ég reyndi alltaf að troða eða fékk Sigga í að gera Júgóslava með mér. Júgóslavi er taktík sem við Siggi smíðuðum í fyrri íþróttaáfanga, blaki. Það virkar þannig að einn segir “úbs ég þarf að reima skóna!” mjög hátt, svo þykist hann reima skóna og hinn er með boltann og kemur hlaupandi og stígur á bakið á reimaranum og treður. Þetta virkar ótrúlega sjaldan, því við eigum enn eftir að fínpússa þetta. Og það er ástæðan fyrir að Bjarni þoldi okkur ekki.Image
Okei þannig að liðin voru ég og Siggi og nokkrir busar á móti Bjarna og nokkrum busum.
Ég og Siggi erum úr hverfinu þannig að við spiluðum streetball, sem þýðir að það má aðeins taka á mönnum. Bjarni hélt að hann væri NBA-material og var alltaf að bölva þessum aðferðum. En það er bara hans vandamál.
Ég vil taka það fram að ég og Bjarni bjuggum saman á þessum tíma og alltaf eftir þessa tíma, sem voru á föstudögum, þá fór Bjarni í fýlu við mig af því að ég gerði peysutog eða sló hann eða rennitæklaði (einu sinni). fýlan entist oftast fram á laugardag en þegar hann hagaði sér svona þá fékk hann ekkert að spila GrandtheftAuto með mér.
Í einum leiknum, sem sagt í körfunni, þá var jafntefli, minnir mig 16-16 þar sem það var yfirleitt lítið skorað sökum fjölda villna. Þá var Bjarni sloppinn í gegn og reyndi leiöpp en þar sem hann er 1.65 á hæð tókst það ekki, reyndar tæklaði Siggi hann með júdótaki en það var ekkert dæmt. Þá gaf Siggi heví langa sendingu fram á yours truly en þar sem Siggi er og hefur alltaf verið rangeygður þá var sendingin ömurleg og stefnti útaf. Ég hljóp eins hratt og ég gat, sem sagt hægt, og boltinn var farinn útaf en var ekki lentur. Hann þarf víst að lenda útaf í körfu. Ég auðvitað skutlaði mér á eftir honum til að blaka honum inná þar sem Siggi var á leið í sóknina. Ég náði því en þar sem ég var á 9000 km hraða þá endaði ég á horninu á veggnum. Það sem sagt kom smá svona horn þar sem brunaútgangurinn var. Ég lenti með hægri síðuna á horninu og missti andann og fann sársauka kviðslits. En eins og þið vitið slasast ég aldrei þó ég finni mikið til og auðvitað var ekkert að mér þó það hafi liðið yfir mig á meðan íþróttakennarinn og starfsmaður í húsinu héldu á mér út úr salnum. Síðan kom sjúkrabíll í skólann og ég fór til læknis sem einmitt gaf mér bara pillur og sagði mér að koma eftir tvær vikur ef ég væri verri. Var við einhverju öðru að búast?

Síðan skutlaði hjúkkan mér heim uppá vist og þar fór ég í lengstu sturtu lífs míns. Ekki af því að ég var að sturtuhausa mig í gang, heldur af því að hægri hliðin á líkamanum mínum var öll dofin.

Svo kom ég aftur í skólann og allir höfðu heyrt söguna og allir hlógu að mér. En feis á Bjarna, hann vann ekki leikinn.

Hvernig ég kynntist Gumma

Eins og ég sagði ykkur áður þá kynntist ég Gumma og Sigga mjög snemma eftir komuna á Selfoss. Siggi spilaði hafsent eins og kallinn og við bonduðum vel frá byrjun. Reyndar var Siggi líka eitthvað jellös útí hvað ég var að looka en okei. Ég kynntist Gumma aðeins seinna. Gummi var á þessum tíma undrabarn í fótbolta. Hann var hrikalega snöggur og var alltaf starter og geðsjúkur skotmaður. Þar sem ég er einmitt akkúrat öfugt, ekki geðsjúkur skotmaður, þá kom það fyrir á einni æfingu að ég og Siggi vorum að halda á lofti á milli (náðum mest 12) eitt skiptið ætlaði ég að vera agalegur spaði og taka heví volley en þar sem ég er ekki svo sparkviss þá auðvitað þrumaði ég boltanum í smettið á Gumma. Image“SORRY maður!” kallaði ég til hans. “já ekkert mál”, svaraðir hann, vangefið pirraður útí nýja gæjann. Í dag er þetta mjög fyndin saga okkar á milli og hún kennir okkur það að þó maður dúndri bolta í andlitið á fólki… þá þýðir það ekki að þið getið ekki verið bestu vinir. Prufið þetta, þetta er heví icebraker.
En uppúr þessu bonduðum við heví og borðuðum meðal annars 75 bragðarefa á 75 dögum. Það var goodshit.

Þegar við Siggi fórum á 21 í bíó og hann fékk niðurgang

Muniði ekki eftir myndinni þarna “winner winner chicken dinner” ? Já við fórum sem sagt á hana. Þegar það er alveg að koma hlé þá segir Siggi að honum líði ekki vel. “Eins og mér sé ekki drullusama, haltu bara kjafti og fáðu þér popp” sagði ég.
Svo fór Siggi á klóstið í hálfleik og ældi. Kom svo til baka “Heyrðu gamli bara ælandi og vesen á stráksa” þá spurði ég hann hvort hann vildi fara heim. “Nei nei, klárum þetta” sagði hann og þóttist vera spaði. Svo voru búnar 5 mínútur af seinni hálfleik þá vill hann fara heim.
Siggi ældi á ruslagáminn fyrir utan bíóið og ég hálfskammaðist mín.

Þetta er btw ekki sami Siggi og fékk niðurgang í hinu blogginu. Það er Siggi Kalli, þetta er Siggi Sig.

Einhverra hluta vegna vorum við á þá glánýja Chevrolet jeppanum hans pabbans, eflaust því við vorum að vera kúl. Siggi segir við mig “Þú verður að keyra” sem kom mér á óvart því Siggi hefur alltaf titlað sjálfan sig sem bílstjórann í vinahópnum. Jæja ég settist upp í og Siggi skrúfaði niður gluggann og byrjaði að æla út. Hann ældi stanslausri bunu frá Selfossbíói og heim til hans á Skólavöllum og á alla hægri hliðina á þessum annars fína bíl. ImageSvo hljóp hann ælandi og grenjandi inn og beint á klósettið. Ég fór bara í Fifa á meðan og tjillaði. Síðan kíkti ég seinna inn á klósettið og þá var hann allsber með niðurgang og hélt á fötu sem hann ædli í. Hann var ógeðslega sveittur og það var hreinlega ekkert að frétta. “Heyrðu þetta er ekki alveg nógu gaman. Ég er held ég bara farinn heim, leiter á þig gamli”, sagði ég og rölti heim.

Það kom síðar í ljós að Siggi hafði borðað humar um kvöldið og er víst með ofnæmi fyrir því. Og hefur ekki borðað humar síðan. Enn kærulaust af honum að bjóða mér í bíó sama kvöld og hann borðaði einmitt það sem hann er með ofnæmi fyrir. Finnst ykkur hann ekki heimskur?

Leave a Reply