02: 3 Fóbíur mínar

Það eru flestir með einhverjar fóbíur. Fóbía er náttúrulega bara eitthvað sem þú ert hræddur við og/eða finnst ógeðslegt. Það er nú svoldið fyndið að þegar ég var yngri ruglaðist ég oftar en ekki á orðinu “fóbía” og “fettish” sem eru náttúrulega klárar andstæður. Ég man nú ekki hvers vegna eða í hvers konar samræðum ég var, en fyrir nokkrum árum sagði ég við nokkra jafnaldra mína að ég væri með fettish fyrir  sleikja tær. Allir náttúrulega litu á mig sem viðundur og hálfvita.
Mig minnir að ég hafi verið í 9.bekk.

Anywho, fóbíurnar mínar.

1. Fuglar

Flestir sem kalla sig góðvini mína og fjölskyldu við að ég hef alltaf hatað fugla. Mér er sama þótt það sé strútur eða páfagaukur, ég vil þá látna. Reyndar hræða smáfuglar mig meira en t.d. alifuglar. Ég hef labbað útúr heimboðum þar sem er laus páfagaukur í íbúðinni og ég hef farið að grenja þegar kötturinn minn kom með lifandi leikfélaga inn í herbergið mitt. Ég veit, ég veit, fyrir ykkur er ég karlmennskan uppmáluð og stíg ekki feilspor. En innst inni, undir þessum þykka skjöldi (vöðvum) leynist ennþá litli Einar. Strákurinn sem bjó í þvotthúsinu hjá ömmu sinni og safnaði Pringles baukum (kem inná það seinna)

Margir vina minna skilja mig ekki og sýna mér lítinn stuðning í þessari hræðslu minni. Þeir reyndar gera í því að ota fuglum að mér. T.d einu sinni þá var ég ásamt Satani sjálfum (Sig Sig) staddur í Liverpool borg og við vorum í mesta bróðerni, að ég hélt á pöbbarölti og kíkja í búðir.
Fyrir þá sem ekki vita er allt morandi að dúfum í Liverpool sem og flestum öðrum hornum Englands. Heyrðu tók helvítið ekki auka hring í göngutúrnum, framhjá kyrrstæðum bílum til þess eins að stappa og hoppa í götuna, hinu megin við dúfnahópinn til þessa að þær flugu allar á mig, á meðan ég var að lesa mig til á korti svo VIÐ gætum komist á leiðarenda. Ég viðurkenni það þarna að þá bæði ældi ég á mig og skeit.

Ég man líka þegar ég bjó á Húsavík og við áttum einhverja 13 ketti eða eitthvað og þeir voru alltaf að koma inn með dauða fugla. Einn dag þegar ég og mamma ætluðum að taka herbegið mitt í gegn, lyftum við upp rúmminu og þar undir töldum við 8 dauða fugla, rotnandi ofan á Andrés blöðunum mínum. Sumir voru nýdauðir aðrir voru beinagrindur.

En ég held að upphaf af þessari fóbíu sé frá því þegar ég var að hjóla niður brekku heima á Húsavík. Ég hef verið svona í 4.bekk og er að hjóla ef ég man rétt á um 90 km hraða, þá flaug skógaþröstur í andlitið á mér og ég flaug inní runna af grenitrjám. Það er helvítis óþægindi fyrir 4.bekking að lenda í slíku áfalli og þar sem ég feng enga andlega og reyndar ekki heldur neina líkamlega hjálp (mamma hefur aldrei sent mig til læknis nema þegar var frítt til tannlæknis fyrir 6-9 ára börn) að ég hef ég aldrei náð mér.

2. Að misstíga sig

Hands down það versta sem getur komið fyrir mig. Ég vil frekar missa hendurnar og vera með einn fót heldur en að misstíga mig einu sinni enn.
Ohh, það er svo viðbjóðslegt þegar maður stígur eitthvað vitlaust og fóturinn beyglast. Og ég skal útskýra af hverju.
Þegar þú misstígur þig þá stíguru aðeins of utanvert í fótinn sem leiðir til þessa að það hallar undan þér og öll líkamsþyngdin þín leggst á þessu litlu mistök. Þetta skeður yfirleitt á einni millisekúndu en þessi millisekúnda er verri en eilífð í helvíti. Ég missteig mig mjög mikið á mínum stutta fótboltaferli, kannski sem betur fer fyrir bæði ökklana mína og leikmenn í kring að hann var stuttur sá ferill.
Ég átti það til að spila yfirleitt í Nike Vapor skóm þrátt fyrir að vera hafsent og vera 1.92 á hæð og 95 Kg. Mér fannst Vapor bara drullunettir. Líkami minn mótmælti þessum aðgerðum með því að tánöglin á stóru tá losnaði af á 4-6 vikna fresti. Það er helvíti mikið þegar utanhús-seasonið er 3 mánuðir.
Alla vena. Misstíg. Ég t.d. mun aldrei spila Tennis eftir að ég sá myndband af tennisleikara misstíga sig til Afganistan þegar ég var yngri. Það er hérna http://www.youtube.com/watch?v=NmmndTe_c08 en ég mæli ekki með fyrir nokkurn mann að horfa á þetta.
En skrítnasta tilfinning sem ég hef fengið er þegar ég misstíg mig hálfpartinn. Skiluru, ég næ að bjarga mér á síðustu stundu. Þá líður mér eins og heppnasta manni og konu í þessum heimi, en um leið er ég að hugsa um það ógeðslegasta í heimi, þ.e.a.s að misstíga sig.

3. Læknastöff

Ég tek að ofan fyrir læknum. Ekki bara fyrir það að vera 35 ár í skóla, heldur líka fyrir að geta lagað allskonar vesen sem kemur fyrir okkur vitleysingana sem vorum bara í 18-20 ár í skóla. Til dæmis ef ég sé video af lýtaraðgerð, btw af hverju er til svona mikið af myndböndum af þeim?, þá yfirleitt æli ég á mig og mína nánustu þegar menn (læknar) setja hreinlega höndina á sér undir höfuðleðrið á fólki bara til að það lúkki aðeins yngra. Eða þegar er kannski hjartaígræðsla í Grey’s, þá er eitt stykki Einar búinn að drulla í rassgatið sitt.
Ég man til dæmis að eftir að ég sá fyrsta þátt af Nip/Tuck þurfti ég bæði að læra að lesa og skrifa uppá nýtt.
Það þarf ekki einu sinni að vera eitthvað stórt læknastöff til að ég missiða. Einu sinni klemmdi mamma aðra framloppuna á stórvini mínum og ketti, Hugo. Ástæða: Af því bara.
Við fórum með hann til dýralæknis og dýralæknirinn stakk nál sem var 3x lengri en kötturinn  inn í alla hendina á honum og þegar Hugo var steinsofnaður byrjaði læknirinn að sauma. Það var blóð og allskonar og það leið yfir mig. Ég er bara svo feginn að ég sat þegar það gerðist því ef ég hefði fengið gat á hausinn eða eitthvað þaðan af verra hefði ég sennilega fyrirfarið mér til að sleppa við aðgerð.
Þannig að ef ég lendi einhvern tímann í rútuslysi eða þaðan af verra, don’t bother, ég get ekki lifað vitandi það að ég er búinn að fara í aðgerð. En ef ég dey þá megið þið samt fá líffærin mín. Mín bestu líffæri eru lungun og maginn F.Y.I

Sjáumst samt

Leave a Reply