01: 16 Staðreyndir um mig

Nú?

Jæja, 2012 er búið og eins og allir héldu þá var ekki heimsendir og ég byrjaði ekki aftur að blogga. Hvað er betra eftir hugsanlegan heimsendi að það leynist ljós í myrkrinu og Einar byrji aftur að blogga? 2013 stefnir í mjög gott ár.

 

Það eru kannski nokkrir þarna úti sem muna eftir bloggtímunum mínum og ég held að þetta sé málið. Þetta er alla vena skárra og meira uppbyggjandi en að refresha Facebook homepage-ið á 6 sekúndna fresti og lesa afmæliskveðjur hjá einhverjum gæja sem ég hef aldrei hitt og skoða myndir úr partýjinu hans. Fyrir ykkur sem hafið ekki lesið mín fyrri blogg þá hlýtur ykkur að líða mjög vel og þið eruð á réttum stað. Verið velkominn. Þetta blogg verður aðallega um daginn minn sem ég skrifaði þetta en einnig mun ég deila með ykkur kenningum mínum og hugmyndum sem og pælingum og erindagjörðum. Jafnvel hugsjónum.

Ég ákvað að byrja aftur eftir að ég las bloggið hjá henni Katrínu. Ég sá einnig að hún var með 30 daga blog challenge í gangi. Þar sem það er mjög góð hugmynd ákvað ég að gera það sama. let’s go.

 

01. Tíu staðreyndir um mig

1. Ég var aldrei góður að halda á lofti. Þegar einhver spurði mig hvað metið mitt var þá laug ég. En ég held að það sé 64 eða 76.

2. Ég spilaði á trompet þegar ég var yngri. Vissulega var það ekki af því að ég vildi það og ég þótti seint efnilegur og ekki var það gaman. En það gerði mér samt að þeim manni sem ég er í dag.

3. Þegar mamma mín var akkúrat á mínum aldri voru 40 dagar í að hún eignaðist sitt annað barn (mig) That blows my mind.

4. Mér finnst venjulegt Pepsi betra en Pepsi max þó ég segi annað. En mér finnst munurinn ekki 36gr af sykri í 100ml þess virði.

5. Ég er í stuttbuxum bróðurpartinn af deginum. Mér finnst lífið einhvern veginn auðveldara þegar ég er í shorties.

6. Ég er með mjög mikla frestunar áráttu. Þetta er einn af mínum göllum en ég er búinn að vinna mikið í þessu og það er eitt af áramótaheitunum mínum að laga þetta og verði skipulagðari.

7. Ég er ekki nógu skipulagður.

8. Það versta sem ég veit um er að misstíga sig. Þegar maður misstígur sig þá líður manni eins og það sé einhver að sprengja húsið manns og að stela bílnum manns á sama tíma, en í staðinn fær maður bara sársauka í ökklann.

9. Ég þoli ekki þegar maður fer í keisaskurð og gleymir að fá deyfingu. Þetta er svipað og að misstíga sig hef ég heyrt nema núna er sársaukinn í maganum og það er huges stórt gat þar. Það góða er að þú léttist um 5-12 kg eftir keisaraskurð, ódeyfð eða ekki.

10. Oft þegar ég á bók eða veit um grein, finnst mér ég vita það sem hún fjallar um og les það því ekki. Þegar á hólminn er kominn man ég bara nafnið á greininni eða bókinni og get ekki rökstutt mál mitt. Þetta skrifast á frestunaráráttuna mína

11.Ég fylli stundum á inneign í röngu númeri. Það hafa sumir lent í því að ætla að gera gott mót á nova.is og næla sér í smá inneign í símann sinn. Ég lenti einu sinni í því að eiga 655kr á kortinu mínu og ætlaði að eyða 500 af því í inneign. Sló inn allar mínar upplýsingar á netinu en nei, klúðraði einum staf í símanúmerinu mínu og fyllti á hjá öðrum gæja. Það kvöld hætti ég að trúa á Guð.

12. Mín versta martröð. Stundum kemur maður heim úr vinnunni og ætlar að hafa það kósí og vippa sér í sjóðandi kósí böbbúlbað. Fátt er meira afslappandi. EnLísa var ekki lengi í Undralandi þegar maður fær niðurgang og heldur bara að maður hafi prumpað og maður er að sjálfsögðu upptekinn við að hlusta á djass og með lokuð augun. Svo opnar maður augun og maður er staddur í sinni verstu martröð.

13. Þegar ég var yngri keypti ég og vinir mínir laxerolíu til að setja í kaffið á gangavarða-stofunni af því að þær bönnuðu okkur að vera með bolta á göngunum. Það varð aldrei neitt úr þessu en tveir vinir mínir gáfu mér fótsig til að komasst yfir vegginn inná kaffistofuna en þegar ég var þar inni beiluði ég því við heyrðum þær koma.

14. Ég hef aldrei brotið bein. Það gæti verið að ég hafi tábrotnað en það var aldrei sannað af læknum. Ég gerðist sekur um að sparka í stórt grjót þegar ég hitti ekki fótboltann.

15. Mér finnst betra þegar eitthvað er skemmtilegt en ekki leiðinlegt. Þar sem við erum öll bara mennsk, þá þekkjum við öll að upplifa bæði skemmtilega hluti sem og leiðinlega. Yfirleitt eru þessi skemmtilegu aðeins betri þar sem þeir eru ekki leiðinlegir. Ef þú veit ekki hvað ég er að meina þá er að vinna í lotto t.d. mjög skemmtilegt en það er hundleiðinlegt að verða fyrir vörubíl.

16. Mér finnst öll nýfædd börn eins. Það hefur oft komið fyrir að fólk taki “vitlaus” börn með sér heim af spítalanum og þar með alin upp af röngum foreldrum sínum. Ég er ekki að tala með reeessinum núna því ég googlaði þetta. Það sannar kenningu mína um að nýfædd börn eru alltaf eins. En ég býst við að öllum þykir sinn fugl fagur.

Talandi um fugla. Hvað er að frétta af þeim með að vera frá helvíti?

One comment

  1. Vona svo innilega að þú hafir aldrei lent í því að liggja í þínum eigin skít ! Þá fyrst hefuru gjörsamlega drullað uppá bak.
    Annars þá eru ekki öll nýfædd börn eins, eða jú kannski tvibbar….

Leave a Reply