08: Glæpagengið

Allir hafa framið einhverja glæpi. Mis stóra að vísu en allir hafa gert eitthvað sem er bannað. Þó þið haldið að ég sé undantekningin sem sannar regluna en það er nú heldur betur ekki mjög satt. Ég á að baki langan afbrotaferil og sé ekki eftir neinu. 

Einar og Rannveig (Bonnie & Clyde)

Þegar ég bjó í Meðalholtinu í 105 Reykjavík þá fórum við Rannveig systir oft út í búð, Kaupmaðurinn á horninu hét hún. Sem sagt búðin, ekki Rannveig. Rannveig hét bara Rannveig. Einu sinni vorum við Rannveig á leið niðrá Laugaveg, af því að mamma var úti að spila bingó. Við komum við í búðinni og Rannveig var að tala við afgreiðslukallinn og á meðan sá hinn 7 ára ég risastórar karamellur á borðinu. Við erum að tala um svipað stórar og lófinn á 7 ára barni. Þær kostuðu 100 krónur stykkið. Miðað við verðbólgu í dag er það sirka 4500kr. Ég náði að stela tveim og stinga í vasann. Eina fyrir mig og eina fyrir Rannveigu. En af því að þetta var svo auðvelt þá varð græðgin mér að falli og ég setti hendina aftur upp í von um að ná tveim í viðbót. En um leið og ég setti hendina aftur í karamellukassann, var Rannveig búin að tala við afgreiðslukallinn og byrjuð að labba í burtu. Því stóð hann b ara og horfði á mig karamellur og stinga í vasann. Þá greip hann í hálsmálið á mér, þegar ég hugsa um það núna þá var það nett óviðeigandi, og öskraði á mig, hvurn fjandann ég væri að gera með að vera að stela. Um leið og þetta atvikaðist þá sýndi Rannveig gríðarlega systkina ást og hrópaði “Ónei hvað hefur gerst hér” og hljóp út. Rannveig hefur aldrei verið þekkt fyrir að hlaupa hratt en þegar ég horfði þarna á eftir henni hugsaði ég bara “gaddem… that nigga’s fast”

Kallinn hótaði að hringja í pabba minn en ég sagði honum stoltur að ég ætti engan. Skák á mát… hélt ég. Þá bað hann um númerið hjá mömmu minni og ég sagðist ekki muna það. “Hvað heitir hún!!?” öskraði hann, fokillur. “Ég veit það ekki heldur, bara hún veit það” svaraði ég og benti í gegnum rúðuna á útidyrahurðinni þar sem Rannveig stóð í 200 metra fjarlægð og beið eftir litla bróður sínum, sem gæti allt eins verið dauður.
Að lokum gafst kallinn upp á mér og henti mér út með 0 karamellur.

Ég var ekki dottinn af baki og fór nokkrum vikum seinna með Rannveigu og Tinnu nágranna í Ótrúlegu búðina sem var þá beint á móti Hlemmi. Þar sáum við drullunetta bangsa, sem okkur reyndar langaði ekkert í en það er engin ástæða fyrir barn að stela ekki. Svo við stólum nokkrum bangsum (böngsum?). Við földum þá í skjalatöskunni hennar mömmu sem hún notaði aldrei og við vissum leyninúmerið á hana. Stundum fór maður niður í kjallara og lég sér með þýfið en það var eitthvað spennandi við það þar sem það var fengið með illu. Ef mamma hefði keypt þennan bangsa handa mér þá hefði ég eflaust sturtað honum í klósettið og öskrað píkuskræki, eins og ég gerði oft á þessum mótunarárum.

Næsta ránið okkar var í snyrtivörubúðinni Body Shop. Eins og þið getið ímyndað ykkur hafa 7 og 9 ára börn lítið að gera í slíka búð en það er ekki spurt að því þegar Eina og Rannveig stela.

Við stálum fullt af samanþjöppuðum þvottapokum sem voru klesstir einhvernveginn saman með loftpressu og tóku þannig heví lítið pláss. Þetta var auðvitað nýtt fyrir okkur og mamma hafði hingað til alltaf bara keypt venjulega þvottapoka handa okkur og við vorum búin að fá okkur fullsödd af þessari meðalmennsku. Við komumst að sjálfsögðu upp með þetta en notuðum grimmt til að byrja með en síðan minnkaði notkunin þar sem öll spennan við að þvo sér með stolnum þvottapoka var farin. Það þurfti eitthvað meira. Eitthvað nýtt. Nýja áskorun.

Amma vann á þessum tíma í SÍBS, sem fyrir þá sem eru ekki með heila er happadrætti. Amma átti alltaf loadshit af SÍBS miðum sem voru ekki með númerum á og notaði amma þá fyrir minnismiða. Við höfðum því óhindraðan aðgang að þessum miðum þar sem við bjuggum með ömmu. Einn daginn vorum við í heimsókn hjá frænku okkar og þessir miðar komu eitthvað til tals. Þessi frænka okkar var á okkar aldri. Hún varð mjög öfundsjúk útí hvað við áttum marga happadrættismiða og hana langaði í. “Ég held við getum fundið eitthvað út úr því” sagði ég og blikkaði til Rannveigar. “Við komum eftir klukkutíma aftur” sagði Rannveig.

Þá hlupum við heim, fylltum skjalatöskuna hennar mömmu af happadrættismiðum (eflaust 4000-5000 miðar) hlupum með hana aftur niður í bæ þar sem frænka bjó. Þegar við komum upp í herbergið hennar settum við töskuna á gólfið, ég opnaði hana með leyninúmerinu sem við einmitt vissum vel. “Við viljum kaupa dótið þitt fyrir happadrættismiða” sagði ég.

“Okei samþykkt!” var frænka fljót að segja.

Síðan bentum við á þá hluti sem okkur langaði í og hún svaraði hvað það kostaði marga miða. Ég man að ég keypti goodshit bók um Andrés Önd á 4 miða og Rannveig fékk svínastyttu á 8 miða. Við basically rændum öllu flottadótinu hennar fyrir verðlausa happadrættismiða. Á þeim tíma auðvitað vissi frænka ekki af því og það var einmitt pointið. Síðan hlupum við aftur heim með fulla skjalatösku af nýju dóti og restinni tróð ég inná peysuna mína. Þetta var okkar Italian Job.
Eftir að hafa náð þetta miklum feng í einni tilraun lögðumst við í helgan stein. 

Að minnsta kosti í þessum bæ. Við létum seinna til skarar skríða eftir að við fluttum úr stórborginni. Í bæ sem engin þekkti okkur eða vissi af okkar fortíð. En meira um það seinna…

 

Sjáumst seinna

Leave a Reply