04: 4 hlutir sem ég myndi segja 16 ára Einari

Það voru allir sextán ára einhvern tímann. Og þegar maður lítur til baka yfir gamla tíma, sér maður yfirleitt eitthvað sem maður hefði viljað breyta eða gera öðruvísi. Ég á margt að baki sem hefði mátt fara öðruvísi hér á árum áður. Ástæðan fyrir að ég er þessi kurteisi, hógværi og myndarlegi maður í dag, sem virkar á ykkur sem staðlað form af fullkomnun, er sú að ég hef gert fullt af mistökum og lært af þeim. Flest gerði ég á aldrinum einmitt 16-20 ára. Sem er eðlilegt. Maður er að þroskast og taka tennur og allskonar vesen í gangi.

Hvar var ég þegar ég var 16 ára?


Ég flutti á Selfoss frá Húsavík. Ástæðan fyrir flutningunum var að ég vildi læra húsasmíði og Selfoss hentaði mjög vel þar sem Einar bróðir mömmu bjó þar og ég gat búið hjá honum og stundað námið og að auki unnið fyrir hann á sumrin. Fullkomin hugmynd. Ég flutti á Selfoss og hikaði aldrei, þó að ég þekkti ekki sálu þar. Ja nema einhver 2-3 skyldmenni. 

Ég byrjaði strax í fótboltanum og 3 vikum seinna byrjaði skólinn. Þá hafði ég kynnst strákunum í fótboltanum og það var ekkert stress að mæta í skólann. Einhverja hluta vegna var móðir mín stödd á Selfossi daginn sem skólasetningin var og af óútskýranlegum ástæðum krafðist hún þess að mæta með mér. Ég man það svo vel þegar ég stóð í röðinni fyrir utan salinn í skólanum að bíða eftir að setningin hæfist, og viti menn, ég með einu mömmuna á svæðinu. Fyrir framan mig í röðinni var hópur af stelpum sem eru í dag góðar vinkonur mínar en ég vona að þær muni ekki eftir þessu því þetta olli mér gífurlegri vanlíðan. Ekki það að mamma sé ekki toppmaður, það er bara að þú vilt ekki vera nýfluttur í nýjan bæ og fyrstu kynnin af þér eru að þú ert “gæjinn sem kom með mömmu”.
Það þarf líka að koma fram að á þessum árum var ég mjög áhrifagjarn. Persónuleikinn ennþá í mótun og vissulega eðlilegt að vera áhrifagjarn á þessum aldri þegar maður er ennþá að leita sér af fyrirmynd í lífinu. Ef ég tek dæmi, þá kannski horfði ég á mynd með Jackie Chan og eftir það ætlaði ég að verða geðveikt mjór og ruglaður í karate. Svo kannski 7 mínútum seinna sá ég A Man Apart með Vin Diesel og þá vildi ég verða sköllóttur og 120 kg af vöðvum og segja aldrei neitt nema eitthvað eitursvalt með dimmri röddu. Þar sem ég var svona gjarn á að herma eftir öðrum þá leiddi það til þess að ég gerði mörg mörg mistök. 

Ef ég gæti farið aftur í tímann og talað við sjálfan mig fyrir 7 árum (shit líður þetta hratt) þá myndi ég byrja á þessu…

 

1. Farðu í stuttan ljósatíma fyrst.

Eins og ég sagði var ég nýfluttur á Selfoss og eins og allir vita þá er engin ljótur á Selfossi og menn mæta bara í ljós og halda kjafti. Annað hvort ertu með strípur og tanaður eða átt enga vini. Ég sagði ykkur að ég hefði kynnst strákunum í fótboltanum og ég heyrði þá oft tala um að eftir æfingar ætluðu þeir að kíkja í ljós og eflaust læðast í strípur eftir það, ég man það ekki alveg.
Strákarnir sem ég kynntist hvað best í byrjun voru þeir Gummi Sig og Siggi Sig (ekki bræður  þó sumir vilji meina annað) og ég man mjög vel að einn fimmtudag hringdi Siggi í mig og spurði hvort ég vildi koma með sér og Gumma í ljós. Þetta var svona allt eða ekkert moment. Vildi ég eiga vini og fara í ljós, þrátt fyrir að á þeim tíma var það bara fyrir homma og kellingar að mínu mati, eða vildi ég standa fast á mínu og vera alltaf einn. 

Ekki beint erfitt val fyrir áhrifaríka Einar, “já ég kem eftir 5”, sagði ég með minni skræku og allt annað en krúttlegur rödd, enda búinn að vera í mútum í einhver 8-9 ár þá. 
Það var bara hægt að fara í 20 mínútna tíma og auðvitað kom ekkert annað til greina.

Ég man það svo vel að þetta var á fimmtudegi því daginn eftir var ég á leiðinni uppí Fjallaríki með Einsa frænda og kærustunni hans, henni Svövu og vinum. Ég man meira að segja að þegar ég sagði Svövu að ég væri á leið í ljós þá sagði hún og quote-aði í mig frá því nokkrum dögum áður “Ljós, var það ekki bara fyrir homma og konur?”, – “Jú bara prófa smá” svaraði ég.

Daginn eftir þegar ég vaknaði… Ég var svo brunnin að ég hélt að þetta væri sjúkdómur. Innanverð lærin á mér voru fjólublá ég get svarið það. Bakið var blóðrautt og það að klæða sig í stuttermabol mjög hægt var álíka vont og að gista á lestarteinum á háannartíma. 
Fyrir þá sem ekki vita er Fjallaríki sumarbústaðahverfi fyrir þá nægjusömu, sem er laust við öll nútíma þægindi. Þar þarftu að pumpa vatn í klósettið og helst bara þegar þú ert búinn að hafa tvo niðurganga og svo þarf að hita húsið með eldi og þú getur kvatt alla drauma um sjónvarpsgláp. Þessi helgi var sú erfiðasta í lífi mínu þar sem ég lá bara uppí rúmi og gat varla andað. Og auðvitað alltof stoltur ungur maður til að viðurkenna að eitthvað væri að þannig að allir héldu að ég væri bara í fýlu alla ferðina.

2. Drekktu á busaballinu

Fyrir busaballið fórum við Strákarnir í partý einhversstaðar og allir voru edrú nema Siggi að sjálfsögðu því þar sem það var áramótaheitið hans í 7.bekk að drekka á busaballinu, kom ekkert annað til greina hjá honum. Hann var granítharður og drakk bara kók í Captein, ástæðan, því hann hafði séð pabba sinn drekka það.

Þegar við komum á ballið var Siggi að upplifa bestu stundir síns áður ömurlega lífs á meðan ég var skít tanaður, með strípur í bleikum bol útí horni alltof hræddur við að reyna við stelpurnar á meðan Siggi fór í 18 sleika.

3. Ekki klæðast skinny jeans!!!

Þegar ég var orðinn örlítið eldri, og bjó í Reykjavík var gífurleg tíska að vera í skinny jeans og þekkti ég marga stráka sem rokkuðu það í gang á hverjum degi. Ég hugsaði að þetta væri drullunett og ég ætti að fá mér svona. Enn og aftur var áhrifagirnin að hafa mig að fífli og ég auðvitað keypti mér granít harðar Cheap Monday buxur í Kron Kron á 8000 kall. Ég notaði þær á öllum djömmum næsta ár. Eins og þið flest vitið er ég með aðeins breiðari læri en meðalmaðurinn og er líka með almennilegan rass sem einungis ég og vinkona mín Kim Kardashian erum stollt af.

Ég leit úr eins og allar feitu stelpurnar sem í dag láta sjá sig í discopants. Þegar ég sá myndir af mér á djamminu einhverju löngu seinna, sagði ég við vini mína, “strákar hvernig í ósköpunum sögðu þið ekkert við þessu?!”, “Við vildum ekki særa þig…” sögðu þeir. Þetta eru menn sem gera fátt annað en að rífa mig niður andlega á venjulegum degi og ef þeir kalla mig ekki homma eða ógeð þá er ég feitur og heimskur. Btw kannski að fá mér nýja vini…

Þetta er ein mesta eftirsjáin í lífinu hingað til.

 

4. Ekki halda partý í íbúðinni hans Bjarna eftir nokkur ár!

Ég reyndar sé ekki eftir neinu. Þetta var goodshit partý sem innihélt alla bestu vini mína… nema Bjarna.

Þannig var staðan að Bjarni Rúnars, stórvinur minn og fyrirmynd bjó í íbúð á heimasvistinni. Reyndar bjó ég líka á heima vistinni en akkúrat hinumegin í húsinu. Eftir eitt gott djamm á 800 bar vantaði okkur eitthvað goodshit partý og þar sem vistin var nánast næst hús við barinn þá auðvitað bauð ég öllum heim. Ég er ekki mikið fyrir að bjóða í partý heim til mín því eins og allir vita að þá rústar partý fólk alltaf öllum þeim húsum sem þau komast í. Ég gerði það sem hver einasti maður hefði gert og braust inn í íbúðina hans Bjarna. Það vildi svo heppilega til að hann var í einhverju hljómsveita/homma partýji og við vorum á meðan einhver 19 manns í 25 fm íbúðinni hans að djamma til helvítis. Við borðuðum afganginn af pizzunni hans og 3 manns dóu í rúmminu, heil dolla af neftóbaki fór í gólfið og ég braut uppáhaldskönnuna hans Á MEÐAN ÉG VAR AÐ TALA VIÐ BJARNA Í SÍMANN! Hann hringdi sem sagt í mig til að spurja hvort ég vissi um annað partý. Síðan kom hann og var reyndar ekki eins reiður og ég bjóst við en samt allt annað en sáttur. Ég þreif samt alveg eftir mig. 

Eða nei reyndar ekki, ég sparkaði bara glerbrotunum undir sófa. Hann getur bara þrifið þetta sjálfur.
Hann hefur ekki hatað mig það mikið því seinna á þessu ári fluttum við inn saman í mína íbúð, vá hljómaði þetta gay. En þar leyfði ég honum mjög oft að spila grandTheftAuto í tölvunni minni og í staðinn misnotaði hann vald sitt sem formaður Nemendaráðs og skrifaði uppá fjarvistirnar mínar.

Sjáumst samt

Leave a Reply