07: Hvað er draumastarfið og af hverju?

Þegar ég var yngri var ég alltaf að breyta um hvað ég vildi verða. Mig langaði lengi vel að vera vörubílakall með tvö mótórhjól á pallinum. Síðan þroskaðist ég aðeins og langaði að verða galdrakall. Þegar ég var í 1.bekk kom Stundin Okkar í heimsókn í skólann og það var viðtal við alla krakkana þar sem þau sögðu hvað þau ætluðu að vera. Ég sagðist þá ætla að verða smiður.

Og allt frá því þá og þangað til á 2.ári í fjölbraut, stefndi ég á það að verða smiður. Byrjaði einmitt að læra smíðina á Selfossi. Ég vann nokkur sumur með skóla við smíði og líkaði vel. Það var ekki fyrr en ég fór að vinna með Unnari bróður í nokkra daga í miðjum desember þar sem það var kolniðamyrkur og við þurftum að byrja á að skafa snjóinn af öllu og setja upp ljóskastara og það var -5 gráður. Þá ákvað ég að ég vildi ekki gera þetta alla ævi. Ég veit, ég veit ég er kelling en mér var bara svo ógislega kalt. Á þessum tíma dreymdi mig í staðinn um að vera í goodshit skrifstofuvinnu að sötra heitt kakó og hanga í tölvunni.

Á 2. ári í fjölbraut skipti ég úr smíðinni yfir í félagsfræði. Af því bara. Restina af framhaldskólagöngu minni hafði ég ekki hugmynd um hvað ég vildi gera í lífinu. Mig langaði í smá tíma að verða lögfræðingur. Siggi Sigurjóns, pabbi hans Sigga vinar míns er lögfræðingur og á þeim tíma umgekkst ég hann mjög mikið og hann hafði þessi áhrif á mig. Ég gat vel hugsað mér að vinna á góðri lögrfræðistofu og eiga flott hús og nýjan bíl. Svo frétti ég hvað lögfræðinámið er leiðinlegt og þá þurfti ég ekki lengur að pæla í því. Kannski eins gott, ég á erfitt með að finna mér jakkaföt. Svo þarf maður líka alltaf að vera með bindi og verja glæpamenn. Nennis.

Þegar ég útskrifaðist sem stúdent stóð ég alveg á gati. Ég sótti þó um í lögfræði í HÍ og þegar kom að því að fara að greiða skólagjöldin sá ég að þetta væri ekki eitthvað sem mig langaði og því væri betra að fara að vinna og hugsa málið á meðan.
Ég byrjaði á að vinna í fiskinum í eyjum og safnaði mér upp smá pening. Í apríl á næsta ári fór ég síðan til California að vinna í nokkra mánuði. En um leið var ég að athuga skóla þar úti og hvort þeim litist ekki vel á að fá strákinn. Þar komst ég af því að skólar í Bandaríkjunum vilja einmitt eiga alla peningana mína næstu 10-20 árin þannig að sá draumur fjarlægðist strax.
Þó að ég hefði flakkað mikið á milli starfa á þessum tíma (eftir að ég kom heim) og vissi um leið ekkert hvað ég vildi, þá var ég alltaf staðráðinn í því að festast aldrei í neinu af þessum störfum árum saman og fatta það síðan kannski 5 árum seinna og sjá eftir því. Ég skellti mér því á Keili til að læra einkaþjálfun. Á þeim tíma langaði mig bara að klára þetta eins árs nám einungis fyrir sjálfan mig og eigin þekkingu. Þá var ég ekkert að hugsa um að starfa við þetta í  nánustu framtíð. Planið var alltaf að fara strax í háskóla haustið eftir útskrift og verða eitthvað meira.

En þegar leið á námið varð ég meira og meira sannfærður um að þetta væri það sem ég actually vildi starfa við. Þegar námið var hálfnað sótti ég kynningafund um starf við einkaþjálfun í Noregi. Ég sá strax að það væri eitthvað sem ég vildi prófa. Þegar nálgaðist útskrift sótti ég um og það leið ekki að löngu þar til ég var ráðinn.
Ég starfa núna einmitt við einkaþjálfun í Noregi í líkamsræktarstöð sem heitir Elixia. Elixia er stærsta keðjan í þessum geira hér í Noregi og er einnig eitthvað á hinum Norðurlöndunum. Þó að ég sé búinn að átta mig á því að þjálfun er það sem ég vil starfa við, er ég líka búinn að sjá það að einkaþjálfun í svona “commercial” gymmi er ekki það sem mig langar að gera. En þetta er frábær reynsla engu að síður. Ég er búinn að ákveða það að ég vil læra meira og stefni á íþróttafræði í haust. Eftir það eflaust master og meira. Eftir það, get ég farið að ákveða hvað ég vil almennilega gera í lífinu. En þangað til verð ég bara áfram krakki.

Hér eru nokkur störf sem ég myndi ekki vilja vinna við og af hverju.

Slökkviliðsmaður

Þó að slökkvikallar séu drullusexi og alltaf að bjarga fólki þá er engin peningur í því. En reyndar er maður alltaf að bjarga fólki og kisum, sem er goodshit. Svo eru allar kjellingar til í slökkvigæja. Svo líka gætiru alltaf brunnið til dauða á næsta mánudag og það er risky business ef þú spyrð mig.

Kokkur

Ég væri mjög til í að kunna að elda, það væri reyndar geðveikt. En að vinna við það myndi þýða að vinna á kvöldin og maður nennir því ekki alla ævi. Menn þurfa alveg að vera heima að kúra og leika við börnin sín. Alltof margir sinna ekki börnunum sínum en það má ekki gleyma því að þegar börnin vaxa verða þau fólk sem síðan verða bófar og nauðgarar ef maður leikur ekki við þau þegar þau eru ung. Og það er öllu samfélaginu til trafala. Strangt til tekið er hægt að rekja flesti glæpi til vanrækslu barna – sem er einmitt kokkum að kenna. Þannig að fokk kokkar.

Gangavörður

Þetta er það starf sem fær hvað minnstu þakkir í heiminum. Gangaverðir vinna á lágmarkslaunum og starf þeirra er að skemma gleði. Um leið og eitthvað barn brosir eða sýnir ánægju, er starf gangavarðarins að þagga niður í viðkomandi barni og helst hringja í foreldra þess. Gangaverðir hata bolta. Það má engin leika sér með bolta í 50 metra radíus við gangavörð. Ef slíkt kemur fyrir, mun gangavörðurinn gera boltann upptækan og setja hann svo hátt upp í hillu, að engin börn undir 15 ára aldri, geti náð honum. Síðan drekka þeir kaffi, stundum með kennurunum en fá ekki virðingu þeirra frekar en annarra en samt halda þessir verðir ótrauðir áfram í að hindra gleði og ánægju ungra barna.
Ég titlaði mig í mörg ár sem einmitt gangavörð í símaskránni af virðingu við þetta fólk. Þau fá kannski bara 140.000 útborgað, en það þýðir ekki að þau séu ekki fólk. Munið það krakkar mínir.

Dyravörður

Ég var stundum dyravörður á skólaböllum þegar ég var í nemendaráði. Og það var reyndar mjög gaman. En dyraverðir í dag á skemmtistöðum eru allir með mikilmennskubrjálæði, lítið tippi og með mikla sýndarmennsku. Ég veit um einn gæja sem er 29.ára og titlar sig sem “bouncer” á facebook síðunni sinni. Og það er eina starfið hans. Endilega keyrið yfir mig ef ég verð þannig þegar ég verð 29.ára. Dyraverðir eru ekki ólíkir gangavörðunum að því leyti að þeir elska að skemma gleði. Dyravörður hefur aldrei labbað upp að manneskju og sagt góðar fréttir, alltaf bara hent fólki út. Ef þú talar við dyravörð af fyrra bragði, þá hendir hann þér út. Ef þú rífur kjaft við hann, þá hendir hann þér líka út næstu helgi. Einu sinni var ég búinn að drekka 14 vodka í redbull þegar ég var að djamma á Mallorca. Ég er ekki að djóka, ég drakk 14. Það var 2 fyrir 1. Og svo var ég náttúrulega að dansa upp á borði og ég braut óvart eitt glas og þá hentu dyraverðir mér út. Þessir menn sko.

Sundlaugavörður

Þarna tala ég af reynslu. Ég starfaði sem sundlaugavörður eitt sumar og síðan sem aukastarf á meðan ég var á Keili. Hands down eitt það leiðinlegasta í þessum heimi. Þú situr upp í búri eins og eitthvað villidýr og átt bara að horfa á sjónvarpsskjái. Þú mátt ekki fara á netið því neeiiii, það gætir einhver drukknað. Þú mátt ekki hlusta á Fm því gömlu kallarnir banna það því þeir kunna ekki að setja aftur á jarðafararásina. Þú mátt ekki leggja þig og þú mátt ekki fara að pissa. Fyrir fórn á öllum þessum mannréttindum myndiru halda að þú fáir vel útborgað. Heldur betur ekki. Og svo vinnuru vaktavinnu og getur því aldrei djammað með strákunum því auðvitað þarftu að mæta í vinnu klukkan 6 daginn eftir svo að 4 gamlir kallar geti farið að synda. Þetta er ekki hæægt sko.

 

Sjáumst samt

 

Leave a Reply