09: Það sem ég fokking vil

Jæja krakkar og fólk. Þetta blog challenge er farið að vera með heimskulega hugmyndir þannig að ég hef tekið yfir stjórninni og ætla að blogga um hluti sem ég vil. Byrjum á þrem hlutum sem ég vil ekkert eða alla vena mjög lítið.

Að fá heví mikið hland yfir mig

Að standa út í sveit og einhver sturtar rugl miklu pissi yfir mig er hlutur sem ég get vel komist af án.

Að það kemur ekki heimild

Þegar kemur ekki heimild á kortið mitt, þá deyr hluti af mér. Ég reyndar fylgist mjög mikið með stöðunni á kortinu mínu sem heldur þessum atvikum í algjöru lágmarki. En síðan reyndar hlæ ég á leiðinni í bankann þannig að mér er drullusama. Samt er ennþá meira pirrandi þegar þetta skéður við vini manns og maður þarf að borga fyrir þá. Helvíts pirrandi.

Að lenda í 2 bílslysum á sama tíma

Mig langar minnst í heimi að standa úti á götu og það keyra tveir bílar á mig úr sitthvorri áttinni. Það gerðist fyrir frænku mína og hún sagði að það var heví óþægilegt.

 

Okei 3 hlutir sem ég vil.

Að finnast gaman að hjóla

Seríoslí hvað er að frétta af því að hjóla með að vera leiðinlegt? bíddu halló
Reyndar fær maður goodshit Quads og fínt condition en samt klessir maður eiginlega alltaf á hluti og fólk. Og svo rignir á mann.

Að vera góður í Parkour

Ef ég væri góður í parkour þá hefði ég allan pakkann. Fyrir þá sem eru ekki með heila og/eða eru gamlir og vita ekki hvað parkour er þá er það svona hoppidæmi-gæjar.
Ég hef reynt parkour, reyndar bara sjálfur en það gekk vægast sagt illa. Ég skallaði vegg og beygði mænuna á mér 100° í vitlausa átt. Maður byrjar varla verr en það, þannig að ég þarf að fá mér þjálfara í þetta.

Að vera ekki í WTC á 9/11

Það var vesen. ég dodge-aði heví bullet með að vera bara á Húsavík í staðinn.

 

 

Förum núna í 3 hluti sem mér finnst pirrandi.

Þegar það er prumpulykt af mömmu

Mamma prumpar alltaf á mig. Hún er ein af fáum konum sem prumpar á almannafæri, reyndar amma líka en það er ekki ætlunin hjá henni. En þar sem mamma er ein af fáum konum sem gera þetta meðal almennings og í kokteilboðum og þá þarf eiginlega að sýna henni virðingu. Hún sker sig úr. Hún er byltingasinnuð unga kona. Eða alla vena byltingasinnuð kona. Eins konar Joan Of Arc.
En þrátt fyrir það má ekki líta framhjá þeirri staðreynd að það lyktar eins og brennandi lík á almenningssalerni.

Þegar ég held að það sé laugardagur en það er sunnudagur

Það gerist oftar en þú myndir halda. Einu sinni lét ég þetta ekki stoppa mig og djammaði á sunnudegi með fullt af fínu fólki en það kvöld endaði mjög illa. Til að fara ekki of djúpt í díteila en þá endaði Nissan Patrol jeppi á bílskúrsvegg á 40 km hraða. Ég vil þó taka fram að ég kom ekki nálægt því en þetta á það til að koma fyrir þegar fólk heldur að það sé laugardagur.

Þegar ég hálsbrotna í baði

Ég viðurkenni vel að þetta hefur ekki ennþá skéð en mér finnst þetta samt pirrandi. En oft þegar fólk hálsbrotnar þá deyr það en ekki alltaf. Stundum nær það að lifa af sem er frábært. En ef þú hálsbrotnar í baði þá lendiru strax í drukknun sem er vesen þar sem þú getur ekkert andað og er heví illt í hálsinum. Reynum að fara í bað í framtíðinni með buddy-systeminu. Þá getur einn alltaf bjargað hinum ef hann hálsbrotnar.

 

Sjáumst samt

Leave a Reply