03: Mesti sársauki sem ég hef á ævinni upplifað

Mesti sársauki sem ég hef upplifað. Þegar ég sá í blog challenge-inu mínu að ég ætti að blogga um þetta í dag var ég eiginlega skák á mát. Ég hef mjög oft slasað mig en aldrei lífshættulega eða stórvæginlega. Reyndar myndu misstigin mín úr síðasta bloggi öll komast nálægt lífshættu en það væri lélegt að eyða öðru bloggi í að tala um þau. Þó svo að það væri öllum hollt að hlusta á þá frásögn aftur.
En ég hef líka komið inná það að ég hef aldrei á ævinni brotið bein og einnig hef ég aldrei þurft líffæraígræðslu. Sem er skít vel gert.

Það er nefnilega þannig að alltaf þegar ég slasa mig þá finn ég allan sársaukan í heiminum en það sést aldrei neitt á líkamanum mínum. Ég til dæmis fékk einu sinni hné í lærið í fótboltaleik, ég man að þegar ég var í loftinu að fara að lenda í grasinu, hugsaði ég “Okei já nú er ég sem sagt bara með einn fót” en þá fékk ég ekki einu sinni marblett og þjálfarinn varð mjög reiður að ég gat ekki haldið áfram því jú, það sást ekkert á mér.
Þau eru óteljandi skiptin sem ég hef rekið höfuðið á mér í eitthvað og alltaf útfrá sársaukanum, reikna ég með að það sé að sprautast blóð út úr hausnum á mér en ég fæ ekki einu sinni kúlu. Þegar ég er að skrifa þetta er ég smátt og smátt að átta mig á því að ég hlýt að vera með einhverja special hæfileika eða of sterkan líkama. En yfirleitt virkar þetta samt gegn mér því kannski dett ég í hálku og held að ég sé hálsbrotinn og dauður að þá kannski fæe ég einn lítinn marblett og allir kalla mig konu og henda rusli í mig.

En það verður bara að hafa það.

Ég á erfitt með að gera upp á milli yfir hvað sé mesti sársauki sem ég hef upplifað en ég ætla að segja ykkur sögu sem olli mér gífurlegum sársauka í hverjum einasta punkti á líkamanum mínum.

Ég bjó eins og hver heilvita maður veit einu sinni á Húsavík og eins og allir vita er smá skíðamenning þar. Ég byrjaði ungur að skíða þar eða um leið og ég flutti þangað, þegar ég var 10 ára. Ég skíðaði meira og minna allan grunnskóla en við skulum hafa það á hreinu að ég var aldrei neitt annað en ömurlegur. Ég  var eins og Ricky Bobby og vildi fara hratt en ég kunni óhemjulítið um að bremsa. Einn vinur minn kenndi mér að bremsa með því að miða skíðunum saman og mynda “V”. En það er bara svo hrikalega kjellingalegt að ég lét ekki sjá mig þannig. Einn félagi minn var mikill skíðamaður og var síðar meir í landsliðinu á skíðum. Þegar hann bremsaði þá bremsaði hann alltaf eins og atvinnumennirnir og svona sveigðu sér til hliðar, hálfpartinn skransaði. Þetta leit út fyrir að vera hið einfaldasta mál og því prófaði ég það þegar ég var á um það bil 60 km hraða og auðvitað endaði það með því að ég stoppaði á staðnum en reyndar var ég liggjandi… og grátandi en það skiptir ekki máli hér.
Einn annan dag var ég að bruna niður ný troðna brekkuna, það var besta færi í heiminum til að skíða og auðvitað kom lítið annað til greina en að skella sér í smá brun. Aðallega því svig er fyrir homma + að ég kann það ekki. Brun geta allir hálfvitar lært, þú stendur bara kjurr. Og það er nákvæmlega það sem ég gerði. Ég stóð kjurr svo lengi að þegar brekkan var búinn stóð ég ennþá kjurr, brunaði í gegnum röðina, stútfulla röð af krökkum á aldrinum 7-15 ára, þar kom ég á 140 km hraða, guði sé lof að fólk náði að færa sig því ananrs væri ég sekur um mannslátrun af gáleysi, til að gera allt sem verst, þá var fyrir aftan röðina sumarbústaður eða skúr sem krakarnir gátu farið inn og fengið sér kakó og kósíshit. Þessi sumarbústaður stóð á 4 fótum og var þannig ekki grafinn ofan í jörðina, heldur var undir honum sirka hálfur meter þar sem hefði verið hægt t.d. að skríða undir. Ef ykkur finnst það léleg hugmynd prufið þá það sem ég gerði, að dúndra á kofann á 140 km hraða þar sem BARA efri líkaminn minn endar á húsinu en lappirnar fóru undir hann.
Það fyrsta sem ég heyrði eftir að ég heyrði andlitið mitt klínast á frosið timbur var mjög hár píkuskrækir innan úr bústaðnum og síðan var fólk að spurja hvort annað hvort ég væri dauður. Skíðavörðurinn kom hlaupandi út til að tjekka á mér og auk þess að eyðileggja kakóstundina fyrir fólkinu inni, man ég að klukkan á veggnum inni datt í gólfið og mölvaðist.
Þegar skíðavörðurinn spurði mig hvort væri í lagi sagði ég auðvitað að ég væri í fínu lagi en það trúði því ekki nokkur maður. Eftir að neita að fara inn og setjast haltraði ég í röðina aftur, þvert gegn tilmælum allra.

Mér leið svo illa að þið trúið því ekki. Í fyrsta lagi missti ég andann í svona 40 sekúndur og lungun á mér fellu eflaust saman. Hjartað í mér stoppaði líka og heilinn slökkti á sér. Basiclí þá dó ég í tæpa mínútu. En til að halda kúlinu, sem var reyndar ekki það mikið, fór ég aftur í röðina. Þetta var stólalyfta sem þýðir að það fer bara einn í einu upp. Sem kom sér mjög vel því ég grenjaði alla leið upp. Reyndar frusu tárin strax sem gerði þau auðveldari að fela.

Ég get ekki útskýrt hvað þetta var vont og ég óska engum að prufa þetta.

Ég held að það hafi síðan verið um 3 vikum seinna sem ég var aftur á skíðum og sá glænýjan stökkpall sem brettastrákarnir voru búnir að gera sér, ég sá enga ástæðu til að prufa hann ekki. Það fór ekki betur en svo að ég lenti á hálsinum og rotaðist. Rankaði við mig með skíðavörðinn yfir mér og vélsleðann hans hliðina á mér. Það er akkúrat útaf því slysi sem ég er alltaf að dangla hausnum á mér til hliðar eins og ég sé vanskapaður einstaklingur.
Þar sem ég var nýkominn í fjallið á þeim degi, neitaði ég að fara heim, en gafst svo upp og skíðaði hálfa leiðina heima og labbaði restina, í SKÍÐAKLOSSUNUM, því mamma nennti ekki að ná í mig og hún trúði ekki að ég væri hálsbrotinn.

Sjáumst samt

2 comments

Leave a Reply